Þróa hljóðfráa einkaþotu með risaskjái í stað glugga Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. febrúar 2014 13:42 S-512-þotan rúmar átján farþega og mun ná um 2.200 kílómetra hraða á klukkustund. mynd/spike aerospace Fyrirtækið Spike Aerospace vinnur nú hörðum höndum að þróun hljóðfráu einkaþotunnar S-512 sem stefnt er á að setja á markað í árslok 2018. Vélin er þó frábrugðin öðrum farþegavélum að því leyti að á henni verða engir gluggar. Munu risastórir skjáir koma í stað glugganna og sýna farþegum það sem gerist fyrir utan vélina í beinni útsendingu, og að sjálfsögðu í háskerpu, en ytri byrði vélarinnar verður þakið myndavélum. Verður útsýnið því óslitið á báðum innri hliðum vélarinnar. Þetta fyrirkomulag er sagt auka flugöryggi þar sem vélin geti verið sterkbyggðari ef ekki þarf að gera ráð fyrir gluggum á hliðum hennar. Það er til dæmis ástæða þess að sjaldan eru gluggar á herflugvélum. Margir lýstu þó áhyggjum sínum af gluggaleysinu, að sögn talsmanns Spike Aerospace, og töldu að það gæti orsakað innilokunarkennd. Skjáirnir eru hugsaðir sem lausn á þeim vanda.Útsýnið verður óslitið á báðum innri hliðum vélarinnar.mynd/spike aerospace Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fyrirtækið Spike Aerospace vinnur nú hörðum höndum að þróun hljóðfráu einkaþotunnar S-512 sem stefnt er á að setja á markað í árslok 2018. Vélin er þó frábrugðin öðrum farþegavélum að því leyti að á henni verða engir gluggar. Munu risastórir skjáir koma í stað glugganna og sýna farþegum það sem gerist fyrir utan vélina í beinni útsendingu, og að sjálfsögðu í háskerpu, en ytri byrði vélarinnar verður þakið myndavélum. Verður útsýnið því óslitið á báðum innri hliðum vélarinnar. Þetta fyrirkomulag er sagt auka flugöryggi þar sem vélin geti verið sterkbyggðari ef ekki þarf að gera ráð fyrir gluggum á hliðum hennar. Það er til dæmis ástæða þess að sjaldan eru gluggar á herflugvélum. Margir lýstu þó áhyggjum sínum af gluggaleysinu, að sögn talsmanns Spike Aerospace, og töldu að það gæti orsakað innilokunarkennd. Skjáirnir eru hugsaðir sem lausn á þeim vanda.Útsýnið verður óslitið á báðum innri hliðum vélarinnar.mynd/spike aerospace
Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira