Apple kaupir Topsy Labs Óli Kristján Ármannsson skrifar 4. desember 2013 07:00 Hér má sjá meðal annars sjá flýtihneppingu í Twitter-appið á skjá iPhone-farsíma frá Apple. Fréttablaðið/AP Eftir kaup á sprotafyrirtækinu Topsy Labs öðlast tölvu- og farsímarisinn Apple aukna innsýn í andrúmsloftið á samfélagsmiðlinum Twitter á hverjum tíma. Að sögn fréttaveitu AP rýnir Topsy í umræðuþræði á Twitter og greinir bæði viðfangsefni og einstaklinga sem áhrif hafa á almenningsálit. Sprotafyrirtækið starfrækir líka ókeypis leitarvél á netinu og segist eiga á skrá allar færslur (tvít) á Twitter allt frá árinu 2006. Nokkuð sem Twitter býður ekki einu sinni notendum sínum upp á. Kristin Huguet, talsmaður Apple, staðfesti kaupin í byrjun vikunnar, án þess að orðlengja um fyrirætlanir Apple með greiningartækjum Topsy. Þá hefur kaupverðið ekki verið gefið upp. „Apple kaupir stöku sinnum smærri tæknifyrirtæki og alla jafna ræðum við hvorki ástæður okkar fyrir því eða fyrirætlanir,“ sagði hún. Vitað er að Apple hefur árum saman reynt að auka auglýsingatekjur úr fartækjum. Meiri þekking á vinsælustu viðfangsefnum á Twitter gæti hjálpað til við auglýsingasölu í iPhone-síma og iPad-tölvur. Eins gætu kaupin einfaldlega verið gerð með það fyrir augum að útbúa leitarvirkni í iPhone sem ekki er til staðar hjá símum helstu keppinauta, sem nota Android-stýrikerfi Google. Google hefur ekki náð viðlíka höfundarréttarsamningum og Topsy sem gefa myndi leitarvél fyrirtækisins fljótvirkari og dýpri aðgang að gögnum Twitter. Mest lesið Greiði til nýlega einhleyprar konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Viðskipti erlent Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Fleiri fréttir Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Eftir kaup á sprotafyrirtækinu Topsy Labs öðlast tölvu- og farsímarisinn Apple aukna innsýn í andrúmsloftið á samfélagsmiðlinum Twitter á hverjum tíma. Að sögn fréttaveitu AP rýnir Topsy í umræðuþræði á Twitter og greinir bæði viðfangsefni og einstaklinga sem áhrif hafa á almenningsálit. Sprotafyrirtækið starfrækir líka ókeypis leitarvél á netinu og segist eiga á skrá allar færslur (tvít) á Twitter allt frá árinu 2006. Nokkuð sem Twitter býður ekki einu sinni notendum sínum upp á. Kristin Huguet, talsmaður Apple, staðfesti kaupin í byrjun vikunnar, án þess að orðlengja um fyrirætlanir Apple með greiningartækjum Topsy. Þá hefur kaupverðið ekki verið gefið upp. „Apple kaupir stöku sinnum smærri tæknifyrirtæki og alla jafna ræðum við hvorki ástæður okkar fyrir því eða fyrirætlanir,“ sagði hún. Vitað er að Apple hefur árum saman reynt að auka auglýsingatekjur úr fartækjum. Meiri þekking á vinsælustu viðfangsefnum á Twitter gæti hjálpað til við auglýsingasölu í iPhone-síma og iPad-tölvur. Eins gætu kaupin einfaldlega verið gerð með það fyrir augum að útbúa leitarvirkni í iPhone sem ekki er til staðar hjá símum helstu keppinauta, sem nota Android-stýrikerfi Google. Google hefur ekki náð viðlíka höfundarréttarsamningum og Topsy sem gefa myndi leitarvél fyrirtækisins fljótvirkari og dýpri aðgang að gögnum Twitter.
Mest lesið Greiði til nýlega einhleyprar konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Neytendur Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Atvinnulíf Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Viðskipti innlent Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Viðskipti innlent Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Viðskipti erlent Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Fleiri fréttir Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira