Eli hélt að Peyton Manning væri búinn eftir fyrstu aðgerðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2014 22:30 Eli Manning og Peyton Manning hafa báðir unnið titilinn. Vísir/NordicPhotos/Getty Eli Manning, bróðir Peyton Manning og leikstjórnandi New York Giants í NFL-deildinni, var búinn að afskrifa það að eldri bróðir sinn gæti komið til baka í boltann eftir að hafa farið í gegnum fyrstu hálsaðgerðina. Peyton Manning hefur slegið mörg met á þessu tímabili og er kominn með lið sitt Denver Broncos alla leið í Super Bowl sem fer fram í New York á sunnudagskvöldið. Peyton Manning fór í fyrstu aðgerðina í maí 2011 til að laga skemmda taug sem var að draga úr krafti í kasthendinni hans. „Þegar ég hitti hann eftir fyrstu aðgerðina þá var ég nokkuð sannfærður um að hann væri búinn. Ég sá enga leið fyrir hann að koma til baka og spila aftur. Við fórum saman og köstuðum á milli út í garði og köstin hans voru kraftlaus," sagði Eli Manning við NFL Network. Peyton Manning fór alls í þrjár hálsaðgerðir á 19 mánaða tímabili, spilaði ekkert 2011-tímabilið og var í vandræðum á undirbúningstímabilinu fyrir 2012-tímabilið. Eli Manning sagðist jafnframt horft áhyggjufullur á þegar Peyton Manning var að byrja að spila aftur enda var hann ekki alltof sannfærandi á umræddu undirbúningstímabili. Þegar á reyndi þá var Peyton Manning gamli Peyton Manning sem er án efa einn allra besti leikstjórnandi í sögunni. Tímabilið í fyrra var gott hjá honum en tímabilið í ár er búið að vera stórkostlegt. Peyton Manning setti met í bæði sendingum fyrir snertimark (55) sem og í sendingajördum (5477) og þau met voru í eigu sitthvors aðilans. Eli Manning er nú á því að bróður sinn, sem átti að vera búinn eftir allar þessar aðgerðir, sé nú betri en nokkru sinni fyrr.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland.Vísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/Getty NFL Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Eli Manning, bróðir Peyton Manning og leikstjórnandi New York Giants í NFL-deildinni, var búinn að afskrifa það að eldri bróðir sinn gæti komið til baka í boltann eftir að hafa farið í gegnum fyrstu hálsaðgerðina. Peyton Manning hefur slegið mörg met á þessu tímabili og er kominn með lið sitt Denver Broncos alla leið í Super Bowl sem fer fram í New York á sunnudagskvöldið. Peyton Manning fór í fyrstu aðgerðina í maí 2011 til að laga skemmda taug sem var að draga úr krafti í kasthendinni hans. „Þegar ég hitti hann eftir fyrstu aðgerðina þá var ég nokkuð sannfærður um að hann væri búinn. Ég sá enga leið fyrir hann að koma til baka og spila aftur. Við fórum saman og köstuðum á milli út í garði og köstin hans voru kraftlaus," sagði Eli Manning við NFL Network. Peyton Manning fór alls í þrjár hálsaðgerðir á 19 mánaða tímabili, spilaði ekkert 2011-tímabilið og var í vandræðum á undirbúningstímabilinu fyrir 2012-tímabilið. Eli Manning sagðist jafnframt horft áhyggjufullur á þegar Peyton Manning var að byrja að spila aftur enda var hann ekki alltof sannfærandi á umræddu undirbúningstímabili. Þegar á reyndi þá var Peyton Manning gamli Peyton Manning sem er án efa einn allra besti leikstjórnandi í sögunni. Tímabilið í fyrra var gott hjá honum en tímabilið í ár er búið að vera stórkostlegt. Peyton Manning setti met í bæði sendingum fyrir snertimark (55) sem og í sendingajördum (5477) og þau met voru í eigu sitthvors aðilans. Eli Manning er nú á því að bróður sinn, sem átti að vera búinn eftir allar þessar aðgerðir, sé nú betri en nokkru sinni fyrr.Super Bowl verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á sunnudagskvöld. Upphitun hefst klukkan 22.00 en leikurinn sjálfur klukkan 23.25. Andri Ólafsson stýrir umræðum á meðan leiknum stendur og áhorfendur eru hvattir til að taka þátt á Twitter með merkinu #NFLisland.Vísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/GettyVísir/NordicPhotos/Getty
NFL Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Sjá meira