Incognito hefur þó beðið Jonathan Martin afsökunar fyrir hans þátt í eineltismálinu sem vakti gríðarlega athygli vestanhafs.
Þeir voru liðsfélagar hjá Miami Dolphins en eftir að Martin yfirgaf herbúðir liðsins í október sakaði hann Incognito um að hafa farið fyrir grófu einelti í hans garð.
Incognito, sem er þrítugur, bað Martin afsökunar á Twitter-síðu sinni í dag og gerði slíkt hið sama við Stephen Ross, eiganda Dolphis, og Ted Wells sem fór fyrir rannsókn NFL-deildarinnar á málinu.
Hann var settur í ótímabundið bann og er óvíst hvort hann muni nokkru sinni spila aftur með Dolphins eða nokkru öðru NFL-liði.
„Ég vil líka biðja Jonathan afsökunar. Þú ert enn bróðir minn þar til einhver segir mér annað,“ skrifaði Incognito.
Skýrsla Wells fór ófögrum orðum um hegðun Incognito og þriggja annarra leikmanna Dolphins gagnvart Martin. Von er á nýjum reglum NFL-deildarinnar sem ætlaðar eru til að taka á samskiptum leikmanna í búningsklefanum.
I apologize for acting like a big baby the last few days. This has all been so much on me and my family. I just want to play football
— Richie Incognito (@68INCOGNITO) February 17, 2014
I want everyone to know I'm in good spirits and looking forward to playing again one day
— Richie Incognito (@68INCOGNITO) February 17, 2014
I would like to send Jonathan my apologies as well. Until someone tells me different you are still my brother. No hard feelings :)
— Richie Incognito (@68INCOGNITO) February 18, 2014
There are no winners in the courts. Just families left to deal with their decisions and pick up the pieces. You can't free something
— Richie Incognito (@68INCOGNITO) February 18, 2014
I would like to also apologize to Mr. Ross and Mr. Wells. Shit got cray cray #MYBAD
— Richie Incognito (@68INCOGNITO) February 18, 2014