Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Afturelding 35-22 | ÍR hélt kjúklingaveislu Elvar Geir Magnússon skrifar 28. febrúar 2014 19:15 Vísir/Valli Ungt lið Aftureldingar mölbrotnaði í seinni hálfleik gegn ÍR í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í dag. Framan af var baráttan hörð milli liðanna en yfirburðir ÍR-inga þegar á leið voru algjörir. Úrslitin urðu 35-22. Mosfellingar komust aldrei yfir í leiknum en um miðjan fyrri hálfleikinn byrjaði að skilja á milli. ÍR nýtti sér dapran varnarleik andstæðingana og hafði fjögurra marka forystu í hálfleik. Arnór Freyr Stefánsson markvörður kom svo í rammann hjá ÍR í seinni hálfleik og sá til þess að leikurinn varð ekki spennandi. Breiðhyltingar voru í banastuði og Bjarki Sigurðsson þjálfari gat leyft sér að hvíla lykilmenn. Arnór varði 18 skot í seinni hálfleik en markahæstur í leiknum var Arnar Birkir Hálfdánsson sem skoraði 8 mörk. Böðvar Páll Ásgeirsson var með 6 fyrir Aftureldingu. Pressan fyrir leik var á ÍR. Liðið er í 5. sæti efstu deildar en Afturelding á toppi B-deildarinnar. ÍR stóðst pressuna og rúmlega það á meðan ungt lið Mosfellinga fór í þúsund mola á stóra gula sviðinu í Laugardalshöll.Bjarki Sigurðsson: Þeir virkuðu taugaveiklaðir„Liðsheildin var sterk og hún skóp þetta. Í fyrri hálfleik vorum við að finna hvernig andstæðingurinn væri að spila og fara yfir skipulagið þeirra," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir sigurinn stóra. „Varnarleikurinn var aðeins á hælunum í fyrri hálfleik en við löguðum það í hálfleik með því að fara vel yfir hlutina. Þegar Arnór kom heitur inn í seinni hálfleik þá efldist sjálfstraustið og varnarleikurinn þéttist. Við spiluðum frábæran seinni hálfleik." „Það var að sjálfsögðu pressa á okkur að klára þetta. En Afturelding er að koma í fyrsta sinn í Höllina með svona marga unga stráka og þeir virkuðu taugaveiklaðir." Bjarki segir það hafa verið þægilegt að hafa svona örugga forystu í seinni hálfleik og getað rúllað á mannskapnum enda úrslitaleikurinn strax á morgun. „Þegar 15 mínútur voru eftir var hægt að hvíla lykilleikmenn og ég gerði það."Konráð: Þeir voru númeri of stórir„Liðið brotnaði illa og það mátti kannski búast við því. Þetta eru ungir strákar og búið var að byggja upp hátt spennustig. Þegar það brotnaði þá brotnaði það í mél," sagði Konráð Olavsson, þjálfari Aftureldingar. „Það vantaði meiri klókindi sóknarlega í seinni hálfleik, við fengum ódýr mörk á okkur úr hraðaupphlaupum og þá var leikurinn farinn." „Þetta fer í reynslubankann. Það er engin klisja að segja það í þessu tilfelli. Við þurfum bara að skoða þennan leik í rólegheitum." „Við reyndum ýmislegt sem ekki gekk upp. Eftirá að hyggja voru þeir bara númeri of stórir og við misstum móðinn í lokin. Markmið númer eitt er að taka deildina." Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Ungt lið Aftureldingar mölbrotnaði í seinni hálfleik gegn ÍR í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í dag. Framan af var baráttan hörð milli liðanna en yfirburðir ÍR-inga þegar á leið voru algjörir. Úrslitin urðu 35-22. Mosfellingar komust aldrei yfir í leiknum en um miðjan fyrri hálfleikinn byrjaði að skilja á milli. ÍR nýtti sér dapran varnarleik andstæðingana og hafði fjögurra marka forystu í hálfleik. Arnór Freyr Stefánsson markvörður kom svo í rammann hjá ÍR í seinni hálfleik og sá til þess að leikurinn varð ekki spennandi. Breiðhyltingar voru í banastuði og Bjarki Sigurðsson þjálfari gat leyft sér að hvíla lykilmenn. Arnór varði 18 skot í seinni hálfleik en markahæstur í leiknum var Arnar Birkir Hálfdánsson sem skoraði 8 mörk. Böðvar Páll Ásgeirsson var með 6 fyrir Aftureldingu. Pressan fyrir leik var á ÍR. Liðið er í 5. sæti efstu deildar en Afturelding á toppi B-deildarinnar. ÍR stóðst pressuna og rúmlega það á meðan ungt lið Mosfellinga fór í þúsund mola á stóra gula sviðinu í Laugardalshöll.Bjarki Sigurðsson: Þeir virkuðu taugaveiklaðir„Liðsheildin var sterk og hún skóp þetta. Í fyrri hálfleik vorum við að finna hvernig andstæðingurinn væri að spila og fara yfir skipulagið þeirra," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir sigurinn stóra. „Varnarleikurinn var aðeins á hælunum í fyrri hálfleik en við löguðum það í hálfleik með því að fara vel yfir hlutina. Þegar Arnór kom heitur inn í seinni hálfleik þá efldist sjálfstraustið og varnarleikurinn þéttist. Við spiluðum frábæran seinni hálfleik." „Það var að sjálfsögðu pressa á okkur að klára þetta. En Afturelding er að koma í fyrsta sinn í Höllina með svona marga unga stráka og þeir virkuðu taugaveiklaðir." Bjarki segir það hafa verið þægilegt að hafa svona örugga forystu í seinni hálfleik og getað rúllað á mannskapnum enda úrslitaleikurinn strax á morgun. „Þegar 15 mínútur voru eftir var hægt að hvíla lykilleikmenn og ég gerði það."Konráð: Þeir voru númeri of stórir„Liðið brotnaði illa og það mátti kannski búast við því. Þetta eru ungir strákar og búið var að byggja upp hátt spennustig. Þegar það brotnaði þá brotnaði það í mél," sagði Konráð Olavsson, þjálfari Aftureldingar. „Það vantaði meiri klókindi sóknarlega í seinni hálfleik, við fengum ódýr mörk á okkur úr hraðaupphlaupum og þá var leikurinn farinn." „Þetta fer í reynslubankann. Það er engin klisja að segja það í þessu tilfelli. Við þurfum bara að skoða þennan leik í rólegheitum." „Við reyndum ýmislegt sem ekki gekk upp. Eftirá að hyggja voru þeir bara númeri of stórir og við misstum móðinn í lokin. Markmið númer eitt er að taka deildina."
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira