Spá óðaverðbólgu í Miðgarði Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2014 10:44 Drekinn Smeyginn ræðir hér við hobbitan Bilbo. Skjáskot Í nýjum Markaðspunktum Greiningardeildar Arion banka er miklu verðhruni gulls og demanta spáð í Miðgarði, ævintýraheiminum sem J. R. R. Tolkien skapaði. Nái dvergarnir að endurheimta fjársjóð drekans Smeygin. Starfsmenn deildarinnar eru meðal þeirra 58.000 íslendinga sem séð hafa aðra kvikmyndina í þríleiknum um hobbitan yfir jólin. „Þótt myndin hafi verið hin besta skemmtun og erfitt annað en að hrífast með föruneyti dverganna sem reyna að endurheimta heimkynni sín í fjallinu Sindarin Erebor verður þó ekki hjá því vikist að hagræn áhrif farar þeirra gætu orðið mikil og jafnvel neikvæð,“ segir í markaðspunktum. Drekinn Smeyginn lúrir nefnilega á verulegum fjársjóði, sem gæti umturnað mörgum efnahagsstærðum og eignaverði í hagkerfi Miðgarðs væri honum ráðstafað hratt. „Í Markaðspunktum dagsins fjallar greiningardeild um það hvernig hobbitar, dvergar, álfar og aðrir fjárfestar í Miðgarði geta brynjað sig fyrir áhrifum þessa. Þeir lesendur Markaðspunkta sem eru ekkert af ofangreindu geta þó vonandi haft bæði gagn og gaman af vangaveltunum.“ Margir hafa reiknað út hve stór Smeygins er í raun, en samkvæmt nýjasta mati tímaritsins Forbes, sem gefur út lista yfir 15 ríkustu skáldsagnapersónur veraldar, var andvirði fjársjóðsins 6.300 milljarðar króna. Sem samsvarar hátt í ferfaldri landsframleiðslu Íslands. Erfitt er fyrir Greiningardeildina að segja til um hve stór fjársjóðurinn sé í hlutfalli við hagkerfi Miðgarðs, en þó er ljóst að í hlutfalli við íbúafjölda er um verulegar upphæðir að tefla, einkum í gulli.Stærstur hluti fjársjóðs Smeygins er úr gulli og silfri.Skjáskot af Markaðspunktum„Það er því eðlilegt að álykta sem svo að ef fjársjóðurinn kæmist í umferð, þá væri það ígildi þess að peningamagn ykist mjög, enda eru mýmörg dæmi þess í mannkynssögunni að gullmynt hafi verið notuð til greiðslumiðlunar.“ „Þannig mætti í raun líta á Smeyginn sem eins konar íhaldssaman seðlabankastjóra (n.k. Paul Volcker Miðgarðs) sem hert hefði verulega á peningalegu aðhaldi með því að leggjast á gullið. Með því að drepa drekann og dreifa gullinu um byggðir heimsins væri verið að slaka aftur á aðhaldsstigi peningastefnunnar, með þeim áhrifum að umsvif í hagkerfinu ykjust í fyrstu en óðaverðbólga tæki síðan við.“ Greiningardeildin setur hinsvegar ákveðna fyrirvara við greininguna, því fátt er til marks um að gull sé notað til greiðslumiðlunar í Miðgarði. Silfur virðist vera aðalgjaldmiðillinn í viðskiptum íbúa. Samanber myntina Castar, sem notuð er í ríkinu Gondor. „Reyndar er skammarlega lítið fjallað um skipan peningamála í bókum Tolkiens, og því er erfitt að fullyrða um það með vissu hver aðalgjaldmiðill Miðgarðs er – greiningardeild er opin fyrir frekari ábendingum um efnið.“ Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Í nýjum Markaðspunktum Greiningardeildar Arion banka er miklu verðhruni gulls og demanta spáð í Miðgarði, ævintýraheiminum sem J. R. R. Tolkien skapaði. Nái dvergarnir að endurheimta fjársjóð drekans Smeygin. Starfsmenn deildarinnar eru meðal þeirra 58.000 íslendinga sem séð hafa aðra kvikmyndina í þríleiknum um hobbitan yfir jólin. „Þótt myndin hafi verið hin besta skemmtun og erfitt annað en að hrífast með föruneyti dverganna sem reyna að endurheimta heimkynni sín í fjallinu Sindarin Erebor verður þó ekki hjá því vikist að hagræn áhrif farar þeirra gætu orðið mikil og jafnvel neikvæð,“ segir í markaðspunktum. Drekinn Smeyginn lúrir nefnilega á verulegum fjársjóði, sem gæti umturnað mörgum efnahagsstærðum og eignaverði í hagkerfi Miðgarðs væri honum ráðstafað hratt. „Í Markaðspunktum dagsins fjallar greiningardeild um það hvernig hobbitar, dvergar, álfar og aðrir fjárfestar í Miðgarði geta brynjað sig fyrir áhrifum þessa. Þeir lesendur Markaðspunkta sem eru ekkert af ofangreindu geta þó vonandi haft bæði gagn og gaman af vangaveltunum.“ Margir hafa reiknað út hve stór Smeygins er í raun, en samkvæmt nýjasta mati tímaritsins Forbes, sem gefur út lista yfir 15 ríkustu skáldsagnapersónur veraldar, var andvirði fjársjóðsins 6.300 milljarðar króna. Sem samsvarar hátt í ferfaldri landsframleiðslu Íslands. Erfitt er fyrir Greiningardeildina að segja til um hve stór fjársjóðurinn sé í hlutfalli við hagkerfi Miðgarðs, en þó er ljóst að í hlutfalli við íbúafjölda er um verulegar upphæðir að tefla, einkum í gulli.Stærstur hluti fjársjóðs Smeygins er úr gulli og silfri.Skjáskot af Markaðspunktum„Það er því eðlilegt að álykta sem svo að ef fjársjóðurinn kæmist í umferð, þá væri það ígildi þess að peningamagn ykist mjög, enda eru mýmörg dæmi þess í mannkynssögunni að gullmynt hafi verið notuð til greiðslumiðlunar.“ „Þannig mætti í raun líta á Smeyginn sem eins konar íhaldssaman seðlabankastjóra (n.k. Paul Volcker Miðgarðs) sem hert hefði verulega á peningalegu aðhaldi með því að leggjast á gullið. Með því að drepa drekann og dreifa gullinu um byggðir heimsins væri verið að slaka aftur á aðhaldsstigi peningastefnunnar, með þeim áhrifum að umsvif í hagkerfinu ykjust í fyrstu en óðaverðbólga tæki síðan við.“ Greiningardeildin setur hinsvegar ákveðna fyrirvara við greininguna, því fátt er til marks um að gull sé notað til greiðslumiðlunar í Miðgarði. Silfur virðist vera aðalgjaldmiðillinn í viðskiptum íbúa. Samanber myntina Castar, sem notuð er í ríkinu Gondor. „Reyndar er skammarlega lítið fjallað um skipan peningamála í bókum Tolkiens, og því er erfitt að fullyrða um það með vissu hver aðalgjaldmiðill Miðgarðs er – greiningardeild er opin fyrir frekari ábendingum um efnið.“
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira