Spá óðaverðbólgu í Miðgarði Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2014 10:44 Drekinn Smeyginn ræðir hér við hobbitan Bilbo. Skjáskot Í nýjum Markaðspunktum Greiningardeildar Arion banka er miklu verðhruni gulls og demanta spáð í Miðgarði, ævintýraheiminum sem J. R. R. Tolkien skapaði. Nái dvergarnir að endurheimta fjársjóð drekans Smeygin. Starfsmenn deildarinnar eru meðal þeirra 58.000 íslendinga sem séð hafa aðra kvikmyndina í þríleiknum um hobbitan yfir jólin. „Þótt myndin hafi verið hin besta skemmtun og erfitt annað en að hrífast með föruneyti dverganna sem reyna að endurheimta heimkynni sín í fjallinu Sindarin Erebor verður þó ekki hjá því vikist að hagræn áhrif farar þeirra gætu orðið mikil og jafnvel neikvæð,“ segir í markaðspunktum. Drekinn Smeyginn lúrir nefnilega á verulegum fjársjóði, sem gæti umturnað mörgum efnahagsstærðum og eignaverði í hagkerfi Miðgarðs væri honum ráðstafað hratt. „Í Markaðspunktum dagsins fjallar greiningardeild um það hvernig hobbitar, dvergar, álfar og aðrir fjárfestar í Miðgarði geta brynjað sig fyrir áhrifum þessa. Þeir lesendur Markaðspunkta sem eru ekkert af ofangreindu geta þó vonandi haft bæði gagn og gaman af vangaveltunum.“ Margir hafa reiknað út hve stór Smeygins er í raun, en samkvæmt nýjasta mati tímaritsins Forbes, sem gefur út lista yfir 15 ríkustu skáldsagnapersónur veraldar, var andvirði fjársjóðsins 6.300 milljarðar króna. Sem samsvarar hátt í ferfaldri landsframleiðslu Íslands. Erfitt er fyrir Greiningardeildina að segja til um hve stór fjársjóðurinn sé í hlutfalli við hagkerfi Miðgarðs, en þó er ljóst að í hlutfalli við íbúafjölda er um verulegar upphæðir að tefla, einkum í gulli.Stærstur hluti fjársjóðs Smeygins er úr gulli og silfri.Skjáskot af Markaðspunktum„Það er því eðlilegt að álykta sem svo að ef fjársjóðurinn kæmist í umferð, þá væri það ígildi þess að peningamagn ykist mjög, enda eru mýmörg dæmi þess í mannkynssögunni að gullmynt hafi verið notuð til greiðslumiðlunar.“ „Þannig mætti í raun líta á Smeyginn sem eins konar íhaldssaman seðlabankastjóra (n.k. Paul Volcker Miðgarðs) sem hert hefði verulega á peningalegu aðhaldi með því að leggjast á gullið. Með því að drepa drekann og dreifa gullinu um byggðir heimsins væri verið að slaka aftur á aðhaldsstigi peningastefnunnar, með þeim áhrifum að umsvif í hagkerfinu ykjust í fyrstu en óðaverðbólga tæki síðan við.“ Greiningardeildin setur hinsvegar ákveðna fyrirvara við greininguna, því fátt er til marks um að gull sé notað til greiðslumiðlunar í Miðgarði. Silfur virðist vera aðalgjaldmiðillinn í viðskiptum íbúa. Samanber myntina Castar, sem notuð er í ríkinu Gondor. „Reyndar er skammarlega lítið fjallað um skipan peningamála í bókum Tolkiens, og því er erfitt að fullyrða um það með vissu hver aðalgjaldmiðill Miðgarðs er – greiningardeild er opin fyrir frekari ábendingum um efnið.“ Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Sjá meira
Í nýjum Markaðspunktum Greiningardeildar Arion banka er miklu verðhruni gulls og demanta spáð í Miðgarði, ævintýraheiminum sem J. R. R. Tolkien skapaði. Nái dvergarnir að endurheimta fjársjóð drekans Smeygin. Starfsmenn deildarinnar eru meðal þeirra 58.000 íslendinga sem séð hafa aðra kvikmyndina í þríleiknum um hobbitan yfir jólin. „Þótt myndin hafi verið hin besta skemmtun og erfitt annað en að hrífast með föruneyti dverganna sem reyna að endurheimta heimkynni sín í fjallinu Sindarin Erebor verður þó ekki hjá því vikist að hagræn áhrif farar þeirra gætu orðið mikil og jafnvel neikvæð,“ segir í markaðspunktum. Drekinn Smeyginn lúrir nefnilega á verulegum fjársjóði, sem gæti umturnað mörgum efnahagsstærðum og eignaverði í hagkerfi Miðgarðs væri honum ráðstafað hratt. „Í Markaðspunktum dagsins fjallar greiningardeild um það hvernig hobbitar, dvergar, álfar og aðrir fjárfestar í Miðgarði geta brynjað sig fyrir áhrifum þessa. Þeir lesendur Markaðspunkta sem eru ekkert af ofangreindu geta þó vonandi haft bæði gagn og gaman af vangaveltunum.“ Margir hafa reiknað út hve stór Smeygins er í raun, en samkvæmt nýjasta mati tímaritsins Forbes, sem gefur út lista yfir 15 ríkustu skáldsagnapersónur veraldar, var andvirði fjársjóðsins 6.300 milljarðar króna. Sem samsvarar hátt í ferfaldri landsframleiðslu Íslands. Erfitt er fyrir Greiningardeildina að segja til um hve stór fjársjóðurinn sé í hlutfalli við hagkerfi Miðgarðs, en þó er ljóst að í hlutfalli við íbúafjölda er um verulegar upphæðir að tefla, einkum í gulli.Stærstur hluti fjársjóðs Smeygins er úr gulli og silfri.Skjáskot af Markaðspunktum„Það er því eðlilegt að álykta sem svo að ef fjársjóðurinn kæmist í umferð, þá væri það ígildi þess að peningamagn ykist mjög, enda eru mýmörg dæmi þess í mannkynssögunni að gullmynt hafi verið notuð til greiðslumiðlunar.“ „Þannig mætti í raun líta á Smeyginn sem eins konar íhaldssaman seðlabankastjóra (n.k. Paul Volcker Miðgarðs) sem hert hefði verulega á peningalegu aðhaldi með því að leggjast á gullið. Með því að drepa drekann og dreifa gullinu um byggðir heimsins væri verið að slaka aftur á aðhaldsstigi peningastefnunnar, með þeim áhrifum að umsvif í hagkerfinu ykjust í fyrstu en óðaverðbólga tæki síðan við.“ Greiningardeildin setur hinsvegar ákveðna fyrirvara við greininguna, því fátt er til marks um að gull sé notað til greiðslumiðlunar í Miðgarði. Silfur virðist vera aðalgjaldmiðillinn í viðskiptum íbúa. Samanber myntina Castar, sem notuð er í ríkinu Gondor. „Reyndar er skammarlega lítið fjallað um skipan peningamála í bókum Tolkiens, og því er erfitt að fullyrða um það með vissu hver aðalgjaldmiðill Miðgarðs er – greiningardeild er opin fyrir frekari ábendingum um efnið.“
Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Sjá meira