Vill að ráðherrar sniðgangi vetrarólympíuleikana Höskuldur Kári Schram skrifar 23. janúar 2014 15:17 Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar telur rétt að íslenskir ráðamenn sniðgangi vetrarólympíuleikana í Sochi í Rússlandi í næsta mánuði til að mótmæla mannréttindabrotum þar í landi. Tveir ráðherra hafa boðað komu sína á leikana, Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Sigríður tók málið upp á Alþingi í dag og spurði Illugi hvort hann ætli að koma á framfæri mótmælum við rússneska ráðamenn. „Samtökin 78 á Íslandi hafa kallað eftir mótmælum íslenskra stjórnvalda og að þau beiti rússnesk stjórnvöld þrýstingi. Ef ráðherra ætlar á annað borð á ólympíuleikana ber honum skylda til að mínu mati að koma á framfæri alvarlegum mótmælum við mannréttindabrotum sem nú tíðkast í Rússlandi,“ sagðir Sigríður. Illugi Gunnarsson tók undir áhyggjur Sigríðar af stöðu mannréttindamála í Rússlandi og sagðist ætla að koma á framfæri mótmælum fái hann til þess tækifæri. Hann sagði hins vegar varhugavert að tengja ólympíuleikana við stjórnmál. „Ég mun að sjálfsögðu, fái ég til þess tækifæri, koma sjónarmiðum mínum á framfæri hvað varðar það sem háttvirtur þingmaður nefndi hér og spurði um, hvort ég mundi lýsa afstöðu minni til þeirra mannréttindabrota sem sannarlega eru stunduð þarna. Afstaða mín mun koma fram fái ég til þess tækifæri. Ég er ekki alveg klár á því hvort slíkt tækifæri mun gefast en verði svo mun ég reyna að gera það,“ sagði Illugi. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður Samfylkingarinnar telur rétt að íslenskir ráðamenn sniðgangi vetrarólympíuleikana í Sochi í Rússlandi í næsta mánuði til að mótmæla mannréttindabrotum þar í landi. Tveir ráðherra hafa boðað komu sína á leikana, Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Sigríður tók málið upp á Alþingi í dag og spurði Illugi hvort hann ætli að koma á framfæri mótmælum við rússneska ráðamenn. „Samtökin 78 á Íslandi hafa kallað eftir mótmælum íslenskra stjórnvalda og að þau beiti rússnesk stjórnvöld þrýstingi. Ef ráðherra ætlar á annað borð á ólympíuleikana ber honum skylda til að mínu mati að koma á framfæri alvarlegum mótmælum við mannréttindabrotum sem nú tíðkast í Rússlandi,“ sagðir Sigríður. Illugi Gunnarsson tók undir áhyggjur Sigríðar af stöðu mannréttindamála í Rússlandi og sagðist ætla að koma á framfæri mótmælum fái hann til þess tækifæri. Hann sagði hins vegar varhugavert að tengja ólympíuleikana við stjórnmál. „Ég mun að sjálfsögðu, fái ég til þess tækifæri, koma sjónarmiðum mínum á framfæri hvað varðar það sem háttvirtur þingmaður nefndi hér og spurði um, hvort ég mundi lýsa afstöðu minni til þeirra mannréttindabrota sem sannarlega eru stunduð þarna. Afstaða mín mun koma fram fái ég til þess tækifæri. Ég er ekki alveg klár á því hvort slíkt tækifæri mun gefast en verði svo mun ég reyna að gera það,“ sagði Illugi.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira