Rosberg fljótastur - Raikkonon klessti bílinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. febrúar 2014 23:30 Mercedes-bíllinn er að gera góða hluti. Vísir/Getty Nico Rosberg var fljótastur á æfingu Formúluliðanna í dag á tímanum 1:33.283 sem er besti tími æfinganna í Bahrain. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Lewis Hamilton, var fljótastur í gær. Rosberg ók einnig flesta hringi í dageða 89 talsins. Jenson Button á McLaren átti annan besta tímann í dag. Besti tími hans var 1:34.957 sem er talsvert á eftir Rosberg. Margt virðist því benda til þess að Mercedes liðið sé með mjög góðan bíl. En Rosberg segir að munur á bensínmagni um borð útskýri sennilega þetta mikla bil á tímunum. Red Bull er enn að glíma við ýmis vandamál. Daniel Ricciardo ók 15 hringi í dag á Red Bull+bílnum og náði einungis í sjöunda besta tímanum. Heimsmeistararnir þurfa að fara að finna lausn á sínum vanda. Einungis ein æfingavika er eftir en hún verður í næstu viku, í Bahrain líkt og nú. Kimi Raikkonen á Ferrari klessti bíl sinn undir lok dags. Hann var búinn að setja þriðja hraðasta hring og ók samtals 81 hring. Ferrari vill ekki segja hvað klikkaði en framendi bílsins er illa leikinn. Hugsanlega gerði Raikkonen ökumannsmistök. Hinn 21 árs þróunar- og varaökumaður hjá Williams, Felipe Nasr, fór 87 hringi í dag og náði fjórða besta tímanum. Hann uppfyllir þar með skilyrðin til að ná sér í ofurleyfi, til að aka keppa í formúlu 1. Til þess þarf meðal annars að aka 300 km í slíkum bíl. Formúla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Nico Rosberg var fljótastur á æfingu Formúluliðanna í dag á tímanum 1:33.283 sem er besti tími æfinganna í Bahrain. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Lewis Hamilton, var fljótastur í gær. Rosberg ók einnig flesta hringi í dageða 89 talsins. Jenson Button á McLaren átti annan besta tímann í dag. Besti tími hans var 1:34.957 sem er talsvert á eftir Rosberg. Margt virðist því benda til þess að Mercedes liðið sé með mjög góðan bíl. En Rosberg segir að munur á bensínmagni um borð útskýri sennilega þetta mikla bil á tímunum. Red Bull er enn að glíma við ýmis vandamál. Daniel Ricciardo ók 15 hringi í dag á Red Bull+bílnum og náði einungis í sjöunda besta tímanum. Heimsmeistararnir þurfa að fara að finna lausn á sínum vanda. Einungis ein æfingavika er eftir en hún verður í næstu viku, í Bahrain líkt og nú. Kimi Raikkonen á Ferrari klessti bíl sinn undir lok dags. Hann var búinn að setja þriðja hraðasta hring og ók samtals 81 hring. Ferrari vill ekki segja hvað klikkaði en framendi bílsins er illa leikinn. Hugsanlega gerði Raikkonen ökumannsmistök. Hinn 21 árs þróunar- og varaökumaður hjá Williams, Felipe Nasr, fór 87 hringi í dag og náði fjórða besta tímanum. Hann uppfyllir þar með skilyrðin til að ná sér í ofurleyfi, til að aka keppa í formúlu 1. Til þess þarf meðal annars að aka 300 km í slíkum bíl.
Formúla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira