Justyna Kowalczyk frá Póllandi vann öruggan sigur í 10km skíðagöngu kvenna með hefðbundinni aðferð á ÓL í Sotsjí í í dag.
Brautin var afar blaut og erfið og hafði Sævar Birgisson, Ólympíufari okkar Íslendinga, það á orði að færið minnti á landsmót hér heima.
Kowalczyk fór kílómetrana tíu á 28:17,8 mínútum og var ríflega 18 sekúndum á undan Charlotte Kalla frá Svíþjóð sem fékk silfrið. Hennar annað Ólympíusilfur.
Theresa Johaug frá Noregi varð svo í þriðja sæti, 28 sekúndum á eftir þeirri pólsku, en hún skaut heimsmeistaranum fyrrverandi Aino-Kaisa Saarinen frá Finnlandi niður í fjórða sætið.
Martin Björgen frá Noregi, sem vann 15km skiptigönguna um síðustu helgi, átti erfitt uppdráttar í blautri brautinni og þurfti að sætta sig við fimmta sætið.
Þetta er annað Ólympíugull Kowalczyk en hún vann 30km göngu með hefðbundinni aðferð á Ólympíuleikunum í Vancouver fyrir fjórum árum.
Pólskur sigur í 10km skíðagöngu kvenna

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn