Íslenski boltinn

Kári Ársælsson til liðs við Djúpmenn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brjánn Guðjónsson og Kári Ársælsson.
Brjánn Guðjónsson og Kári Ársælsson. mynd/bibol.is
BÍ/Bolungarvík og Kári Ársælsson hafa komist að samkomulagi um að sá síðarnefndi leiki með liðinu á komandi keppnistímabili. Kári skrifaði undir eins árs samning við félagið og mun leika sinn fyrsta leik núna á laugardaginn gegn Selfoss í fotbolti.net mótinu. Þetta kemur fram á heimasíðu Djúpmanna.

Kári er uppalinn hjá Breiðabliki en hefur einnig leikið með Stjörnunni og ÍA. Hann á að baki 164 leiki með meistaraflokki og skorað 9 mörk á sínum ferli í deild og bikar. Hann kemur til liðsins frá Skagamönnum.

Kári var fyrirliði Breiðabliks þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2010. Síðustu tvö tímabil  hefur hann leikið með ÍA í Pepsi-deildinni en liðið féll niður í 1. deild síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×