Um hvað snýst Al Thani-málið? Ragnar Halldór Hall skrifar 31. október 2013 06:00 Í byrjun nóvember nk. hefst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur aðalmeðferð í svokölluðu Al Thani-máli. Þetta er sakamál sem sérstakur saksóknari rekur gegn fjórum einstaklingum vegna viðskipta sem Kaupþing banki hf. átti við vellauðugan kaupsýslumann frá Katar skömmu áður en bankinn féll. Viðbúið er að mikið fréttafár verði í kringum þessa málsmeðferð. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að gefa þeim sem áhuga hafa á málinu stutt yfirlit yfir málavextina og efnisatriðin í málinu. Mér finnst verulega hafa skort á að þessum atriðum væru gerð fullnægjandi skil í fjölmiðlum, þrátt fyrir margvíslegar fréttir af málinu gegnum tíðina. Upphaf málsins er að rekja til þess að eftir að Al Thani hafði kynnt sér rækilega starfsemi Kaupþings og áreiðanleikakönnun sem fjárfestingafélag í Katar hafði gert á bankanum hafði hann áhuga á að verða hluthafi í bankanum. Tókust samningar milli hans og bankans um það 22. september 2008 að Al Thani keypti rúmlega 5% hlutafjár í bankanum. Seljandinn var bankinn sjálfur, sem átti á þessum tíma þetta magn hlutabréfa. Hlutabréfin voru seld fyrir 25,7 milljarða króna og lánaði bankinn allt söluverðið. Kaupandinn var einkahlutafélag í eigu Al Thanis, og tók hann persónulega ábyrgð á greiðslu helmings kaupverðsins.Aldrei króna úr bankanum Þegar Kaupþing féll í október 2008 urðu hlutabréfin verðlaus. Af því leiddi að helmingur söluverðsins tapaðist, en hinn helmingurinn sem var tryggður með persónulegri ábyrgð Al Thanis fékkst greiddur. Bréfin hefðu að sjálfsögðu einnig orðið verðlaus ef bankinn hefði ekki getað selt þau. Þá hefðu kröfuhafar Kaupþings verið verr settir sem nemur fjárhæðinni sem Al Thani greiddi vegna sjálfsskuldarábyrgðarinnar. Athyglisvert er að í þessum kaupum fór aldrei króna út úr bankanum. Vegna sölunnar komu inn peningar sem ella hefðu ekki komið kröfuhöfum Kaupþings til góða. Stjórnendur Kaupþings hér á landi og í Luxembourg eru ákærðir fyrir umboðssvik í þessum viðskiptum, og sá sem kom á beinu sambandi milli bankans og Al Thanis er ákærður fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Í umboðssvikum felst að maður sem hefur á hendi sérstakar trúnaðarskyldur brýtur gegn þeim skyldum í hagnaðarskyni og veldur vinnuveitandanum um leið verulegri fjártjónshættu. Rannsókn sérstaks saksóknara á þessu máli, sem er í grunninn tiltölulega einfalt mál um hlutabréfaviðskipti, varð ótrúlega umfangsmikil og tók langan tíma. Skjöl sem sérstakur saksóknari lagði fram í dómi við upphaf málarekstursins eru um 7.000 – sjö þúsund – blaðsíður. Við upphaf rannsóknarinnar virtist sérstakur saksóknari telja að samningarnir við Al Thani hefðu verið einhvers konar málamyndagerningar eða sýndarviðskipti. Jafnvel voru efasemdir um að Al Thani væri yfirleitt til! Þegar það var komið á hreint komust rannsakendur að þeirri niðurstöðu að bankinn hefði verið betur settur með að eiga áfram bréfin í Kaupþingi heldur en að selja þau með þeim hætti sem gert var! Sú skoðun vekur efasemdir um að allir sem stýra rannsóknum hjá sérstökum saksóknara séu sérstaklega vel til þess fallnir að stýra rannsóknum efnahagsbrota yfirleitt. Rétt er að taka það fram, að undirritaður var lengi vel skipaður verjandi eins sakborninganna í þessu máli en sagði sig frá verjandastarfinu fyrr á þessu ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun nóvember nk. hefst fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur aðalmeðferð í svokölluðu Al Thani-máli. Þetta er sakamál sem sérstakur saksóknari rekur gegn fjórum einstaklingum vegna viðskipta sem Kaupþing banki hf. átti við vellauðugan kaupsýslumann frá Katar skömmu áður en bankinn féll. Viðbúið er að mikið fréttafár verði í kringum þessa málsmeðferð. Þess vegna tel ég nauðsynlegt að gefa þeim sem áhuga hafa á málinu stutt yfirlit yfir málavextina og efnisatriðin í málinu. Mér finnst verulega hafa skort á að þessum atriðum væru gerð fullnægjandi skil í fjölmiðlum, þrátt fyrir margvíslegar fréttir af málinu gegnum tíðina. Upphaf málsins er að rekja til þess að eftir að Al Thani hafði kynnt sér rækilega starfsemi Kaupþings og áreiðanleikakönnun sem fjárfestingafélag í Katar hafði gert á bankanum hafði hann áhuga á að verða hluthafi í bankanum. Tókust samningar milli hans og bankans um það 22. september 2008 að Al Thani keypti rúmlega 5% hlutafjár í bankanum. Seljandinn var bankinn sjálfur, sem átti á þessum tíma þetta magn hlutabréfa. Hlutabréfin voru seld fyrir 25,7 milljarða króna og lánaði bankinn allt söluverðið. Kaupandinn var einkahlutafélag í eigu Al Thanis, og tók hann persónulega ábyrgð á greiðslu helmings kaupverðsins.Aldrei króna úr bankanum Þegar Kaupþing féll í október 2008 urðu hlutabréfin verðlaus. Af því leiddi að helmingur söluverðsins tapaðist, en hinn helmingurinn sem var tryggður með persónulegri ábyrgð Al Thanis fékkst greiddur. Bréfin hefðu að sjálfsögðu einnig orðið verðlaus ef bankinn hefði ekki getað selt þau. Þá hefðu kröfuhafar Kaupþings verið verr settir sem nemur fjárhæðinni sem Al Thani greiddi vegna sjálfsskuldarábyrgðarinnar. Athyglisvert er að í þessum kaupum fór aldrei króna út úr bankanum. Vegna sölunnar komu inn peningar sem ella hefðu ekki komið kröfuhöfum Kaupþings til góða. Stjórnendur Kaupþings hér á landi og í Luxembourg eru ákærðir fyrir umboðssvik í þessum viðskiptum, og sá sem kom á beinu sambandi milli bankans og Al Thanis er ákærður fyrir hlutdeild í brotum þeirra. Í umboðssvikum felst að maður sem hefur á hendi sérstakar trúnaðarskyldur brýtur gegn þeim skyldum í hagnaðarskyni og veldur vinnuveitandanum um leið verulegri fjártjónshættu. Rannsókn sérstaks saksóknara á þessu máli, sem er í grunninn tiltölulega einfalt mál um hlutabréfaviðskipti, varð ótrúlega umfangsmikil og tók langan tíma. Skjöl sem sérstakur saksóknari lagði fram í dómi við upphaf málarekstursins eru um 7.000 – sjö þúsund – blaðsíður. Við upphaf rannsóknarinnar virtist sérstakur saksóknari telja að samningarnir við Al Thani hefðu verið einhvers konar málamyndagerningar eða sýndarviðskipti. Jafnvel voru efasemdir um að Al Thani væri yfirleitt til! Þegar það var komið á hreint komust rannsakendur að þeirri niðurstöðu að bankinn hefði verið betur settur með að eiga áfram bréfin í Kaupþingi heldur en að selja þau með þeim hætti sem gert var! Sú skoðun vekur efasemdir um að allir sem stýra rannsóknum hjá sérstökum saksóknara séu sérstaklega vel til þess fallnir að stýra rannsóknum efnahagsbrota yfirleitt. Rétt er að taka það fram, að undirritaður var lengi vel skipaður verjandi eins sakborninganna í þessu máli en sagði sig frá verjandastarfinu fyrr á þessu ári.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun