Hættur að svekkja sig á landsliðsvalinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2013 06:00 Bjarki Már (til hægri) ásamt Guðjón Val Sigurðssyni fyrir viðureign Kiel og Eisenach í haust.Mynd/Aðsend Óhætt er að segja að Bjarki Már Elísson hafi slegið í gegn í þýsku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Hann fékk sig lausan frá HK í sumar og einsetti sér að halda í atvinnumennsku. Lítið virtist ganga í þeim efnum og fór svo að hann samdi við FH. „Ég gæti alveg eins hafa verið að spila í Hafnarfjarðarslagnum í síðustu viku,“ segir Bjarki sem tekur undir með blaðamanni að hlutirnir geti gerst hratt. Þannig hafi það svo sannarlega verið í þess tilfelli þegar síminn hringdi óvænt frá Aðalsteini Eyjólfssyni, þjálfara Eisenach. „Ég fékk símtal frá Alla á föstudegi og var kominn út á sunnudegi. Þetta var aðeins tíu dögum áður en ákvæði í samningi mínum um að mega yfirgefa FH átti að renna út,“ segir hornamaðurinn sem skoraði þrjú mörk í sínum fyrsta leik með liðinu. Nú eftir 16 leiki er hann markahæstur Íslendinga í sterkustu deild í heimi með 64 mörk eða 4 mörk að meðaltali í leik. „Það hefur gengið mjög vel að aðlagast. Ég fæ að spila helling og nýt mikils trausts,“ segir Fylkismaðurinn uppaldi. Hann viðurkennir að hafa átt lélega leiki inn á milli en fleiri hafi verið góðir. „Ég er svo metnaðarfullur að mér finnst að ég ætti að vera kominn með 100 mörk en ekki 64. Mig langar að enda tímabilið á meðal 25 markahæstu leikmanna deildarinnar,“ segir Bjarki Már. Lykillinn í velgengninni sé spilatíminn enda hafi það vegið þungt þegar skrifað var undir samninginn. Mikil samkeppni er um stöðu vinstri hornamanns í íslenska landsliðinu. Guðjón Valur Sigurðsson hefur staðið vaktina þar lengi og erfitt fyrir nokkurn að veita Seltirningnum eldfljóta samkeppni. „Ég er svo oft búinn að svekkja mig á því að vera ekki valinn að ég myndi líta á það sem bónus,“ segir Bjarki Már um möguleika sína á að komast í landsliðshópinn fyrir EM í Danmörku í janúar. „Ég hef tvisvar verið í æfingahópi fyrir stórmót en ekki farið með. Það er auðvelt að leggjast í eitthvað svekkelsi en nú lít ég bara á það sem bónus.“ Aðspurður um stöðu Eisenach sem situr í fallsæti segir Bjarki Már að menn megi ekki gleyma stærð félagsins. Liðið hafi verið síðasta liðið til að koma upp úr b-deildinni síðastliðið vor og skrýtið að það komi fólki á óvart að liðið sé í botnbaráttu. „Við erum nýliðar og leikmenn með ekki það há laun. Við erum nokkuð ánægðir með stigin sjö á þessum tímapunkti. Þau gætu verið aðeins fleiri en einnig aðeins færri. Við erum bara á ágætu róli í dag.“ EM 2014 karla Handbolti Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Sjá meira
Óhætt er að segja að Bjarki Már Elísson hafi slegið í gegn í þýsku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð. Hann fékk sig lausan frá HK í sumar og einsetti sér að halda í atvinnumennsku. Lítið virtist ganga í þeim efnum og fór svo að hann samdi við FH. „Ég gæti alveg eins hafa verið að spila í Hafnarfjarðarslagnum í síðustu viku,“ segir Bjarki sem tekur undir með blaðamanni að hlutirnir geti gerst hratt. Þannig hafi það svo sannarlega verið í þess tilfelli þegar síminn hringdi óvænt frá Aðalsteini Eyjólfssyni, þjálfara Eisenach. „Ég fékk símtal frá Alla á föstudegi og var kominn út á sunnudegi. Þetta var aðeins tíu dögum áður en ákvæði í samningi mínum um að mega yfirgefa FH átti að renna út,“ segir hornamaðurinn sem skoraði þrjú mörk í sínum fyrsta leik með liðinu. Nú eftir 16 leiki er hann markahæstur Íslendinga í sterkustu deild í heimi með 64 mörk eða 4 mörk að meðaltali í leik. „Það hefur gengið mjög vel að aðlagast. Ég fæ að spila helling og nýt mikils trausts,“ segir Fylkismaðurinn uppaldi. Hann viðurkennir að hafa átt lélega leiki inn á milli en fleiri hafi verið góðir. „Ég er svo metnaðarfullur að mér finnst að ég ætti að vera kominn með 100 mörk en ekki 64. Mig langar að enda tímabilið á meðal 25 markahæstu leikmanna deildarinnar,“ segir Bjarki Már. Lykillinn í velgengninni sé spilatíminn enda hafi það vegið þungt þegar skrifað var undir samninginn. Mikil samkeppni er um stöðu vinstri hornamanns í íslenska landsliðinu. Guðjón Valur Sigurðsson hefur staðið vaktina þar lengi og erfitt fyrir nokkurn að veita Seltirningnum eldfljóta samkeppni. „Ég er svo oft búinn að svekkja mig á því að vera ekki valinn að ég myndi líta á það sem bónus,“ segir Bjarki Már um möguleika sína á að komast í landsliðshópinn fyrir EM í Danmörku í janúar. „Ég hef tvisvar verið í æfingahópi fyrir stórmót en ekki farið með. Það er auðvelt að leggjast í eitthvað svekkelsi en nú lít ég bara á það sem bónus.“ Aðspurður um stöðu Eisenach sem situr í fallsæti segir Bjarki Már að menn megi ekki gleyma stærð félagsins. Liðið hafi verið síðasta liðið til að koma upp úr b-deildinni síðastliðið vor og skrýtið að það komi fólki á óvart að liðið sé í botnbaráttu. „Við erum nýliðar og leikmenn með ekki það há laun. Við erum nokkuð ánægðir með stigin sjö á þessum tímapunkti. Þau gætu verið aðeins fleiri en einnig aðeins færri. Við erum bara á ágætu róli í dag.“
EM 2014 karla Handbolti Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða