Til þess eru vítin að varast þau Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. desember 2013 07:00 Höfuðstöðvar Vodafone á Íslandi. Fréttablaðið/Stefán Gengi hlutabréfa Vodafone í Kauphöll Íslands hrapaði þegar viðskipti hófust með þau í byrjun vikunnar. Um helgina varð fyrirtækið fyrir alvarlegum gagnastuldi af vef þess. Mest lækkuðu bréfin um tæp 15 prósent laust fyrir hádegi á mánudag, en síðan rétti gengið að eins úr sér. Lækkun mánudagsins endaði í 12,10 prósentum. Áhrifin af klúðri helgarinnar voru þvi bæði mikil og greinileg, en nokkur ánægja hafði verið með síðasta uppgjör félagsins og því spáð ágætis gengi. Í gær virtist svo ákveðið jafnvægi komið á, þótt bréfin hafi aðeins lækkað í fyrstu viðskiptum. Í dagslok stóð gengið í stað. Í nýrri umfjöllun vírusvarnafyrirtækisins Trend Micro er farið yfir hve skaðlegur öryggisbrestur sem þessi er í raun og sann. Farsímar, net og önnur jaðartæki eru sagðir sérstakir áhættuþættir þegar kemur að árásum á einstök fyriræki. „Meira að segja leiðir rannsókn í ljós að viðleitni til að koma í veg fyrir að trúnaðargögnum verði stolið er meðal mikilvægustu verkefna sem samtök og stórfyrirtæki standa frammi fyrir,“ segir í fréttabréfi Trend Micro. „Fyrirtæki þurfa sem aldrei fyrr að standa vörð um höfuðdjásn sín, vegna þess að brotalöm í þeim efnum gæti haft alvarlegar afleiðingar.“ Talin eru nokkur sönn dæmi um afleiðingar sem það getur haft að vernda ekki gögn fyrirtækja tryggilega. Kostnaðarsamt sé að bregðast við og fást við afleiðingar innbrots. Þar er vísað til fjármuna og viðbúnaðar sem þörf sé við að greina hvernig árásin átti sér stað, hvaða gögnum var stolið og hvaða hliðartjón kunni að hafa orðið. Eins kemur fram að fyrirtæki gætu átt yfir höfði sér sektargreiðslur ef komi í ljós að þau hafi látið hjá líða að uppfylla öryggisstaðla sem geri þeim skylt að fylgja ákveðnum reglum. Síðan er óáþreifanlegur og óafturkræfur kostnaður. „Fjármunir sem eytt hefur verið í rannsóknir og þróun og í viðskiptaleyndarmál, þar sem þjófnaður gagna getur haft í för með sér skerta samkeppnisstöðu. Vodafone-innbrotið Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Gengi hlutabréfa Vodafone í Kauphöll Íslands hrapaði þegar viðskipti hófust með þau í byrjun vikunnar. Um helgina varð fyrirtækið fyrir alvarlegum gagnastuldi af vef þess. Mest lækkuðu bréfin um tæp 15 prósent laust fyrir hádegi á mánudag, en síðan rétti gengið að eins úr sér. Lækkun mánudagsins endaði í 12,10 prósentum. Áhrifin af klúðri helgarinnar voru þvi bæði mikil og greinileg, en nokkur ánægja hafði verið með síðasta uppgjör félagsins og því spáð ágætis gengi. Í gær virtist svo ákveðið jafnvægi komið á, þótt bréfin hafi aðeins lækkað í fyrstu viðskiptum. Í dagslok stóð gengið í stað. Í nýrri umfjöllun vírusvarnafyrirtækisins Trend Micro er farið yfir hve skaðlegur öryggisbrestur sem þessi er í raun og sann. Farsímar, net og önnur jaðartæki eru sagðir sérstakir áhættuþættir þegar kemur að árásum á einstök fyriræki. „Meira að segja leiðir rannsókn í ljós að viðleitni til að koma í veg fyrir að trúnaðargögnum verði stolið er meðal mikilvægustu verkefna sem samtök og stórfyrirtæki standa frammi fyrir,“ segir í fréttabréfi Trend Micro. „Fyrirtæki þurfa sem aldrei fyrr að standa vörð um höfuðdjásn sín, vegna þess að brotalöm í þeim efnum gæti haft alvarlegar afleiðingar.“ Talin eru nokkur sönn dæmi um afleiðingar sem það getur haft að vernda ekki gögn fyrirtækja tryggilega. Kostnaðarsamt sé að bregðast við og fást við afleiðingar innbrots. Þar er vísað til fjármuna og viðbúnaðar sem þörf sé við að greina hvernig árásin átti sér stað, hvaða gögnum var stolið og hvaða hliðartjón kunni að hafa orðið. Eins kemur fram að fyrirtæki gætu átt yfir höfði sér sektargreiðslur ef komi í ljós að þau hafi látið hjá líða að uppfylla öryggisstaðla sem geri þeim skylt að fylgja ákveðnum reglum. Síðan er óáþreifanlegur og óafturkræfur kostnaður. „Fjármunir sem eytt hefur verið í rannsóknir og þróun og í viðskiptaleyndarmál, þar sem þjófnaður gagna getur haft í för með sér skerta samkeppnisstöðu.
Vodafone-innbrotið Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira