Gunnar í sínu besta formi 28. febrúar 2014 16:28 Gunnar er í fantaformi. Bardagakappinn Gunnar Nelson verður í eldlínunni laugardaginn 8. mars þegar hann stígur í búrið í sínum þriðja UFC-bardaga. Hann berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í London og bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Þetta verður hörkubardagi en ég held að Gunni vinni með hengingartaki (e. rear naked choke) í fyrstu lotu. Ef þú ætlar að veðja á bardagann þá verður þú að borga mér helminginn af vinningsupphæðinni,“ segir John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, við blaðamann og skellir upp úr.Stærsti bardaginn á ferlinum Bardaginn á laugardaginn eftir viku er þriðji bardagi Gunnars innan UFC-sambandsins. Þótt bardaginn sé sá stærsti á ferli Gunnars til þessa er ekki að heyra á þjálfaranum að þeir kvíði honum. „Allar æfingar hafa gengið fullkomlega hjá okkur og Gunni er kominn á annað stig í íþróttinni,“ segir John Kavanagh. Íslenski bardagakappinn hefur æft stíft undanfarna mánuði og sótti meðal annars þjálfara sinn heim í byrjun árs en klúbburinn sem John rekur var að flytja í stærra og betra húsnæði í Dublin á Írlandi. Gunnar hefur hingað til verið talinn einn sterkasti glímumaðurinn innan UFC-sambandsins, en í Dublin æfði hann aðallega box og spörk. „Einhverjir hafa haldið því fram að Gunnar sé ekki jafn sterkur standandi og í glímunni. Það er hins vegar ekki rétt. Við erum búnir að æfa kýlingar og spörk af miklum krafti síðustu mánuði og hann er í raun jafnvígur á það og glímuna,“ segir John.Ósigraður andstæðingur „Ég hef horft á síðustu tvo bardaga með honum og hann virkar bara helvíti góður. Hann er örugglega nokkuð höggþungur, villtur standandi og teknískur í gólfinu, enda Sambó-meistari,“ segir Gunnar Nelson um verðandi andstæðing sinn. Gunnar hefur unnið ellefu MMA-bardaga og gert eitt jafntefli á ferli sínum en aldrei tapað. Hann átti að berjast við Mike Pyle í Las Vegas 25. maí í fyrra en þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Hann fór í aðgerð á liðþófa auk þess sem hann lenti í bílslysi í október. Hann hefur nú náð sér að fullu. „Ég er orðinn stálsleginn. Ég fékk smáskurði á höndina en þeir eru löngu grónir,“ segir Gunnar. Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, er að vonum ánægður með það. „Þegar við vissum á hvaða tímapunkti hann myndi snúa aftur eftir meiðslin horfðum við til London. UFC er að byggja upp sportið í Evrópu og Gunnar vill taka þátt í því,“ segir Haraldur. Við erum líka mjög ánægðir með að hann taki þátt í einum af aðalbardögum kvöldsins, nýkominn úr meiðslum. Hann og Akhmedov eru báðir ósigraðir og þetta verður örugglega hörkubardagi,“ segir Haraldur. Omari Akhmedov hefur barist alla sína bardaga í millivigt og er stór og sterkur. „Hann sýndi það í síðasta UFC-bardaga að hann er ekki bara góður glímumaður heldur líka góður standandi. Hann sýndi það með rothöggi gegn mun stærri andstæðingi."Gunnar er orðinn stálsleginn eftir að hafa glímt við meiðsli á síðasta ári.Mikilvæg tengsl við Írland Sem fyrr segir fór Gunnar til Írlands og æfði undir leiðsögn Johns Kavanagh. Að öðru leyti hefur undirbúningur að mestu leyti farið fram í Mjölniskastalanum við Seljaveg þar sem samnefndur bardagaklúbbur hefur komið sér upp einni glæsilegustu æfingaaðstöðu sem fyrirfinnst í Evrópu. Tengsl Gunnars við Írland hafa komið honum að góðum notum því fyrir nokkrum mánuðum komu tveir Írar hingað til lands til að æfa með honum. Þá hafa þeir Cathal Pendred, sem á fimmtán bardaga í MMA að baki, sem og James Gallagher, sem er ungur og efnilegur bardagakappi, dvalið hér við æfingar síðustu vikur.Á annað hundrað manns fylgja Gunnari út Gunnar flýgur til London á mánudaginn og hefur því fimm daga til undirbúnings. Eitthvað af tímanum mun þó fara í viðtöl við fjölmiðla og aðrar uppákomur á vegum UFC-sambandsins. Þegar hafa rúmlega hundrað Íslendingar keypt sér miða á bardagann í O2-höllinni í London og má búast við gríðarlegi stemningu hjá íslenska hópnum. En telur John Kavanagh þjálfari í alvöru að möguleikar Gunnars séu miklir? „Forfeður ykkar fóru í víking með sigurviljann að vopni. Við förum út með sama viðhorf.“ MMA Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson verður í eldlínunni laugardaginn 8. mars þegar hann stígur í búrið í sínum þriðja UFC-bardaga. Hann berst við Omari Akhmedov frá Rússlandi í London og bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Þetta verður hörkubardagi en ég held að Gunni vinni með hengingartaki (e. rear naked choke) í fyrstu lotu. Ef þú ætlar að veðja á bardagann þá verður þú að borga mér helminginn af vinningsupphæðinni,“ segir John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, við blaðamann og skellir upp úr.Stærsti bardaginn á ferlinum Bardaginn á laugardaginn eftir viku er þriðji bardagi Gunnars innan UFC-sambandsins. Þótt bardaginn sé sá stærsti á ferli Gunnars til þessa er ekki að heyra á þjálfaranum að þeir kvíði honum. „Allar æfingar hafa gengið fullkomlega hjá okkur og Gunni er kominn á annað stig í íþróttinni,“ segir John Kavanagh. Íslenski bardagakappinn hefur æft stíft undanfarna mánuði og sótti meðal annars þjálfara sinn heim í byrjun árs en klúbburinn sem John rekur var að flytja í stærra og betra húsnæði í Dublin á Írlandi. Gunnar hefur hingað til verið talinn einn sterkasti glímumaðurinn innan UFC-sambandsins, en í Dublin æfði hann aðallega box og spörk. „Einhverjir hafa haldið því fram að Gunnar sé ekki jafn sterkur standandi og í glímunni. Það er hins vegar ekki rétt. Við erum búnir að æfa kýlingar og spörk af miklum krafti síðustu mánuði og hann er í raun jafnvígur á það og glímuna,“ segir John.Ósigraður andstæðingur „Ég hef horft á síðustu tvo bardaga með honum og hann virkar bara helvíti góður. Hann er örugglega nokkuð höggþungur, villtur standandi og teknískur í gólfinu, enda Sambó-meistari,“ segir Gunnar Nelson um verðandi andstæðing sinn. Gunnar hefur unnið ellefu MMA-bardaga og gert eitt jafntefli á ferli sínum en aldrei tapað. Hann átti að berjast við Mike Pyle í Las Vegas 25. maí í fyrra en þurfti að draga sig úr keppni vegna meiðsla. Hann fór í aðgerð á liðþófa auk þess sem hann lenti í bílslysi í október. Hann hefur nú náð sér að fullu. „Ég er orðinn stálsleginn. Ég fékk smáskurði á höndina en þeir eru löngu grónir,“ segir Gunnar. Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, er að vonum ánægður með það. „Þegar við vissum á hvaða tímapunkti hann myndi snúa aftur eftir meiðslin horfðum við til London. UFC er að byggja upp sportið í Evrópu og Gunnar vill taka þátt í því,“ segir Haraldur. Við erum líka mjög ánægðir með að hann taki þátt í einum af aðalbardögum kvöldsins, nýkominn úr meiðslum. Hann og Akhmedov eru báðir ósigraðir og þetta verður örugglega hörkubardagi,“ segir Haraldur. Omari Akhmedov hefur barist alla sína bardaga í millivigt og er stór og sterkur. „Hann sýndi það í síðasta UFC-bardaga að hann er ekki bara góður glímumaður heldur líka góður standandi. Hann sýndi það með rothöggi gegn mun stærri andstæðingi."Gunnar er orðinn stálsleginn eftir að hafa glímt við meiðsli á síðasta ári.Mikilvæg tengsl við Írland Sem fyrr segir fór Gunnar til Írlands og æfði undir leiðsögn Johns Kavanagh. Að öðru leyti hefur undirbúningur að mestu leyti farið fram í Mjölniskastalanum við Seljaveg þar sem samnefndur bardagaklúbbur hefur komið sér upp einni glæsilegustu æfingaaðstöðu sem fyrirfinnst í Evrópu. Tengsl Gunnars við Írland hafa komið honum að góðum notum því fyrir nokkrum mánuðum komu tveir Írar hingað til lands til að æfa með honum. Þá hafa þeir Cathal Pendred, sem á fimmtán bardaga í MMA að baki, sem og James Gallagher, sem er ungur og efnilegur bardagakappi, dvalið hér við æfingar síðustu vikur.Á annað hundrað manns fylgja Gunnari út Gunnar flýgur til London á mánudaginn og hefur því fimm daga til undirbúnings. Eitthvað af tímanum mun þó fara í viðtöl við fjölmiðla og aðrar uppákomur á vegum UFC-sambandsins. Þegar hafa rúmlega hundrað Íslendingar keypt sér miða á bardagann í O2-höllinni í London og má búast við gríðarlegi stemningu hjá íslenska hópnum. En telur John Kavanagh þjálfari í alvöru að möguleikar Gunnars séu miklir? „Forfeður ykkar fóru í víking með sigurviljann að vopni. Við förum út með sama viðhorf.“
MMA Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Fleiri fréttir Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Sjá meira