24 ára lítt þekkt snjóbrettakona vann þrjá Ólympíumeistara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2014 19:25 Kaitlyn Farrington. Vísir/Getty Kaitlyn Farrington var senuþjófurinn í kvöld í keppni í hálfpípu á snjóbrettum kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi. Það bjuggust allir við að Ástralinn Torah Bright og hin bandaríska Kelly Clark kepptu um gullið en þær urðu hinsvegar að sætta sig við silfur og brons. Kaitlyn Farrington var að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum og náði gullinu í fyrstu tilraun eftir baráttu við þrjá reynslubolta sem höfðu allar unnið gull á Ólympíuleikum. Farrington átti fína fyrri ferð en tryggði sér sigurinn með því að ná 91,75 stig fyrir seinni ferðina. Eftir hennar ferð fengu þrír fyrrum Ólympíumeistarar að reyna sig en enginn náði henni. Torah Bright átti flotta seinni ferð og var næst henni en 91,50 stig dugði ekki þeirri áströlsku. Torah Bright vann Ólympíugullið fyrir fjórum árum en Kelly Clark varð Ólympíumeistari fyrir tólf árum, á heimavelli í Salt Lake City. Kelly Clark þurfti að sætta sig við bronsið aðra leikana í röð en hún endaði síðan í fjórða sætinu á Ólympíuleikunum í Tórínó 2006 og hefur því verið meðal fjögurra efstu á síðustu fjórum leikum. Hannah Teter frá Bandaríkjunum átti mjög góða fyrri ferð og var þá miklu betri en þær Torah Bright og Kelly Clark sem tókst þá ekki vel upp. Teter klikkaði aftur á móti algjörlega á seinni ferðinni og varð því að sætta sig við fjórða sætið. Teter vann gullið 2006 og silfrið fyrir fjórum árum.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Sjá meira
Kaitlyn Farrington var senuþjófurinn í kvöld í keppni í hálfpípu á snjóbrettum kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi. Það bjuggust allir við að Ástralinn Torah Bright og hin bandaríska Kelly Clark kepptu um gullið en þær urðu hinsvegar að sætta sig við silfur og brons. Kaitlyn Farrington var að keppa á sínum fyrstu Ólympíuleikum og náði gullinu í fyrstu tilraun eftir baráttu við þrjá reynslubolta sem höfðu allar unnið gull á Ólympíuleikum. Farrington átti fína fyrri ferð en tryggði sér sigurinn með því að ná 91,75 stig fyrir seinni ferðina. Eftir hennar ferð fengu þrír fyrrum Ólympíumeistarar að reyna sig en enginn náði henni. Torah Bright átti flotta seinni ferð og var næst henni en 91,50 stig dugði ekki þeirri áströlsku. Torah Bright vann Ólympíugullið fyrir fjórum árum en Kelly Clark varð Ólympíumeistari fyrir tólf árum, á heimavelli í Salt Lake City. Kelly Clark þurfti að sætta sig við bronsið aðra leikana í röð en hún endaði síðan í fjórða sætinu á Ólympíuleikunum í Tórínó 2006 og hefur því verið meðal fjögurra efstu á síðustu fjórum leikum. Hannah Teter frá Bandaríkjunum átti mjög góða fyrri ferð og var þá miklu betri en þær Torah Bright og Kelly Clark sem tókst þá ekki vel upp. Teter klikkaði aftur á móti algjörlega á seinni ferðinni og varð því að sætta sig við fjórða sætið. Teter vann gullið 2006 og silfrið fyrir fjórum árum.Vísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/GettyVísir/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Sjá meira