Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Akureyri 30-27 | ÍBV tók annað sætið af Val Guðmundur Tómas Sigfússon í Eyjum skrifar 16. febrúar 2014 00:01 Eyjamenn unnu þægilegan sigur gegn Akureyringum í frestuðum leik úr 10. umferð Olís-deildar karla. Með sigrinum komu Eyjamenn sér í 2. sætið eftir að hafa tapað því til Valsmanna í seinasta leik. Í byrjun leiks skiptust liðin á að skora og hafa forystuna og virtist engin þreyta vera í mönnum þrátt fyrir að hafa spilað á fimmtudaginn. Kristján Orri Jóhannsson var hrókur alls fagnaðar í liði gestanna en markmönnum Eyjamanna tókst ekki að verja eitt einasta skot frá honum í dag en hann skoraði átta mörk. Í stöðunni 10-10 skildu leiðir og komust Eyjamenn þá fljótlega í þriggja marka forystu en Akureyringum tókst að minnka muninn fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan 16-14 í hálfleik. Í seinni hálfleik tókst gestunum að jafna metin og var staðan orðin 18-18. Þá settu Eyjamenn í næsta gír og skoruðu fimm mörk gegn engu á fimm mínútna kafla. Bæði lið ákváðu í lokin að taka úr umferð einn leikmann andstæðinganna en þeir Bjarni Fritzson og Róbert Aron urðu fyrir valinu í dag. Akureyringum tókst að minnka muninn niður í tvö mörk en þá fékk Þrándur Gíslason rauða spjaldið fyrir brot á Róberti Aroni Hostert. Gunnar Óli og Bjarki, dómarar leiksins ræddu málin lengi vel og komust svo að þeirri niðurstöðu að vísa Þrándi af velli. Seinustu mínútur leiksins urðu svo auðveldar fyrir Eyjamenn sem að sigldu loks í hús þriggja marka sigri og komu sér með því upp í 2. sætið þar sem þeir munu sitja þegar að seinasti þriðjungur deildarkeppninnar fer í gang.Heimir: Hefðum léttilega getað náð jafntefli „Það er smá þreyta í okkur og smá þyngsli í rassinum. Ég er ánægður með strákana en ungu strákarnir fóru aðeins fram úr sér í lokin,“ sagði Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar, eftir þriggja marka tap sinna manna í Vestmannaeyjum í dag. „Við hefðum léttilega getað náð jafntefli í lokin, þeir voru í stökustu vandræðum með að skora seinustu sjö mínúturnar,“ bætti Heimir við. „Þessir leikir sem sitja í manni eru til dæmis leikurinn gegn Eyjamönnum heima og seinni hálfleikurinn gegn Val sem var afhroð,“ sagði Heimir en hann bætti við að það þyrfti einungis nokkra sigra til þess að blanda sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.Arnar: Batamerki á liðinu „Þetta var hörkuleikur, Akureyringarnir eru á góðu róli og hafa verið að spila vel. Það er gott að landa góðum sigri eins og hér í dag,“ sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara Eyjamanna, eftir sigur sinna manna gegn leikmönnum Akureyrar í dag. „Við vorum að spila mjög vel í dag og við erum gríðarlega ánægðir með strákana, það eru batamerki í okkar leik sérstaklega eftir mjög erfiða tvo síðustu leiki. Það er mikilvægt og skemmtilegt að vera í þessu öðru sæti þó svo að allir vilji vera í því fyrsta,“ sagði Arnar en hann segir mætinguna í seinustu tvo leiki hafa verið frábæra. „Mér fannst við helst vera að bæta okkur í sóknarleiknum, það var meiri hreyfing á okkur og margir hlutir sem gengu frábærlega upp, við leystum þetta allt ágætlega,“ sagði Arnar en hann segir að seinustu sjö leikirnir verði skemmtilegir og vonar að liðið haldi áfram að bæta sig eins og þeir hafa gert undanfarið. Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Eyjamenn unnu þægilegan sigur gegn Akureyringum í frestuðum leik úr 10. umferð Olís-deildar karla. Með sigrinum komu Eyjamenn sér í 2. sætið eftir að hafa tapað því til Valsmanna í seinasta leik. Í byrjun leiks skiptust liðin á að skora og hafa forystuna og virtist engin þreyta vera í mönnum þrátt fyrir að hafa spilað á fimmtudaginn. Kristján Orri Jóhannsson var hrókur alls fagnaðar í liði gestanna en markmönnum Eyjamanna tókst ekki að verja eitt einasta skot frá honum í dag en hann skoraði átta mörk. Í stöðunni 10-10 skildu leiðir og komust Eyjamenn þá fljótlega í þriggja marka forystu en Akureyringum tókst að minnka muninn fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan 16-14 í hálfleik. Í seinni hálfleik tókst gestunum að jafna metin og var staðan orðin 18-18. Þá settu Eyjamenn í næsta gír og skoruðu fimm mörk gegn engu á fimm mínútna kafla. Bæði lið ákváðu í lokin að taka úr umferð einn leikmann andstæðinganna en þeir Bjarni Fritzson og Róbert Aron urðu fyrir valinu í dag. Akureyringum tókst að minnka muninn niður í tvö mörk en þá fékk Þrándur Gíslason rauða spjaldið fyrir brot á Róberti Aroni Hostert. Gunnar Óli og Bjarki, dómarar leiksins ræddu málin lengi vel og komust svo að þeirri niðurstöðu að vísa Þrándi af velli. Seinustu mínútur leiksins urðu svo auðveldar fyrir Eyjamenn sem að sigldu loks í hús þriggja marka sigri og komu sér með því upp í 2. sætið þar sem þeir munu sitja þegar að seinasti þriðjungur deildarkeppninnar fer í gang.Heimir: Hefðum léttilega getað náð jafntefli „Það er smá þreyta í okkur og smá þyngsli í rassinum. Ég er ánægður með strákana en ungu strákarnir fóru aðeins fram úr sér í lokin,“ sagði Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar, eftir þriggja marka tap sinna manna í Vestmannaeyjum í dag. „Við hefðum léttilega getað náð jafntefli í lokin, þeir voru í stökustu vandræðum með að skora seinustu sjö mínúturnar,“ bætti Heimir við. „Þessir leikir sem sitja í manni eru til dæmis leikurinn gegn Eyjamönnum heima og seinni hálfleikurinn gegn Val sem var afhroð,“ sagði Heimir en hann bætti við að það þyrfti einungis nokkra sigra til þess að blanda sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.Arnar: Batamerki á liðinu „Þetta var hörkuleikur, Akureyringarnir eru á góðu róli og hafa verið að spila vel. Það er gott að landa góðum sigri eins og hér í dag,“ sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara Eyjamanna, eftir sigur sinna manna gegn leikmönnum Akureyrar í dag. „Við vorum að spila mjög vel í dag og við erum gríðarlega ánægðir með strákana, það eru batamerki í okkar leik sérstaklega eftir mjög erfiða tvo síðustu leiki. Það er mikilvægt og skemmtilegt að vera í þessu öðru sæti þó svo að allir vilji vera í því fyrsta,“ sagði Arnar en hann segir mætinguna í seinustu tvo leiki hafa verið frábæra. „Mér fannst við helst vera að bæta okkur í sóknarleiknum, það var meiri hreyfing á okkur og margir hlutir sem gengu frábærlega upp, við leystum þetta allt ágætlega,“ sagði Arnar en hann segir að seinustu sjö leikirnir verði skemmtilegir og vonar að liðið haldi áfram að bæta sig eins og þeir hafa gert undanfarið.
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira