Lögreglan í New York handtók tvo menn fyrir að selja falsaða miða á Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar. Þeir eiga yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsi verði þeir fundnir sekir.
Upp komst um þá Damon Daniels, 43 ára og Eugene Fladger, 32 ára, þegar þeir reyndu að selja óeinkennisklæddum lögreglumönnum 34 falsaða miða á leikinn.
Um hágæðafalsanir er að ræða og óttast forráðamenn NFL-deildarinnar að mikið af fölsuðum miðum séu í umferð eftir víðtæka sölu þeirra á internetinu.
„Þeir einstaklingar sem keyptu miða á netinu gætu orðið fyrir miklum vonbrigðum á leikdag,“ sagði saksóknari í New York við fjölmiðla ytra.
Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland.
Hágæðafölsun á Super Bowl miðum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti




Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn




Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti
