Stétt skógarhöggsmanna fer stækkandi á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 4. febrúar 2014 17:00 Vaxandi skógariðnaður á Íslandi gefur færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins, að mati skógræktarmanna. Plankar, pizzagerð og járnblendiðnaður, allt tengist þetta skógræktinni á Hallormsstað. Höfuðslóðir íslenskrar skógræktar á Fljótsdalshéraði eru heimsóttar í þættinum „Um land allt“ sem var á dagskrá á Stöð 2 þriðjudagskvöldið 4. febrúar. Þar má sjá dæmi um afkastamikla trjáfellingarvél sem er einn af þeim vísum sem komnir er að skógariðnaði á Fljótsdalshéraði. Stétt atvinnuskógarhöggsmanna er orðin til á Íslandi sem starfa við grisja vaxandi skóga. Þorsteinn Þórarinsson, skógarhöggsmaður hjá Skógrækt ríksins, sýnir dæmi um hvernig grisjunarviður nýtist meðal annars sem arinviður fyrir pizzaveitingahús til að gefa pizzum gómsætan keim.Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Efniviðurinn úr fyrstu grisjun selst einnig sem iðnviður til járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, sem vill kaupa allt sem til fellur, eins og fram kemur í viðtali við Þór Þorfinnsson, skógarvörð á Hallormsstað. Viðurinn er úr annarri grisjun er orðinn að nægilega gildum trjábolum til að sagast niður í borðplanka. Slík sögunarmylla er á Hallormsstað og því er spáð að einstaka skógarbændur muni í framtíðinni koma sér upp slíkum tækjum til að selja timbur beint frá býli. Ekki eru margir áratugir frá því almenn vantrú ríkti gagnvart skógrækt hérlendis. Þau viðhorf hafa nú breyst enda hefur verið sýnt fram á það að margar trjátegundir vaxa ekki síður á Íslandi en á sömu breiddargráðum á Norðurlöndunum þar sem skógariðnaður er stundaður.Þröstur Eysteinsson skógfræðingur, sviðsstjóri þjóðskóganna.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Þröstur Eysteinsson, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins og sviðsstjóri þjóðskóganna, segir að Íslendingar flytji inn nær allar skógarafurðir sem þeir nota, fyrir sennilega á þriðja tug milljarða króna á hverju ári. Tækifæri séu til verulegs gjaldeyrissparnaðar á þessu sviði með vaxandi skógum á næstu áratugum með því efla skógrækt og skógariðnað hérlendis. Fljótsdalshérað Skógrækt og landgræðsla Um land allt Tengdar fréttir Smíða gítar úr íslenskum viði Kassagítar úr íslensku birki er meðal gripa sem hjón á sveitabæ við Egilsstaði smíða en þau hafa haft lifibrauð af skógum Fljótsdalshéraðs í meira en fjörutíu ár. 3. febrúar 2014 19:07 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Sjá meira
Vaxandi skógariðnaður á Íslandi gefur færi á milljarða gjaldeyrissparnaði þjóðarbúsins, að mati skógræktarmanna. Plankar, pizzagerð og járnblendiðnaður, allt tengist þetta skógræktinni á Hallormsstað. Höfuðslóðir íslenskrar skógræktar á Fljótsdalshéraði eru heimsóttar í þættinum „Um land allt“ sem var á dagskrá á Stöð 2 þriðjudagskvöldið 4. febrúar. Þar má sjá dæmi um afkastamikla trjáfellingarvél sem er einn af þeim vísum sem komnir er að skógariðnaði á Fljótsdalshéraði. Stétt atvinnuskógarhöggsmanna er orðin til á Íslandi sem starfa við grisja vaxandi skóga. Þorsteinn Þórarinsson, skógarhöggsmaður hjá Skógrækt ríksins, sýnir dæmi um hvernig grisjunarviður nýtist meðal annars sem arinviður fyrir pizzaveitingahús til að gefa pizzum gómsætan keim.Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Efniviðurinn úr fyrstu grisjun selst einnig sem iðnviður til járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, sem vill kaupa allt sem til fellur, eins og fram kemur í viðtali við Þór Þorfinnsson, skógarvörð á Hallormsstað. Viðurinn er úr annarri grisjun er orðinn að nægilega gildum trjábolum til að sagast niður í borðplanka. Slík sögunarmylla er á Hallormsstað og því er spáð að einstaka skógarbændur muni í framtíðinni koma sér upp slíkum tækjum til að selja timbur beint frá býli. Ekki eru margir áratugir frá því almenn vantrú ríkti gagnvart skógrækt hérlendis. Þau viðhorf hafa nú breyst enda hefur verið sýnt fram á það að margar trjátegundir vaxa ekki síður á Íslandi en á sömu breiddargráðum á Norðurlöndunum þar sem skógariðnaður er stundaður.Þröstur Eysteinsson skógfræðingur, sviðsstjóri þjóðskóganna.Stöð 2/Baldur Hrafnkell.Þröstur Eysteinsson, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins og sviðsstjóri þjóðskóganna, segir að Íslendingar flytji inn nær allar skógarafurðir sem þeir nota, fyrir sennilega á þriðja tug milljarða króna á hverju ári. Tækifæri séu til verulegs gjaldeyrissparnaðar á þessu sviði með vaxandi skógum á næstu áratugum með því efla skógrækt og skógariðnað hérlendis.
Fljótsdalshérað Skógrækt og landgræðsla Um land allt Tengdar fréttir Smíða gítar úr íslenskum viði Kassagítar úr íslensku birki er meðal gripa sem hjón á sveitabæ við Egilsstaði smíða en þau hafa haft lifibrauð af skógum Fljótsdalshéraðs í meira en fjörutíu ár. 3. febrúar 2014 19:07 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Sjá meira
Smíða gítar úr íslenskum viði Kassagítar úr íslensku birki er meðal gripa sem hjón á sveitabæ við Egilsstaði smíða en þau hafa haft lifibrauð af skógum Fljótsdalshéraðs í meira en fjörutíu ár. 3. febrúar 2014 19:07