Seattle mætir Denver í Ofurskálinni | Myndband Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2014 08:03 Pete Carroll þjálfari var hinn hressasti eftir sigurinn í nótt. Mynd/Heimasíða Seahawks Sterkasta varnarlið NFL-deildarinnar, Seattle Seahawks, tryggði sér í nótt sæti í leiknum um Ofurskálina (e. Superbowl) eftir 23-17 sigur á erkifjendunum í San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Leikurinn í Seattle var æsispennandi frá upphafi til enda en þar fóru liðin tvö sem eru af flestum talin sterkustu varnarlið deildarinnar. Russell Wilson, leikstjórnandi heimamanna, virkaði stressaður framan af leik en átti eftir að blása á gagnrýnisraddir eins og svo oft áður. Gestirnir komust í 3-0 í fyrsta leikhluta og Seattle komst ekki á blað fyrr en í öðrum leikhluta. Áfram hélt spennan en tvenn mistök Colin Kaepernick, leikstjórnanda 49ers, komu Sjóhaukunum í góða stöðu í lokafjórðungnum. Úrslitin réðust þó ekki fyrr en á lokasekúndunum þegar sending Kaepernick, þegar 49ers voru komnir í námunda við snertimark, hafnaði í röngum höndum. Háværir heimamenn fögnuðu því að vera komnir í Ofurskálina í annað skiptið á átta árum. Seattle mætir Peyton Manning og félögum í Denver Broncos. Manning fór á kostum í sigri á Tom Brady og félögum í New England Patriots fyrr í gær. Úrslitaleikurinn fer fram í New Jersey þann 2. febrúar og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport líkt og leikirnir í nótt.Allt það helsta úr leiknum í nótt má sjá hér.Tweets about '#nflisland' NFL Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Lausanne - Breiðablik | Blika stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
Sterkasta varnarlið NFL-deildarinnar, Seattle Seahawks, tryggði sér í nótt sæti í leiknum um Ofurskálina (e. Superbowl) eftir 23-17 sigur á erkifjendunum í San Francisco 49ers í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar. Leikurinn í Seattle var æsispennandi frá upphafi til enda en þar fóru liðin tvö sem eru af flestum talin sterkustu varnarlið deildarinnar. Russell Wilson, leikstjórnandi heimamanna, virkaði stressaður framan af leik en átti eftir að blása á gagnrýnisraddir eins og svo oft áður. Gestirnir komust í 3-0 í fyrsta leikhluta og Seattle komst ekki á blað fyrr en í öðrum leikhluta. Áfram hélt spennan en tvenn mistök Colin Kaepernick, leikstjórnanda 49ers, komu Sjóhaukunum í góða stöðu í lokafjórðungnum. Úrslitin réðust þó ekki fyrr en á lokasekúndunum þegar sending Kaepernick, þegar 49ers voru komnir í námunda við snertimark, hafnaði í röngum höndum. Háværir heimamenn fögnuðu því að vera komnir í Ofurskálina í annað skiptið á átta árum. Seattle mætir Peyton Manning og félögum í Denver Broncos. Manning fór á kostum í sigri á Tom Brady og félögum í New England Patriots fyrr í gær. Úrslitaleikurinn fer fram í New Jersey þann 2. febrúar og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport líkt og leikirnir í nótt.Allt það helsta úr leiknum í nótt má sjá hér.Tweets about '#nflisland'
NFL Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Lausanne - Breiðablik | Blika stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira