Halldór Helgason verður ekki meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi en það var ljóst í kvöld þegar snjóbrettamaðurinn vinsæli komst ekki upp úr sínum riðli á móti í Stoneham í Kanada.
Halldór endaði aðeins í ellefta sæti í sínum riðli en tveir fyrstu komust beint í úrslit og þeir sem enduðu í 3. til 5. sæti komust í undanúrslit. Þetta var síðasti möguleiki Halldórs til að ná nauðsynlegum FIS-stigum til að komast inn á leikana.
Seinni ferðin var aðeins betri hjá Halldóri en hann fékk 39.66 stig fyrir hana. Halldór fékk 33,00 stig frá þremur dómurum fyrir fyrri ferðina.
Síðasti maður inn í undanúrslitin var 70.66 stig og Halldór var því langt frá því að komast áfram í næstu umferð.
Halldór hefði orðið fyrsti íslenski brettamaðurinn sem keppir á Vetrarólympíuleikunum en ekkert verður að því í minnsta kosti ekki á þessum leikum.
Það er hægt að sjá úrslitin úr riðli Halldórs með því að smella hér.
Halldór mætir aftur til leiks í næstu viku þegar hann keppir í tveimur greinum á X-Games í Aspen í Bandaríkjunum.
Ólympíudraumurinn dáinn - Halldór Helga situr eftir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn