Frábær varnarleikur Denver Broncos sá til þess að liðið lenti ekki í teljandi vandræðum með San Diego Chargers í lokaleik helgarinnar í NFL-deildinni.
Denver vann sjö stiga sigur, 24-17, en hélt San Diego stigalausu þar til í fjórða leikhluta. Philip Rivers, leikstjórnandi San Diego, komst þá loksins í gang en það var of seint.
Peyton Manning byrjaði vel í kvöld og gaf tóninn snemma með tveimur sendingum sem gáfu snertimörk. Demaryius Thomas og Wes Welker tóku við þeim.
Leikurinn var í raun aldrei spennandi en vörn Broncos fór á kostum í leiknum. Rivers kláraði aðeins fimm sendingar í öllum fyrri hálfleiknum og kastaði aðeins 20 jarda.
Denver er nú komið í úrslitaleik AFC-deildarinnar og mætir þar Tom Brady og félögum í New England Patriots. Sigurvegarinn í leiknum kemst svo áfram í Super Bowl sem fer fram í New York í byrjun næsta mánaðar.
Manning og Brady hafa háð margar rimmur í gegnum tíðina og verða þeir enn og aftur í eldlínunni um næstu helgi.
Seattle Seahawks og San Francisco 49ers eigast svo við í úrslitaleik NFC-deildarinnar, einnig á sunnudag. Báðir leikir verða sýndir á Stöð 2 Sport.
Öruggt hjá Manning og félögum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn

„Ég tek þetta bara á mig“
Íslenski boltinn