Ótrúlegt slys átti sér stað á bobsleða-brautinni í Sotsjí í morgun þegar sleði keyrði á starfsmann sem stóð á brautinni.
Verið er að rannsaka hvað maðurinn hafi verið að gera á brautinni er hann fékk sleðann á sig af fullum krafti.
Áður en keppni hefst í bobsleðakeppninni þá fer sleði á undan og athugar hvort allar aðstæður séu ekki eins og þær eigi að vera. Í þeirri ferð var keyrt á starfsmanninn.
Hann brotnaði á báðum fótum og fékk heilahristing. Keyrt var með hann í hraði á spítala. Hann er sagður hafa sloppið vel miðað við aðstæður en maðurinn hefði klárlega getað látið lífið í þessu slysi.
Hann er búinn að fara í aðgerð og er líðan hans stöðug.
Starfsmaður slasaðist er bobsleði keyrði á hann

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn