Janúkóvítsj eyddi 4,6 milljörðum í ljósakrónur Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. febrúar 2014 11:04 Viktor Janúkovitsj VISIR/AFP Mótmælendur í Úkraínu hafa komist yfir skjalasafn fyrrum forseta landsins, Viktors Janúkóvítsj. Í safninu kennir ýmissa grasa en útgjöld forsetaembættins hafa vakið mesta athygli, eins og The Telegraph greindi frá í gær. Árleg laun forsetans námu 100.000 bandaríkjadölum (um 11,2 milljónir króna) en skjöl sem mótmælendur hafa undir höndum sýna millifærslur, margar hverjar upp á milljónir dollara frá ónafngreindum greiðendum, inn á reikninga forsetans. Hið 57 hektara jarðnæði forsetans er orðin táknmynd spillingarinnar og mútuþægninnar sem hann lagði stund á meðan hann sat á valdastóli. Heimili hans taldi fimm hæða höll sem áætlað er að hafi kostað 300 milljónir dala að byggja (um 34 milljarða króna), lúxusbílasafn, fullt gróðurhús af bananatrjám og einkadýragarð sem innihélt meðal annars strúta og páfugla. Almenningi hefur nú verið gert kleift að heimsækja höllina og stóð húsið opið á milli klukkan 9 og 4 í gær, sunnudag. Miklar umferðateppur mynduðust til og frá höllinni þegar áhugasamir þegnar landsins flykktust að til að bera hana augum en framtíð hallarinnar er óráðin. Uppi eru hugmyndir um að nýta stórhýsið í framtíðinni, sem nú ber nafnið „Spillingarsafnið“, sem geðsjúkrahús eða munaðarleysingjahæli. Í skjali forsetans sem dagsett er 23. mars 2010, einungis mánuði eftir að hann sór forsetaeiðinn, sést hvernig Janúkóvítsj eyddi 30 milljónum evra (4,6 milljörðum) í ljósakrónur, þar af kostaði sú sem prýddi anddyri hússins 8 milljónir evra. Tveimur mánuðum síðar keypti forsetaembættið viðarhúsgögn í setustofu hallarinnar af þýska framleiðandanum Brunold fyrir 1,7 milljónir evra (263 milljónir króna). Úkraínskur blaðamaður hjá Kænugarðspóstinum opinberaði á Twitter síðu sinni reikninginn sem hljóðaði upp á 1,000 bandaríkjadali en þeir runnu í sjúkrasjóð fisks forsetans. Önnur dýr Janúkóvítsj fóru þó ekki varhluta af spillingunni en forsetinn spreðaði um 10,000 dölum (1,1 milljón króna) í sérútbúin nafnspjöld fyrir dýr búgarðsins. Úkraína Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Mótmælendur í Úkraínu hafa komist yfir skjalasafn fyrrum forseta landsins, Viktors Janúkóvítsj. Í safninu kennir ýmissa grasa en útgjöld forsetaembættins hafa vakið mesta athygli, eins og The Telegraph greindi frá í gær. Árleg laun forsetans námu 100.000 bandaríkjadölum (um 11,2 milljónir króna) en skjöl sem mótmælendur hafa undir höndum sýna millifærslur, margar hverjar upp á milljónir dollara frá ónafngreindum greiðendum, inn á reikninga forsetans. Hið 57 hektara jarðnæði forsetans er orðin táknmynd spillingarinnar og mútuþægninnar sem hann lagði stund á meðan hann sat á valdastóli. Heimili hans taldi fimm hæða höll sem áætlað er að hafi kostað 300 milljónir dala að byggja (um 34 milljarða króna), lúxusbílasafn, fullt gróðurhús af bananatrjám og einkadýragarð sem innihélt meðal annars strúta og páfugla. Almenningi hefur nú verið gert kleift að heimsækja höllina og stóð húsið opið á milli klukkan 9 og 4 í gær, sunnudag. Miklar umferðateppur mynduðust til og frá höllinni þegar áhugasamir þegnar landsins flykktust að til að bera hana augum en framtíð hallarinnar er óráðin. Uppi eru hugmyndir um að nýta stórhýsið í framtíðinni, sem nú ber nafnið „Spillingarsafnið“, sem geðsjúkrahús eða munaðarleysingjahæli. Í skjali forsetans sem dagsett er 23. mars 2010, einungis mánuði eftir að hann sór forsetaeiðinn, sést hvernig Janúkóvítsj eyddi 30 milljónum evra (4,6 milljörðum) í ljósakrónur, þar af kostaði sú sem prýddi anddyri hússins 8 milljónir evra. Tveimur mánuðum síðar keypti forsetaembættið viðarhúsgögn í setustofu hallarinnar af þýska framleiðandanum Brunold fyrir 1,7 milljónir evra (263 milljónir króna). Úkraínskur blaðamaður hjá Kænugarðspóstinum opinberaði á Twitter síðu sinni reikninginn sem hljóðaði upp á 1,000 bandaríkjadali en þeir runnu í sjúkrasjóð fisks forsetans. Önnur dýr Janúkóvítsj fóru þó ekki varhluta af spillingunni en forsetinn spreðaði um 10,000 dölum (1,1 milljón króna) í sérútbúin nafnspjöld fyrir dýr búgarðsins.
Úkraína Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira