Xi Jinping, forseti Kína, verður viðstaddur opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna í Sochi í Rússlandi þann 7. febrúar. Reuters greinir frá.
Samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Kínverja verður Xi í Rússlandi sjötta til áttunda febrúar. Staðfestingin á mætingu þykir sterk stuðningsyfirlýsing til Vladimir Putín, forseta Rússlands, í ljósi þess að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og Joachim Gauck, forseti Þýskalands, hafa boðað forföll.
Putin og félagar í Rússlandi hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir ný lög sem takmarka réttindi samkynhneigðra í landinu. Fjölmargir hafa lýst yfir skoðun sinni á lögunum og látið ýmislegt flakka. Líkti grínistinn Stephen Fry forseta Rússlands meðal annars við Adolf Hitlereins og lesa má um hér.
Þetta verður í fyrsta skipti sem forseti Kína verður viðstaddur íþróttaviðburð af stærðargráðu sem þessari utan heimalandsins. Segir í tilkynningunni með mætingu sinni vilji Ki staðfesta þau traustu bönd sem séu á milli Kína og Rússlands.
Vetrarólympíuleikarnir í Sochi eru þeir 22. í röðinni. Þeir munu standa yfir frá 7.-23. febrúar og verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hér á Vísi.
Putin fær kærkomnar fréttir frá Kína er styttist í Ólympíuleikana
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn