Freyr: Vísir að kynslóðaskiptum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2014 14:30 Freyr, til vinstri, og Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari, á fundinum í dag. Vísir/Stefán Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, segir að æfingamótið á Algarve í Portúgal sé íslenska landsliðinu afar mikilvægt. Ísland hefur undanfarin ár tekið þátt í mótinu á Algarve sem er sótt af mörgum sterkustu landsliðum heims. Ísland er til að mynda í riðli með Evrópumeisturum Þýskalands, Noregi og Kína. Freyr tilkynnti leikmannhóp sinn í dag en alls tekur hann 23 leikmenn með sér til Portúgals. „Við lítum á mótið sem æfingamót og ætlum að reyna að skoða sem flesta leikmenn. Leikmenn okkar þurfa á reynslu að halda og við þurfum að skoða hvaða leikmenn skara fram úr í sínum stöðum,“ sagði Freyr við Vísi í dag. Hann segir að hópurinn sé sá sterkasti sem honum hafi staðið til boða að þessu sinni. „Við eigum þó inni leikmenn sem hafa verið í meiðslum, eins og Sif Atladóttur og HólmfríðiMagnúsdóttur. Þá eru Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir að koma til baka úr krossbandsslitum sem eru góðar fréttir fyrir okkur.“ „Það eru vissulega fleiri leikmenn að banka á dyrnar en það sést á hópnum að þetta er ákveðinn vísir að kynslóðaskiptum í landsliðinu. Við erum með marga óreynda leikmenn.“ Alls eru fjórtán leikmenn sem spila á Íslandi í hópnum sem er það mesta í nokkur ár. „Það mun reyna á þessa ungu og óreyndu leikmenn,“ segir Freyr. „Þetta er þróun sem við getum ekki litið framhjá og skiptir máli að við bregðumst rétt við. Þessir leikmenn þurfa að fá tækifæri og svigrúm til að gera mistök.“ Freyr segir að mótið á Algarve skipti miklu máli fyrir hans lið. „Sérstaklega sem undirbúningur fyrir næstu verkefni. Það er stutt í næstu leiki í undankeppni HM - gegn Ísrael og Möltu í byrjun apríl - og við höfum lítið getað æft saman. Nú fáum við tíu daga saman sem er algjörlega ómetanlegt svo við getum mótað okkar leikfræði fyrir leikina í apríl.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ungt landslið til Algarve Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti í dag þá 23 leikmenn sem skipa íslenska landsliðið sem fer á æfingamótið í Algarve í næsta mánuði. 24. febrúar 2014 13:48 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, segir að æfingamótið á Algarve í Portúgal sé íslenska landsliðinu afar mikilvægt. Ísland hefur undanfarin ár tekið þátt í mótinu á Algarve sem er sótt af mörgum sterkustu landsliðum heims. Ísland er til að mynda í riðli með Evrópumeisturum Þýskalands, Noregi og Kína. Freyr tilkynnti leikmannhóp sinn í dag en alls tekur hann 23 leikmenn með sér til Portúgals. „Við lítum á mótið sem æfingamót og ætlum að reyna að skoða sem flesta leikmenn. Leikmenn okkar þurfa á reynslu að halda og við þurfum að skoða hvaða leikmenn skara fram úr í sínum stöðum,“ sagði Freyr við Vísi í dag. Hann segir að hópurinn sé sá sterkasti sem honum hafi staðið til boða að þessu sinni. „Við eigum þó inni leikmenn sem hafa verið í meiðslum, eins og Sif Atladóttur og HólmfríðiMagnúsdóttur. Þá eru Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir að koma til baka úr krossbandsslitum sem eru góðar fréttir fyrir okkur.“ „Það eru vissulega fleiri leikmenn að banka á dyrnar en það sést á hópnum að þetta er ákveðinn vísir að kynslóðaskiptum í landsliðinu. Við erum með marga óreynda leikmenn.“ Alls eru fjórtán leikmenn sem spila á Íslandi í hópnum sem er það mesta í nokkur ár. „Það mun reyna á þessa ungu og óreyndu leikmenn,“ segir Freyr. „Þetta er þróun sem við getum ekki litið framhjá og skiptir máli að við bregðumst rétt við. Þessir leikmenn þurfa að fá tækifæri og svigrúm til að gera mistök.“ Freyr segir að mótið á Algarve skipti miklu máli fyrir hans lið. „Sérstaklega sem undirbúningur fyrir næstu verkefni. Það er stutt í næstu leiki í undankeppni HM - gegn Ísrael og Möltu í byrjun apríl - og við höfum lítið getað æft saman. Nú fáum við tíu daga saman sem er algjörlega ómetanlegt svo við getum mótað okkar leikfræði fyrir leikina í apríl.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ungt landslið til Algarve Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti í dag þá 23 leikmenn sem skipa íslenska landsliðið sem fer á æfingamótið í Algarve í næsta mánuði. 24. febrúar 2014 13:48 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjá meira
Ungt landslið til Algarve Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, tilkynnti í dag þá 23 leikmenn sem skipa íslenska landsliðið sem fer á æfingamótið í Algarve í næsta mánuði. 24. febrúar 2014 13:48