Vilja handtaka Janúkóvítsj 24. febrúar 2014 08:52 vísir/afp Stjórnvöld í Úkraínu hafa gefið út handtökuskipun á hendur fyrrverandi forseta landsins, Viktori Janúkóvítsj. Þetta kemur fram í Facebook færslu Arsens Avakovs, innanríkisráðherra. BBC greinir frá. Þar segir að opinber glæparannsókn sé nú hafin á embættisfærslum forsetans fyrrverandi vegna gruns um að hann hafi fyrirskipað morð á stjórnarandstæðingum í átökunum í Kænugarði í síðustu viku þar sem tugir féllu. Þingmenn í Úkraínu greiddu atkvæði með því að Janúkóvítsj yrði vikið úr embætti á laugardaginn. Mótmæli höfðu staðið yfir í marga mánuði eftir að forsetinn fyrrverandi hafnaði að rita undir samning við Evrópusambandið. Rússar eru allt annað en sáttir við ákvörðun þingsins enda verið í góðu sambandi við Janúkóvítsj. Þeir hafa kallað sendiherra sinn heim til Rússlands. Utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov, sagði að stjórnarandstæðingar hefðu tekið völdin í eigin hendur, neitað að afvopnast og treystu á ofbeldi í aðgerðum sínum. Olexander Túrtsjínov, sem gegnir stöðu forseta til bráðabirgða, hefur lýst því yfir að Úkraína vilji áframhaldandi gott samstarf við Rússa. Þingið hefur til morguns til að mynda nýja ríkisstjórn. Úkraína Tengdar fréttir Misvísandi tölur um mannfall í Kænugarði: Meira en hundrað sagðir látnir Átökin milli mótmælenda og lögreglu í Úkraínu hafa harðnað mjög frá því í fyrradag. 20. febrúar 2014 14:24 Utanríkismálanefnd vill lýsa yfir stuðningi við aðgerðir ESB „Utanríkismálanefnd telur ástæðu til þess að íslensk stjórnvöld lýsi yfir stuðningi við þvingunaraðgerðir nágranna okkar gegn aðilum sem eru taldir bera ábyrgð á ofbeldisverkum og ástandinu í Úkraínu,“ segir Birgir Ármannsson 21. febrúar 2014 12:11 Tímósjenkó mun bjóða sig fram til forseta Fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu var látinn laus úr fangelsi í dag. 22. febrúar 2014 18:21 Spilling var orðin þjóðaríþrótt í Úkraínu Háskólaneminn Sergii Artamonov bindur vonir við að betri tímar blasi við í Úkraínu eftir að Janúkóvitsj var sviptur völdum. 23. febrúar 2014 20:00 Taka ekki afstöðu til Úkraínumanna á Íslandi að svo stöddu Ástandið er bundið við afmarkaða staðsetningu að því er virðist segir í svari frá innanríkisráðuneytinu en meta verði hvert mál fyrir sig. 21. febrúar 2014 13:31 Enn barist í Kænugarði þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé Til átaka kom á ný í Kænugarði í Úkraínu í morgun þrátt fyrir yfirlýsingu Janúkóvits forseta í gærkvöldi þess efnis að samið hefði verið um vopnahlé á milli mótmælenda og stjórnvalda. 20. febrúar 2014 07:47 Sættir milli stjórnarandstöðu og forseta Úkraínu Viktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, og leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa undirritað samning þess efnis að forsetakosningar fari fram í landinu fyrir áramót. Þá verður stjórnarskrá landsins frá árinu 2004 tekin upp að nýju. 21. febrúar 2014 17:15 Mótmælendur í Kænugarði endurskipuleggja sig Loft var lævi blandið í höfuðborg Úkraínu í morgun, en í gær sló mótmælendum og lögreglu saman með þeim afleiðingum að tugir manna létust og fjöldi manna særðust. 21. febrúar 2014 07:18 Kosningum flýtt í Úkraínu Forseti landsins samþykkir að flýta kosningum, takmarka eigin völd og endurvekja 10 ára gamla stjórnarskrá landsins. 21. febrúar 2014 11:37 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Stjórnvöld í Úkraínu hafa gefið út handtökuskipun á hendur fyrrverandi forseta landsins, Viktori Janúkóvítsj. Þetta kemur fram í Facebook færslu Arsens Avakovs, innanríkisráðherra. BBC greinir frá. Þar segir að opinber glæparannsókn sé nú hafin á embættisfærslum forsetans fyrrverandi vegna gruns um að hann hafi fyrirskipað morð á stjórnarandstæðingum í átökunum í Kænugarði í síðustu viku þar sem tugir féllu. Þingmenn í Úkraínu greiddu atkvæði með því að Janúkóvítsj yrði vikið úr embætti á laugardaginn. Mótmæli höfðu staðið yfir í marga mánuði eftir að forsetinn fyrrverandi hafnaði að rita undir samning við Evrópusambandið. Rússar eru allt annað en sáttir við ákvörðun þingsins enda verið í góðu sambandi við Janúkóvítsj. Þeir hafa kallað sendiherra sinn heim til Rússlands. Utanríkisráðherra Rússa, Sergei Lavrov, sagði að stjórnarandstæðingar hefðu tekið völdin í eigin hendur, neitað að afvopnast og treystu á ofbeldi í aðgerðum sínum. Olexander Túrtsjínov, sem gegnir stöðu forseta til bráðabirgða, hefur lýst því yfir að Úkraína vilji áframhaldandi gott samstarf við Rússa. Þingið hefur til morguns til að mynda nýja ríkisstjórn.
Úkraína Tengdar fréttir Misvísandi tölur um mannfall í Kænugarði: Meira en hundrað sagðir látnir Átökin milli mótmælenda og lögreglu í Úkraínu hafa harðnað mjög frá því í fyrradag. 20. febrúar 2014 14:24 Utanríkismálanefnd vill lýsa yfir stuðningi við aðgerðir ESB „Utanríkismálanefnd telur ástæðu til þess að íslensk stjórnvöld lýsi yfir stuðningi við þvingunaraðgerðir nágranna okkar gegn aðilum sem eru taldir bera ábyrgð á ofbeldisverkum og ástandinu í Úkraínu,“ segir Birgir Ármannsson 21. febrúar 2014 12:11 Tímósjenkó mun bjóða sig fram til forseta Fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu var látinn laus úr fangelsi í dag. 22. febrúar 2014 18:21 Spilling var orðin þjóðaríþrótt í Úkraínu Háskólaneminn Sergii Artamonov bindur vonir við að betri tímar blasi við í Úkraínu eftir að Janúkóvitsj var sviptur völdum. 23. febrúar 2014 20:00 Taka ekki afstöðu til Úkraínumanna á Íslandi að svo stöddu Ástandið er bundið við afmarkaða staðsetningu að því er virðist segir í svari frá innanríkisráðuneytinu en meta verði hvert mál fyrir sig. 21. febrúar 2014 13:31 Enn barist í Kænugarði þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé Til átaka kom á ný í Kænugarði í Úkraínu í morgun þrátt fyrir yfirlýsingu Janúkóvits forseta í gærkvöldi þess efnis að samið hefði verið um vopnahlé á milli mótmælenda og stjórnvalda. 20. febrúar 2014 07:47 Sættir milli stjórnarandstöðu og forseta Úkraínu Viktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, og leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa undirritað samning þess efnis að forsetakosningar fari fram í landinu fyrir áramót. Þá verður stjórnarskrá landsins frá árinu 2004 tekin upp að nýju. 21. febrúar 2014 17:15 Mótmælendur í Kænugarði endurskipuleggja sig Loft var lævi blandið í höfuðborg Úkraínu í morgun, en í gær sló mótmælendum og lögreglu saman með þeim afleiðingum að tugir manna létust og fjöldi manna særðust. 21. febrúar 2014 07:18 Kosningum flýtt í Úkraínu Forseti landsins samþykkir að flýta kosningum, takmarka eigin völd og endurvekja 10 ára gamla stjórnarskrá landsins. 21. febrúar 2014 11:37 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Misvísandi tölur um mannfall í Kænugarði: Meira en hundrað sagðir látnir Átökin milli mótmælenda og lögreglu í Úkraínu hafa harðnað mjög frá því í fyrradag. 20. febrúar 2014 14:24
Utanríkismálanefnd vill lýsa yfir stuðningi við aðgerðir ESB „Utanríkismálanefnd telur ástæðu til þess að íslensk stjórnvöld lýsi yfir stuðningi við þvingunaraðgerðir nágranna okkar gegn aðilum sem eru taldir bera ábyrgð á ofbeldisverkum og ástandinu í Úkraínu,“ segir Birgir Ármannsson 21. febrúar 2014 12:11
Tímósjenkó mun bjóða sig fram til forseta Fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu var látinn laus úr fangelsi í dag. 22. febrúar 2014 18:21
Spilling var orðin þjóðaríþrótt í Úkraínu Háskólaneminn Sergii Artamonov bindur vonir við að betri tímar blasi við í Úkraínu eftir að Janúkóvitsj var sviptur völdum. 23. febrúar 2014 20:00
Taka ekki afstöðu til Úkraínumanna á Íslandi að svo stöddu Ástandið er bundið við afmarkaða staðsetningu að því er virðist segir í svari frá innanríkisráðuneytinu en meta verði hvert mál fyrir sig. 21. febrúar 2014 13:31
Enn barist í Kænugarði þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé Til átaka kom á ný í Kænugarði í Úkraínu í morgun þrátt fyrir yfirlýsingu Janúkóvits forseta í gærkvöldi þess efnis að samið hefði verið um vopnahlé á milli mótmælenda og stjórnvalda. 20. febrúar 2014 07:47
Sættir milli stjórnarandstöðu og forseta Úkraínu Viktor Janúkovítsj, forseti Úkraínu, og leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafa undirritað samning þess efnis að forsetakosningar fari fram í landinu fyrir áramót. Þá verður stjórnarskrá landsins frá árinu 2004 tekin upp að nýju. 21. febrúar 2014 17:15
Mótmælendur í Kænugarði endurskipuleggja sig Loft var lævi blandið í höfuðborg Úkraínu í morgun, en í gær sló mótmælendum og lögreglu saman með þeim afleiðingum að tugir manna létust og fjöldi manna særðust. 21. febrúar 2014 07:18
Kosningum flýtt í Úkraínu Forseti landsins samþykkir að flýta kosningum, takmarka eigin völd og endurvekja 10 ára gamla stjórnarskrá landsins. 21. febrúar 2014 11:37