Enginn stökk upp á nef sér Þorsteinn Pálsson skrifar 16. nóvember 2013 06:00 Óvænt stökk enginn upp á nef sér þegar skýrsla hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar birtist í vikunni. Ástæðan er ugglaust sú að í henni er ekki það sprengiefni sem véfréttir af starfi hópsins höfðu gefið tilefni til að ætla að þar yrði að finna. Ein helsta gagnrýni stjórnarandstöðunnar var sú að hafa ekki fengið að sjá skýrsluna á vinnslustigi. Athugasemdir af því tagi hefðu hugsanlega átt nokkurn rétt á sér ef hér væru á ferðinni fullgerðar tillögur sem stjórnarmeirihlutinn hefði þegar sameinast um og biðu aðeins formlegs samþykkis Alþingis. Skýrslan er hins vegar ekki af þeim toga. Hún geymir velútfærðan lista yfir rúmlega eitt hundrað hugmyndir um hagræðingu og kerfisbreytingar. Nokkrar þeirra eru ferskar, aðrar hafa sést áður og sumar eru þegar til skoðunar í ráðuneytum eða jafnvel komnar í framkvæmd eins og utanríkisráðherra staðhæfir varðandi lækkun á framlögum til þróunaraðstoðar. Misskilningurinn um ætlað efni skýrslunnar stafar trúlega af því að í henni sátu áhrifaríkir þingmenn sem á stundum hafa verið fyrirferðarmeiri í fjölmiðlum en ríkisstjórnin. Hald manna hefur sennilega verið að slíkur hópur skilaði endanlegum og útfærðum tillögum sem hann hefði í krafti pólitískra áhrifa þegar náð meirihlutastuðningi við. Segja má að staða málsins sé á því þrepi sem algengt er í slíkri vinnu að embættismenn hafi lagt fram hugmyndalista fyrir pólitíska forystu, fyrst til frekari greiningar og rökstuðnings og síðar til að tryggja pólitískan stuðning. Í raun er pólitíska starfið við þetta þarfa og góða verk eftir.List hins mögulega Pólitík er stundum sögð vera list hins mögulega. Að svo miklu leyti sem sú staðhæfing er rétt á hún við það verkefni sem hér er verið að leggja af stað með. Hvort tveggja er að það er efnislega flókið og pólitískt snúið. Satt best að segja er það fremur umhugsunarefni hvort rétt hafi verið að birta hugmyndalistann á þessu þrepi vinnunnar en að gagnrýna að hann hafi ekki verið kynntur fyrr. Um leið og ein hugmynd er skotin í kaf er hætt við að þeir fái aukið púður sem eru í skotgröfunum til að verjast öðrum. Í því ljósi hefði verið æskilegt að pólitíska vinnan væri lengra komin í fyrstu skýrslu. Alltént hefði það verið líklegra til að styrkja framgang málsins ef pólitíska skuldbindingin væri ríkari og ótvíræðari þegar svo umfangsmiklar tillögur koma til umræðu. Á móti kemur að eðlilegt er að umræðan hefjist áður en menn standa frammi fyrir orðnum hlut. Erfitt getur verið að finna jafnvægið þarna á milli. Í byrjun var um það rætt að vinna hagræðingarhópsins myndi standa allt kjörtímabilið. Það var trúverðugt miðað við umfang málsins. Nú hefur formaður hópsins verið ráðinn aðstoðarmaður forsætisráðherra meðal annars til að vinna að framgangi þessara hugmynda. Ekkert er við þá ráðstöfun að athuga. Þingmenn geta verið aðstoðarmenn ráðherra eins og hverjir aðrir kjósi menn það. Þessi skipan mála bendir í hina röndina til að ákveðið hafi verið að taka pólitísku forystuna í þessu máli úr þingmannanefndinni og inn í forsætisráðuneytið. Ugglaust er hugsunin sú að gefa viðfangsefninu meira pólitískt vægi en í upphafi var áformað. Sé svo fer vel á því. Það gefur til kynna að ríkisstjórnin ætli að láta reyna á list hins mögulega.Samstaða um að samkjafta Fyrstu viðbrögðin við skýrslu hagræðingarhópsins eru vissulega bundin fyrirvörum af ýmsu tagi. En almennt eru þau jákvæð og vísbending um að víðtækur skilningur sé á nauðsyn umfangsmikillar hagræðingar í ríkisrekstrinum og jafnvel kerfisbreytinga. Fyrir ári var birt skýrsla ráðgjafafyrirtækisins McKinsey um vaxtarmöguleika Íslands. Hún geymdi raunverulegt sprengiefni og leiddi meðal annars í ljós að raunvöxtur á síðustu þrjátíu árum var umtalsvert minni hér en í grannlöndunum og framleiðni vinnuafls um fimmtungi minni. Sjávarútvegurinn var eina atvinnugreinin sem stóðst alþjóðlegan samanburð í framleiðni. Ekki er ofmælt að sú skýrsla sé eitt markverðasta framlag til efnahagsumræðunnar í langan tíma. Nefnd var skipuð til að vinna að framgangi þeirra hugmynda sem settar voru fram í henni. En athyglisvert er að í kosningabaráttunni síðastliðið vor myndaðist algjör samstaða um að samkjafta um þetta pólitíska púður. Þær staðreyndir sem við blasa í McKinsey-skýrslunni kalla á umfangsmiklar kerfisbreytingar í þjóðarbúskapnum í heild. Án þeirra er lítil von um viðreisn Íslands. Ærin ástæða er til að kalla eftir afstöðu ríkisstjórnarinnar til þeirrar vinnu í samhengi við hugmyndalista hagræðingarhópsins í ríkisfjármálum. Þessi tvö viðfangsefni er ekki unnt að slíta í sundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun
Óvænt stökk enginn upp á nef sér þegar skýrsla hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar birtist í vikunni. Ástæðan er ugglaust sú að í henni er ekki það sprengiefni sem véfréttir af starfi hópsins höfðu gefið tilefni til að ætla að þar yrði að finna. Ein helsta gagnrýni stjórnarandstöðunnar var sú að hafa ekki fengið að sjá skýrsluna á vinnslustigi. Athugasemdir af því tagi hefðu hugsanlega átt nokkurn rétt á sér ef hér væru á ferðinni fullgerðar tillögur sem stjórnarmeirihlutinn hefði þegar sameinast um og biðu aðeins formlegs samþykkis Alþingis. Skýrslan er hins vegar ekki af þeim toga. Hún geymir velútfærðan lista yfir rúmlega eitt hundrað hugmyndir um hagræðingu og kerfisbreytingar. Nokkrar þeirra eru ferskar, aðrar hafa sést áður og sumar eru þegar til skoðunar í ráðuneytum eða jafnvel komnar í framkvæmd eins og utanríkisráðherra staðhæfir varðandi lækkun á framlögum til þróunaraðstoðar. Misskilningurinn um ætlað efni skýrslunnar stafar trúlega af því að í henni sátu áhrifaríkir þingmenn sem á stundum hafa verið fyrirferðarmeiri í fjölmiðlum en ríkisstjórnin. Hald manna hefur sennilega verið að slíkur hópur skilaði endanlegum og útfærðum tillögum sem hann hefði í krafti pólitískra áhrifa þegar náð meirihlutastuðningi við. Segja má að staða málsins sé á því þrepi sem algengt er í slíkri vinnu að embættismenn hafi lagt fram hugmyndalista fyrir pólitíska forystu, fyrst til frekari greiningar og rökstuðnings og síðar til að tryggja pólitískan stuðning. Í raun er pólitíska starfið við þetta þarfa og góða verk eftir.List hins mögulega Pólitík er stundum sögð vera list hins mögulega. Að svo miklu leyti sem sú staðhæfing er rétt á hún við það verkefni sem hér er verið að leggja af stað með. Hvort tveggja er að það er efnislega flókið og pólitískt snúið. Satt best að segja er það fremur umhugsunarefni hvort rétt hafi verið að birta hugmyndalistann á þessu þrepi vinnunnar en að gagnrýna að hann hafi ekki verið kynntur fyrr. Um leið og ein hugmynd er skotin í kaf er hætt við að þeir fái aukið púður sem eru í skotgröfunum til að verjast öðrum. Í því ljósi hefði verið æskilegt að pólitíska vinnan væri lengra komin í fyrstu skýrslu. Alltént hefði það verið líklegra til að styrkja framgang málsins ef pólitíska skuldbindingin væri ríkari og ótvíræðari þegar svo umfangsmiklar tillögur koma til umræðu. Á móti kemur að eðlilegt er að umræðan hefjist áður en menn standa frammi fyrir orðnum hlut. Erfitt getur verið að finna jafnvægið þarna á milli. Í byrjun var um það rætt að vinna hagræðingarhópsins myndi standa allt kjörtímabilið. Það var trúverðugt miðað við umfang málsins. Nú hefur formaður hópsins verið ráðinn aðstoðarmaður forsætisráðherra meðal annars til að vinna að framgangi þessara hugmynda. Ekkert er við þá ráðstöfun að athuga. Þingmenn geta verið aðstoðarmenn ráðherra eins og hverjir aðrir kjósi menn það. Þessi skipan mála bendir í hina röndina til að ákveðið hafi verið að taka pólitísku forystuna í þessu máli úr þingmannanefndinni og inn í forsætisráðuneytið. Ugglaust er hugsunin sú að gefa viðfangsefninu meira pólitískt vægi en í upphafi var áformað. Sé svo fer vel á því. Það gefur til kynna að ríkisstjórnin ætli að láta reyna á list hins mögulega.Samstaða um að samkjafta Fyrstu viðbrögðin við skýrslu hagræðingarhópsins eru vissulega bundin fyrirvörum af ýmsu tagi. En almennt eru þau jákvæð og vísbending um að víðtækur skilningur sé á nauðsyn umfangsmikillar hagræðingar í ríkisrekstrinum og jafnvel kerfisbreytinga. Fyrir ári var birt skýrsla ráðgjafafyrirtækisins McKinsey um vaxtarmöguleika Íslands. Hún geymdi raunverulegt sprengiefni og leiddi meðal annars í ljós að raunvöxtur á síðustu þrjátíu árum var umtalsvert minni hér en í grannlöndunum og framleiðni vinnuafls um fimmtungi minni. Sjávarútvegurinn var eina atvinnugreinin sem stóðst alþjóðlegan samanburð í framleiðni. Ekki er ofmælt að sú skýrsla sé eitt markverðasta framlag til efnahagsumræðunnar í langan tíma. Nefnd var skipuð til að vinna að framgangi þeirra hugmynda sem settar voru fram í henni. En athyglisvert er að í kosningabaráttunni síðastliðið vor myndaðist algjör samstaða um að samkjafta um þetta pólitíska púður. Þær staðreyndir sem við blasa í McKinsey-skýrslunni kalla á umfangsmiklar kerfisbreytingar í þjóðarbúskapnum í heild. Án þeirra er lítil von um viðreisn Íslands. Ærin ástæða er til að kalla eftir afstöðu ríkisstjórnarinnar til þeirrar vinnu í samhengi við hugmyndalista hagræðingarhópsins í ríkisfjármálum. Þessi tvö viðfangsefni er ekki unnt að slíta í sundur.