Hin mikilvæga Úkraína Finnur Thorlacius skrifar 28. febrúar 2014 15:55 Úkraína logar og ekki stendur öllum ríkjum á sama. Úkraína virðist í fyrstu ekki vera land sem áhrifamestu veldi nútímans hefðu miklar áhyggjur af vegna átakanna sem blossa þar nú. Svo er þó alls ekki. Þar er fátækt þó sambærileg við Paragvæ og spilling á sama stigi og í Íran og lántökueinkunn landsins er nánast í ruslflokki, þ.e. með einkunnina CCC hjá greiningaraðilum. Hinsvegar er Úkraína mikil matarkista, mikilvæg fyrir gasflutninga og land þar sem 45 milljónir manna búa norður af hinu hernaðarlega mikilvæga Svartahafi. Heimahöfn rússneska sjóhersins er í Sevastopol í Úkraínu við Svartahaf. Á síðasta ári fór fjórðungur þess gass sem Evrópa notar og keypt var af Rússum gegnum Úkraínu. Vladímír Pútín vill að Úkraína sé hluti af Evrasíu-viðskiptablokk með Rússlandi og Úkraína er afar háð viðskiptum við Rússland og iðnaður þar er mjög háður gasi frá Rússlandi. En sum lönd eru einnig háð Úkraínu. Kína er háð Úkraínu með matarforða og kaupir mikið af landbúnaðarframleiðslu þaðan og hefur veitt miklu fjármagni til að byggja upp skilvirkan landbúnað þar. Kína gerði í fyrra stóran samning við Úkraínu um samstarf á sviði orku, landbúnaðar, fjármála, hátækni, flugmála og geimferða. Vestrænar þjóðir vilja hindra að Pútín takist að innlima Úkraínu hreinlega inní Rússland og mynda með því enn sterkara veldi. Reyndar elur Evrópusambandið með sér þann draum að með tímanum kjósi Úkraína að ganga í sambandið og með því yrði tryggt að íbúar þar yrðu fráhverfir frekara samstarfi við Rússland. Pólland, sem eins og Úkraína var í þumalskrúfu Rússlands, vill ekki aðstoða Úkraínu án skilyrða og veita þeim fé til endurreisnar sem fallið gætu auðveldlega í hendur ólígarka. Rússland hafði lofað Úkraínu 35 milljarða dala aðstoð til endurreisnar hinni fjárvana Úkraínu og greitt 3 milljarða, en síðan skrúfað fyrir frekari aðstoð er ástandið fór hitnandi í landinu. Talið er að Úkraína þurfi 30 milljarða dollara aðstoð bara á þessu ári, en spurningin er hvaða þjóðir sjá fé sínu borgið í slíka aðstoð í svo ótryggu ástandi sem nú ríkir þar. Eins og ávallt kemur allt til alls að peningum og viðskiptum. En skildi Úkraína einangrast fjárvana eða verður landinu hjálpað af þjóðum sem eiga of mikið undir til að hjálpa þeim ekki? Það kemur í ljós á næstunni, en víst er að margar þjóðir eiga óska þess að landið rísi á fætur á ný og að upplausnin þar hvorki taki of langan tíma né lami öll viðskipti milli Úkraínu og umheimsins. Úkraína Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind Atvinnulíf Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Úkraína virðist í fyrstu ekki vera land sem áhrifamestu veldi nútímans hefðu miklar áhyggjur af vegna átakanna sem blossa þar nú. Svo er þó alls ekki. Þar er fátækt þó sambærileg við Paragvæ og spilling á sama stigi og í Íran og lántökueinkunn landsins er nánast í ruslflokki, þ.e. með einkunnina CCC hjá greiningaraðilum. Hinsvegar er Úkraína mikil matarkista, mikilvæg fyrir gasflutninga og land þar sem 45 milljónir manna búa norður af hinu hernaðarlega mikilvæga Svartahafi. Heimahöfn rússneska sjóhersins er í Sevastopol í Úkraínu við Svartahaf. Á síðasta ári fór fjórðungur þess gass sem Evrópa notar og keypt var af Rússum gegnum Úkraínu. Vladímír Pútín vill að Úkraína sé hluti af Evrasíu-viðskiptablokk með Rússlandi og Úkraína er afar háð viðskiptum við Rússland og iðnaður þar er mjög háður gasi frá Rússlandi. En sum lönd eru einnig háð Úkraínu. Kína er háð Úkraínu með matarforða og kaupir mikið af landbúnaðarframleiðslu þaðan og hefur veitt miklu fjármagni til að byggja upp skilvirkan landbúnað þar. Kína gerði í fyrra stóran samning við Úkraínu um samstarf á sviði orku, landbúnaðar, fjármála, hátækni, flugmála og geimferða. Vestrænar þjóðir vilja hindra að Pútín takist að innlima Úkraínu hreinlega inní Rússland og mynda með því enn sterkara veldi. Reyndar elur Evrópusambandið með sér þann draum að með tímanum kjósi Úkraína að ganga í sambandið og með því yrði tryggt að íbúar þar yrðu fráhverfir frekara samstarfi við Rússland. Pólland, sem eins og Úkraína var í þumalskrúfu Rússlands, vill ekki aðstoða Úkraínu án skilyrða og veita þeim fé til endurreisnar sem fallið gætu auðveldlega í hendur ólígarka. Rússland hafði lofað Úkraínu 35 milljarða dala aðstoð til endurreisnar hinni fjárvana Úkraínu og greitt 3 milljarða, en síðan skrúfað fyrir frekari aðstoð er ástandið fór hitnandi í landinu. Talið er að Úkraína þurfi 30 milljarða dollara aðstoð bara á þessu ári, en spurningin er hvaða þjóðir sjá fé sínu borgið í slíka aðstoð í svo ótryggu ástandi sem nú ríkir þar. Eins og ávallt kemur allt til alls að peningum og viðskiptum. En skildi Úkraína einangrast fjárvana eða verður landinu hjálpað af þjóðum sem eiga of mikið undir til að hjálpa þeim ekki? Það kemur í ljós á næstunni, en víst er að margar þjóðir eiga óska þess að landið rísi á fætur á ný og að upplausnin þar hvorki taki of langan tíma né lami öll viðskipti milli Úkraínu og umheimsins.
Úkraína Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind Atvinnulíf Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent