Betware selt fyrir tvo til þrjá milljarða Haraldur Guðmundsson skrifar 11. nóvember 2013 07:00 Stefán Hrafnkelsson Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Betware hefur verið selt til austurrísku fyrirtækjasamsteypunnar Novomatic. Samningur þess efnis var undirritaður í Lundúnum síðastliðinn fimmtudag. Kaupverðið er trúnaðarmál en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það á milli tveir og þrír milljarðar króna. Novomatic, sem er einn stærsti framleiðandi tækja- og hugbúnaðar fyrir spilakassa í Evrópu, keypti 90 prósent af hlutafé Betware. Hlutaféð var áður í eigu stjórnenda og starfsmanna fyrirtækisins og aðila sem tengjast þeim. Helstu stjórnendur Bet-ware halda hinum tíu prósentunum. „Þar með er lokið söluferli sem hófst fyrir meira en ári þegar hingað kom starfsmaður frá ráðgjafafyrirtækinu Scandcap í Stokkhólmi sem vildi taka að sér sölu á fyrirtækinu,“ segir Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri, fyrrverandi aðaleigandi og einn af stofnendum Betware. Hann segir að salan eigi ekki að hafa áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins, en þar starfa um 120 manns, þar af sjötíu hér á landi. „Það liggur fyrir að nýir eigendur ætla að efla fyrirtækið á Íslandi sem og erlendis. En eins og í öllum rekstri þá hefur ný stefnumörkun einhverjar breytingar í för með sér. Hins vegar er ekki útlit fyrir að starfsfólki verði fækkað enda er fyrirtækið í dag að bæta við sig fólki og höfuðstöðvar okkar verða áfram hér á landi,“ segir Stefán. Hann verður áfram framkvæmdastjóri fyrirtækisins en nýir aðilar á vegum Novomatic koma að hans sögn inn í stjórn þess. Stefán segir áhuga Novomatic á hugbúnaði sem Betware hefur þróað fyrir lottó-leiki vera meginástæðuna fyrir sölunni. „Þessi leikjamarkaður er mjög stór og Novomatic hefur sterka markaðshlutdeild á tveimur þriðju hlutum markaðarins á meðan afgangurinn, sem þeir hafa nánast ekkert komið nálægt, er lotterí og bingó.“ Tap var á Betware á síðasta ári en mesti hagnaður fyrirtækisins var á árinu 2010 þegar reksturinn skilaði 181 milljón króna. Stefán segir reksturinn hafa batnað til muna og að árið í ár verði að öllum líkindum eitt það besta í fimmtán ára sögu fyrirtækisins. „Með þessum samruna fáum við meira afl frá stærri einingu og vonandi fleiri verkefni og aukinn stöðugleika,“ segir Stefán. Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Betware hefur verið selt til austurrísku fyrirtækjasamsteypunnar Novomatic. Samningur þess efnis var undirritaður í Lundúnum síðastliðinn fimmtudag. Kaupverðið er trúnaðarmál en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er það á milli tveir og þrír milljarðar króna. Novomatic, sem er einn stærsti framleiðandi tækja- og hugbúnaðar fyrir spilakassa í Evrópu, keypti 90 prósent af hlutafé Betware. Hlutaféð var áður í eigu stjórnenda og starfsmanna fyrirtækisins og aðila sem tengjast þeim. Helstu stjórnendur Bet-ware halda hinum tíu prósentunum. „Þar með er lokið söluferli sem hófst fyrir meira en ári þegar hingað kom starfsmaður frá ráðgjafafyrirtækinu Scandcap í Stokkhólmi sem vildi taka að sér sölu á fyrirtækinu,“ segir Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri, fyrrverandi aðaleigandi og einn af stofnendum Betware. Hann segir að salan eigi ekki að hafa áhrif á daglegan rekstur fyrirtækisins, en þar starfa um 120 manns, þar af sjötíu hér á landi. „Það liggur fyrir að nýir eigendur ætla að efla fyrirtækið á Íslandi sem og erlendis. En eins og í öllum rekstri þá hefur ný stefnumörkun einhverjar breytingar í för með sér. Hins vegar er ekki útlit fyrir að starfsfólki verði fækkað enda er fyrirtækið í dag að bæta við sig fólki og höfuðstöðvar okkar verða áfram hér á landi,“ segir Stefán. Hann verður áfram framkvæmdastjóri fyrirtækisins en nýir aðilar á vegum Novomatic koma að hans sögn inn í stjórn þess. Stefán segir áhuga Novomatic á hugbúnaði sem Betware hefur þróað fyrir lottó-leiki vera meginástæðuna fyrir sölunni. „Þessi leikjamarkaður er mjög stór og Novomatic hefur sterka markaðshlutdeild á tveimur þriðju hlutum markaðarins á meðan afgangurinn, sem þeir hafa nánast ekkert komið nálægt, er lotterí og bingó.“ Tap var á Betware á síðasta ári en mesti hagnaður fyrirtækisins var á árinu 2010 þegar reksturinn skilaði 181 milljón króna. Stefán segir reksturinn hafa batnað til muna og að árið í ár verði að öllum líkindum eitt það besta í fimmtán ára sögu fyrirtækisins. „Með þessum samruna fáum við meira afl frá stærri einingu og vonandi fleiri verkefni og aukinn stöðugleika,“ segir Stefán.
Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira