Íslandsmetin féllu hvert á fætur öðru 25. janúar 2014 15:48 Keppni í lyftingum á Reykjavíkurleikunum lauk rétt í þessu. Hvorki meira né minna en níu Íslandsmet voru slegin í keppninni, þar af átta í kvennaflokki. Sigurvegarar mótsins voru þau Þuríður Erla Helgadóttir, Ármanni, og Gísli Kristjánsson, Lyftingafélagi Reykjavíkur en þau voru stigahæst í keppninni óháð þyngdarflokki. Þuríður Erla setti Íslandsmet í -63 kg flokki þegar hún jafnhattaði 93 kg. Annie Mist Þórisdóttir setti tvö met í -69 kg flokki. Annarsvegar í jafnhöttun þar sem hún lyfti 95 kg og sló 2 ára gamalt eigið met og hinsvegar í samanlögðu sem var 170 kg en gamla metið var 164 kg. Katrín Tanja Davíðsdóttir setti einnig met í -69 kg flokki en það var í snörun þegar hún lyfti 78 kg. Gamla metið átti hún sjálf sem var 76 kg. Hin stórefnilega lyftingakona, Lilja Lind Helgadóttir sem er aðeins 17 ára gömul og keppir í +75 kg flokki, gerði sér lítið fyrir og setti fjögur Íslandsmet á mótinu. Lilja Lind bætti Íslandsmetið í snörun um 10 kg þegar hún lyfti 80 kg. Síðan tvíbætti hún Íslandsmetið í jafnhöttun fyrst 93 kg og svo 96 kg en gamla metið var 90 kg. Samanlagt lyfti hún því 176 kg sem er 16 kg bæting á Íslandsmetinu í samanlögðu.Björgvin Karl Guðmundsson var eini karlinn sem setti Íslandsmet á mótinu en hann lyfti 112 kg í snörun sem var 1 kg bæting á hans eigin meti í -85 kg flokki. Þá má geta þess að Gísli Kristjánsson sem verður 50 ára í sumar hefði sett heimsmet í dag ef hann hefði verið að keppa á heimsmeistaramóti öldunga (masters). Aðeins er þó hægt að fá slíkt met skráð á heimsmeistaramótinu sjálfu.Verðlaunahafar í kvennaflokki – stigakeppni óháð þyngdarflokki 1. Þuríður Erla Helgadóttir, Ármann 2. Björk Óðinsdóttir, Lyftingafélagi Reykjavíkur 3. Anna Hulda Ólafsdóttir, Lyftingafélagi ReykjavíkurVerðlaunahafar í karlaflokki – stigakeppni óháð þyngdarflokki 1. Gísli Kristjánsson, Lyftingafélagi Reykjavíkur 2. Kristian Helleren, Noregi 3. Andri Gunnarsson, Lyftingafélagi Garðabæjar Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Sjá meira
Keppni í lyftingum á Reykjavíkurleikunum lauk rétt í þessu. Hvorki meira né minna en níu Íslandsmet voru slegin í keppninni, þar af átta í kvennaflokki. Sigurvegarar mótsins voru þau Þuríður Erla Helgadóttir, Ármanni, og Gísli Kristjánsson, Lyftingafélagi Reykjavíkur en þau voru stigahæst í keppninni óháð þyngdarflokki. Þuríður Erla setti Íslandsmet í -63 kg flokki þegar hún jafnhattaði 93 kg. Annie Mist Þórisdóttir setti tvö met í -69 kg flokki. Annarsvegar í jafnhöttun þar sem hún lyfti 95 kg og sló 2 ára gamalt eigið met og hinsvegar í samanlögðu sem var 170 kg en gamla metið var 164 kg. Katrín Tanja Davíðsdóttir setti einnig met í -69 kg flokki en það var í snörun þegar hún lyfti 78 kg. Gamla metið átti hún sjálf sem var 76 kg. Hin stórefnilega lyftingakona, Lilja Lind Helgadóttir sem er aðeins 17 ára gömul og keppir í +75 kg flokki, gerði sér lítið fyrir og setti fjögur Íslandsmet á mótinu. Lilja Lind bætti Íslandsmetið í snörun um 10 kg þegar hún lyfti 80 kg. Síðan tvíbætti hún Íslandsmetið í jafnhöttun fyrst 93 kg og svo 96 kg en gamla metið var 90 kg. Samanlagt lyfti hún því 176 kg sem er 16 kg bæting á Íslandsmetinu í samanlögðu.Björgvin Karl Guðmundsson var eini karlinn sem setti Íslandsmet á mótinu en hann lyfti 112 kg í snörun sem var 1 kg bæting á hans eigin meti í -85 kg flokki. Þá má geta þess að Gísli Kristjánsson sem verður 50 ára í sumar hefði sett heimsmet í dag ef hann hefði verið að keppa á heimsmeistaramóti öldunga (masters). Aðeins er þó hægt að fá slíkt met skráð á heimsmeistaramótinu sjálfu.Verðlaunahafar í kvennaflokki – stigakeppni óháð þyngdarflokki 1. Þuríður Erla Helgadóttir, Ármann 2. Björk Óðinsdóttir, Lyftingafélagi Reykjavíkur 3. Anna Hulda Ólafsdóttir, Lyftingafélagi ReykjavíkurVerðlaunahafar í karlaflokki – stigakeppni óháð þyngdarflokki 1. Gísli Kristjánsson, Lyftingafélagi Reykjavíkur 2. Kristian Helleren, Noregi 3. Andri Gunnarsson, Lyftingafélagi Garðabæjar
Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Sjá meira