Að loknu Umhverfisþingi Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 14. nóvember 2013 06:00 Á nýliðnu Umhverfisþingi var fjallað um skipulag lands og hafs, sjálfbæra þróun og samþættingu verndar og nýtingar. Fjallað var um þessi málefni á breiðum grunni og urðu líflegar og málefnalegar umræður milli ólíkra hópa sem að þessum málaflokkum koma. Slíkar umræður eru mikilvægt veganesti fyrir áframhaldandi vinnu og stefnumótun á þessu sviði. Það er því afar mikilvægt að menn leiði saman hesta sína á vettvangi sem þessum í jafn viðamiklum málum sem umhverfismálin eru – þau snerta okkur öll um ókomna framtíð. Skipulag er mikilvægt stjórntæki til að samræma ólíkar kröfur og sjónarmið, meðal annars um auðlindanýtingu, atvinnuþróun og umhverfisvernd. Það er verkefni okkar, sem nú sitjum í ríkisstjórn, að tryggja velferð og hagsæld í landinu með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Áskoranirnar blasa við okkur og því ekki eftir neinu að bíða. Á liðnum áratugum hefur orðið ör þróun í ýmiss konar landnotkun sem knýr okkur til að marka stefnu á heildstæðan hátt til framtíðar og samþætta ólík sjónarmið. Viðfangsefnin í skipulagsmálum eru ólík nú samanborið við fyrri tíma. Þau þarf að nálgast á nýjan hátt því viðfangsefnið krefst viðsnúnings á þeirri þróun sem við höfum stuðlað að á liðnum áratugum. Við þurfum í mörgum tilvikum að hugsa hlutina upp á nýtt. Mikilvægt er að gera sér í hugarlund hvers konar þróun er í gangi og hvers konar breytingar geta orðið á umræddu tímabili. Sjálfbær þróun knýr okkur til að spyrja nýrra spurninga sem leiða hugann að því hvernig skynsamlegasta nýtingin er á hverju landsvæði fyrir sig. Standa þarf vörð um sameiginleg gæði samfélagsins og langtímahugsun þarf að vera leiðarljós í þeirri vinnu sem er framundan.Átakamál Langtímaákvarðanir um ráðstöfun lands, hvort sem er til nýtingar eða verndar, eru í eðli sínu átakamál. Hagsmunir eru ólíkir og stangast oft á tíðum á. Einnig er lífssýn fólks ólík. Ólík viðmið eru lögð til grundvallar um hvað er hægt, hvað er æskilegt og hvað er gott eða fallegt. Það sem síðan verður ofan á þurfum við öll að lifa við. Því er mikilvægt að eiga góðar og málefnalegar umræður eins og raunin var á Umhverfisþinginu til að ná sátt um sameiginlega framtíð. Við erum svo lánsöm að eiga mikið landrými á hvern einstakling og búum í landi með fjölbreyttum sóknarfærum sem þarf að nýta. Þannig stuðlum við að fjölbreyttu atvinnulífi og fjölbreyttu menntunar- og þjónustustigi. Mikil umræða hefur verið um þéttingu byggðar og samgöngumannvirki. Fyrir um þremur áratugum var bílaeign landsmanna talsvert minni en hún er í dag. Nú er u.þ.b. einn fólksbíll á hvern einstakling í sama aldursflokki. Við höfum valið það frelsi sem einkabíllinn færir okkur og forgangsraðað í hans þágu á kostnað annarra ferðamáta. Mikið land fer undir samgöngumannvirki og því þurfum við að spyrja okkur að því hvernig skipulag við viljum í framtíðinni. Ef bílaeign landsmanna á hvern einstakling verður sú sama eftir þrjá áratugi á bílum eftir að fjölga um 50 þúsund, það krefst enn meira landrýmis. Mótvægi við slíka þróun gæti verið að þétta byggð á völdum stöðum sem gefur möguleika á tíðari samgöngum með styttri vegalengdum.Aðrar áherslur Dreifð byggð á hins vegar jafn mikinn rétt á sér og þétting byggðar. Landrýmið gefur okkur tækifæri til að velja milli kosta, rétt eins og ferðamátinn sem við kjósum okkur. Húsnæði hefur einnig farið stækkandi á sama tíma og fjölskyldustærð fer minnkandi. Mikilvægt er að bjóða upp á fleiri en einn valkost en spyrja sig jafnframt hversu mikið land og hvaða land á að fara undir hús og bíl. Sum svæði henta betur fyrir litlar íbúðir í þéttri byggð með styttri vegalengdum. Önnur svæði eru þess eðlis að geta boðið upp á stærri íbúðir og meira landrými með óþéttari almenningssamgöngum. Blöndun byggðar er forsenda sjálfbærni þar sem hægt er að samþætta ólíka hagsmuni og sjónarmið. Sama má segja um haf- og landnýtingu, þar koma við sögu fiskeldi, ósnortin víðerni, ferðaþjónusta, landbúnaður og raforkuvinnsla svo örfá dæmi séu nefnd. Við höfum fjölmörg tækifæri til að nýta hina ýmsu kosti betur til að skapa verðmæti þar sem eftirspurnin er. En við þurfum einnig að huga að framtíðarþróun því auðlindirnar eru takmarkaðar og gæta þarf að ákveðnu jafnvægi. Það er nánast sama hvar við berum niður – skipulag með sjálfbærni að leiðarljósi snýst á næstu áratugum um aðrar áherslur, aðrar skipulagsaðferðir og annars konar lausnir en við höfum tamið okkur á undangengnum áratugum. Ákvarðanir sem teknar eru þurfa að taka mið af heildarhagsmunum samfélagsins til lengri framtíðar í samráði við hagsmunaaðila. Mikilvægt er að eiga slíkt undirlag fyrir þá vinnu sem framundan er við landskipulagsstefnu þar sem m.a. verður lögð áhersla á landnýtingu í víðum skilningi . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á nýliðnu Umhverfisþingi var fjallað um skipulag lands og hafs, sjálfbæra þróun og samþættingu verndar og nýtingar. Fjallað var um þessi málefni á breiðum grunni og urðu líflegar og málefnalegar umræður milli ólíkra hópa sem að þessum málaflokkum koma. Slíkar umræður eru mikilvægt veganesti fyrir áframhaldandi vinnu og stefnumótun á þessu sviði. Það er því afar mikilvægt að menn leiði saman hesta sína á vettvangi sem þessum í jafn viðamiklum málum sem umhverfismálin eru – þau snerta okkur öll um ókomna framtíð. Skipulag er mikilvægt stjórntæki til að samræma ólíkar kröfur og sjónarmið, meðal annars um auðlindanýtingu, atvinnuþróun og umhverfisvernd. Það er verkefni okkar, sem nú sitjum í ríkisstjórn, að tryggja velferð og hagsæld í landinu með sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Áskoranirnar blasa við okkur og því ekki eftir neinu að bíða. Á liðnum áratugum hefur orðið ör þróun í ýmiss konar landnotkun sem knýr okkur til að marka stefnu á heildstæðan hátt til framtíðar og samþætta ólík sjónarmið. Viðfangsefnin í skipulagsmálum eru ólík nú samanborið við fyrri tíma. Þau þarf að nálgast á nýjan hátt því viðfangsefnið krefst viðsnúnings á þeirri þróun sem við höfum stuðlað að á liðnum áratugum. Við þurfum í mörgum tilvikum að hugsa hlutina upp á nýtt. Mikilvægt er að gera sér í hugarlund hvers konar þróun er í gangi og hvers konar breytingar geta orðið á umræddu tímabili. Sjálfbær þróun knýr okkur til að spyrja nýrra spurninga sem leiða hugann að því hvernig skynsamlegasta nýtingin er á hverju landsvæði fyrir sig. Standa þarf vörð um sameiginleg gæði samfélagsins og langtímahugsun þarf að vera leiðarljós í þeirri vinnu sem er framundan.Átakamál Langtímaákvarðanir um ráðstöfun lands, hvort sem er til nýtingar eða verndar, eru í eðli sínu átakamál. Hagsmunir eru ólíkir og stangast oft á tíðum á. Einnig er lífssýn fólks ólík. Ólík viðmið eru lögð til grundvallar um hvað er hægt, hvað er æskilegt og hvað er gott eða fallegt. Það sem síðan verður ofan á þurfum við öll að lifa við. Því er mikilvægt að eiga góðar og málefnalegar umræður eins og raunin var á Umhverfisþinginu til að ná sátt um sameiginlega framtíð. Við erum svo lánsöm að eiga mikið landrými á hvern einstakling og búum í landi með fjölbreyttum sóknarfærum sem þarf að nýta. Þannig stuðlum við að fjölbreyttu atvinnulífi og fjölbreyttu menntunar- og þjónustustigi. Mikil umræða hefur verið um þéttingu byggðar og samgöngumannvirki. Fyrir um þremur áratugum var bílaeign landsmanna talsvert minni en hún er í dag. Nú er u.þ.b. einn fólksbíll á hvern einstakling í sama aldursflokki. Við höfum valið það frelsi sem einkabíllinn færir okkur og forgangsraðað í hans þágu á kostnað annarra ferðamáta. Mikið land fer undir samgöngumannvirki og því þurfum við að spyrja okkur að því hvernig skipulag við viljum í framtíðinni. Ef bílaeign landsmanna á hvern einstakling verður sú sama eftir þrjá áratugi á bílum eftir að fjölga um 50 þúsund, það krefst enn meira landrýmis. Mótvægi við slíka þróun gæti verið að þétta byggð á völdum stöðum sem gefur möguleika á tíðari samgöngum með styttri vegalengdum.Aðrar áherslur Dreifð byggð á hins vegar jafn mikinn rétt á sér og þétting byggðar. Landrýmið gefur okkur tækifæri til að velja milli kosta, rétt eins og ferðamátinn sem við kjósum okkur. Húsnæði hefur einnig farið stækkandi á sama tíma og fjölskyldustærð fer minnkandi. Mikilvægt er að bjóða upp á fleiri en einn valkost en spyrja sig jafnframt hversu mikið land og hvaða land á að fara undir hús og bíl. Sum svæði henta betur fyrir litlar íbúðir í þéttri byggð með styttri vegalengdum. Önnur svæði eru þess eðlis að geta boðið upp á stærri íbúðir og meira landrými með óþéttari almenningssamgöngum. Blöndun byggðar er forsenda sjálfbærni þar sem hægt er að samþætta ólíka hagsmuni og sjónarmið. Sama má segja um haf- og landnýtingu, þar koma við sögu fiskeldi, ósnortin víðerni, ferðaþjónusta, landbúnaður og raforkuvinnsla svo örfá dæmi séu nefnd. Við höfum fjölmörg tækifæri til að nýta hina ýmsu kosti betur til að skapa verðmæti þar sem eftirspurnin er. En við þurfum einnig að huga að framtíðarþróun því auðlindirnar eru takmarkaðar og gæta þarf að ákveðnu jafnvægi. Það er nánast sama hvar við berum niður – skipulag með sjálfbærni að leiðarljósi snýst á næstu áratugum um aðrar áherslur, aðrar skipulagsaðferðir og annars konar lausnir en við höfum tamið okkur á undangengnum áratugum. Ákvarðanir sem teknar eru þurfa að taka mið af heildarhagsmunum samfélagsins til lengri framtíðar í samráði við hagsmunaaðila. Mikilvægt er að eiga slíkt undirlag fyrir þá vinnu sem framundan er við landskipulagsstefnu þar sem m.a. verður lögð áhersla á landnýtingu í víðum skilningi .
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun