Ólafi bauðst að spila með Björgvin og Arnóri Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2014 12:15 Ólafur Gústafsson heldur á vit nýrra ævintýra í sumar. Vísir/Getty „Þetta kláraðist í rauninni í morgun en ég skrifaði undir samninginn við Álaborg um helgina,“ segir Ólafur Gústafsson, landsliðsmaður í handbolta, við Vísi. Hafnfirðingurinn hávaxni yfirgefur stórlið Flensburg í Þýskalandi eftir tímabilið og gengur í raðir Álaborgar sem er ríkjandi meistari þar í landi. Fleiri lið voru á eftir Ólafi en honum bauðst að spila með tveimur samherjum sínum úr landsliðinu, Arnóri Þór Gunnarssyni og markverðinum Björgvini Páli Gústavssyni. Álaborg heillaði þó meira. „Ég tók ákvörðun um að setja stefnuna á Álaborg í raun fyrir tveimur vikum. Það var samt annað í boði eins og samningur hjá Bergischer hér í Þýskalandi og svo átti ég annað ár eftir af samningum við Flensburg. En ég ákvað á endanum að semja við Álaborg,“ segir Ólafur sem sat pollrólegur við morgunverðarborðið heima hjá sér í Flensburg þegar Vísir heyrði í honum.Ólafur í háloftunum með Flensburg.Vísir/GettyÆtlað stórt hlutverk Hann heimsótti Álaborg um helgina og ræddi þar við þjálfarann og forráðamenn liðsins. Það verður ekki annað sagt en hann hafi heillast af því sem þar var í boði. „Ég fór á fund með þjálfaranum og framkvæmdastjóranum. Mér leist sérstaklega vel á það hlutverk sem þjálfarinn ætlar mér. Hann sér mig sem fyrsta mann í mína stöðu og mér er ætlað stórt hlutverk bæði í vörn og sókn,“ segir Ólafur. „Þetta er félag sem er ríkjandi meistari og í 3. sæti núna. Það ætlar sér að vera á meðal þriggja bestu á næstu árum. Það spilar í þessari flottu Gigantium-höll sem landsliðið spilaði í á EM. Öll aðstaða er frábær og bærinn bara mjög fínn.“Ólafur með Domagoj Duvnjak í tangarhaldi.Vísir/GettyVildi sjálfur klára tímabilið í Þýskalandi Dönsku meistararnir vildu fá Ólaf til sín strax í janúar en Flensburg tók fyrir það. Það vill ekki sleppa Hafnfirðingnum fyrr en í lok tímabilsins. Sjálfur er Ólafur ánægður með það. „Ég vildi alltaf klára tímabilið hér. Það er mikið eftir af leiktíðinni og ég tel mig enn geta gert mikið fyrir þetta lið á endasprettinum. Það er mikið um meiðsli hjá liðinu en sjálfur er ég reyndar meiddur núna þannig ég geri ekki mikið á meðan,“ segir hann og hlær við.Frá Flensburg til ÁlaborgarVísir/GettyReynslubankinn stútfullur eftir góða dvöl í Flensburg Ólafur hefur lítið fengið að spila hjá Flensburg á tímabilinu en hann grætur það ekki heldur lítur á síðustu mánuði sem öflugt innlegg í reynslubankann. „Þetta er náttúrlega búið að vera erfitt undanfarið. Fyrst þegar ég kom til liðsins spilaði ég mikið og það gekk vel. En nú spilaði ég lítið fyrir áramót og það hefur verið erfitt. En ég hef lært mikið. Bæði þegar ég var að spila og nú þegar ég fæ minna að spila. Þetta er í heildina bara búinn að vera mjög góður tími en ég hlakka mikið til nýrrar áskorunar í Álaborg,“ segir Ólafur Gústafsson. Íslenski handboltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
„Þetta kláraðist í rauninni í morgun en ég skrifaði undir samninginn við Álaborg um helgina,“ segir Ólafur Gústafsson, landsliðsmaður í handbolta, við Vísi. Hafnfirðingurinn hávaxni yfirgefur stórlið Flensburg í Þýskalandi eftir tímabilið og gengur í raðir Álaborgar sem er ríkjandi meistari þar í landi. Fleiri lið voru á eftir Ólafi en honum bauðst að spila með tveimur samherjum sínum úr landsliðinu, Arnóri Þór Gunnarssyni og markverðinum Björgvini Páli Gústavssyni. Álaborg heillaði þó meira. „Ég tók ákvörðun um að setja stefnuna á Álaborg í raun fyrir tveimur vikum. Það var samt annað í boði eins og samningur hjá Bergischer hér í Þýskalandi og svo átti ég annað ár eftir af samningum við Flensburg. En ég ákvað á endanum að semja við Álaborg,“ segir Ólafur sem sat pollrólegur við morgunverðarborðið heima hjá sér í Flensburg þegar Vísir heyrði í honum.Ólafur í háloftunum með Flensburg.Vísir/GettyÆtlað stórt hlutverk Hann heimsótti Álaborg um helgina og ræddi þar við þjálfarann og forráðamenn liðsins. Það verður ekki annað sagt en hann hafi heillast af því sem þar var í boði. „Ég fór á fund með þjálfaranum og framkvæmdastjóranum. Mér leist sérstaklega vel á það hlutverk sem þjálfarinn ætlar mér. Hann sér mig sem fyrsta mann í mína stöðu og mér er ætlað stórt hlutverk bæði í vörn og sókn,“ segir Ólafur. „Þetta er félag sem er ríkjandi meistari og í 3. sæti núna. Það ætlar sér að vera á meðal þriggja bestu á næstu árum. Það spilar í þessari flottu Gigantium-höll sem landsliðið spilaði í á EM. Öll aðstaða er frábær og bærinn bara mjög fínn.“Ólafur með Domagoj Duvnjak í tangarhaldi.Vísir/GettyVildi sjálfur klára tímabilið í Þýskalandi Dönsku meistararnir vildu fá Ólaf til sín strax í janúar en Flensburg tók fyrir það. Það vill ekki sleppa Hafnfirðingnum fyrr en í lok tímabilsins. Sjálfur er Ólafur ánægður með það. „Ég vildi alltaf klára tímabilið hér. Það er mikið eftir af leiktíðinni og ég tel mig enn geta gert mikið fyrir þetta lið á endasprettinum. Það er mikið um meiðsli hjá liðinu en sjálfur er ég reyndar meiddur núna þannig ég geri ekki mikið á meðan,“ segir hann og hlær við.Frá Flensburg til ÁlaborgarVísir/GettyReynslubankinn stútfullur eftir góða dvöl í Flensburg Ólafur hefur lítið fengið að spila hjá Flensburg á tímabilinu en hann grætur það ekki heldur lítur á síðustu mánuði sem öflugt innlegg í reynslubankann. „Þetta er náttúrlega búið að vera erfitt undanfarið. Fyrst þegar ég kom til liðsins spilaði ég mikið og það gekk vel. En nú spilaði ég lítið fyrir áramót og það hefur verið erfitt. En ég hef lært mikið. Bæði þegar ég var að spila og nú þegar ég fæ minna að spila. Þetta er í heildina bara búinn að vera mjög góður tími en ég hlakka mikið til nýrrar áskorunar í Álaborg,“ segir Ólafur Gústafsson.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira