„Ekki láta neinn stoppa þig“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2014 22:00 Það kemur í hlut hins 28 ára Bandaríkjamanns Bruno Mars að skemmta lýðnum á sunnudagskvöldið þegar stærsti íþróttaviðburður ársins í Bandaríkjunum fer fram. Denver Broncos og Seattle Seahawks mætast í Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, í New Jersey í leik sem beðið er með mikilli eftirvæntingu. Ekki aðeins er það leikurinn sjálfur sem fólk bíður eftir heldur einnig skemmtiatriðin í hálfleik þar sem Mars mun fara fremstur í flokki. „Ekki leyfa neinum að stöðva þig,“ sagði Mars á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins. Var hann spurður hvaða ráð hann gæti gefið ungu fólki sem vildi koma sér á framfæri og slá í gegn. Sjálfur er Mars fæddur og uppalinn á Hawaii. „Ég lenti í því þegar ég var að byrja að fólk einblíndi á hvaðan ég væri. Það skiptir víst öllu máli í tónlistarheiminum.“ Mars segir að öllu skipti að leggja hart að sér við áhugamálið og þá liggi leiðin bara upp á við. Viðtalið við Mars má sjá í heild sinni hér að ofan. Mars mun skemmta í hálfleik líkt og rokksveitin Red Hot Chili Peppers. Sveitirnar munu feta í fótspor ekki ómerkari banda en Paul Simon, Rolling Stones, U2, Prince og Paul McCartney svo fáeinir tónlistarmenn og hljómsveitir séu nefndar.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland. NFL Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira
Það kemur í hlut hins 28 ára Bandaríkjamanns Bruno Mars að skemmta lýðnum á sunnudagskvöldið þegar stærsti íþróttaviðburður ársins í Bandaríkjunum fer fram. Denver Broncos og Seattle Seahawks mætast í Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, í New Jersey í leik sem beðið er með mikilli eftirvæntingu. Ekki aðeins er það leikurinn sjálfur sem fólk bíður eftir heldur einnig skemmtiatriðin í hálfleik þar sem Mars mun fara fremstur í flokki. „Ekki leyfa neinum að stöðva þig,“ sagði Mars á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins. Var hann spurður hvaða ráð hann gæti gefið ungu fólki sem vildi koma sér á framfæri og slá í gegn. Sjálfur er Mars fæddur og uppalinn á Hawaii. „Ég lenti í því þegar ég var að byrja að fólk einblíndi á hvaðan ég væri. Það skiptir víst öllu máli í tónlistarheiminum.“ Mars segir að öllu skipti að leggja hart að sér við áhugamálið og þá liggi leiðin bara upp á við. Viðtalið við Mars má sjá í heild sinni hér að ofan. Mars mun skemmta í hálfleik líkt og rokksveitin Red Hot Chili Peppers. Sveitirnar munu feta í fótspor ekki ómerkari banda en Paul Simon, Rolling Stones, U2, Prince og Paul McCartney svo fáeinir tónlistarmenn og hljómsveitir séu nefndar.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland.
NFL Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Tap gegn toppliðinu í síðasta heimaleiknum Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira