Gunnar: Ekki slæmt að vera á vinalista Dana White Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. mars 2014 11:32 Dana White, forseti UFC, og Gunnar eftir bardagann í gær. Vísir/Getty Gunnar Nelson segir í samtali við Vísi vera ánægður með þau skilaboð sem hann sendi með sigrinum á Omari Akhmedov í gær. „Maður sendir alltaf ákveðin skilaboð út í þetta samfélag eftir hvern sigur - sérstaklega þegar hann er svona sannfærandi,“ sagði Gunnar af sinni alkunnu yfirvegun þegar Vísir sló á þráðinn til hans í morgun. Hann var þá staddur í hótelherbergi sínu í Lundúnum. „Ég er bara helvíti hress með þetta,“ bætti hann við í léttum dúr. „Þetta gekk alveg vonum framar. Bardaginn fór á minn veg frá a til ö og alltaf gaman þegar hlutirnir ganga svona vel upp.“Gunnar tekur andstæðing sinn hálstaki í gær.Vísir/GettyÍ viðtali sem Gunnar veitti í átthyrningnum eftir bardagann í gær sagðist hann aldrei fara inn í bardaga með ákveðna leikáætlun í huga. En hann sagðist hafa ákveðnar hugmyndir um hvernig Akhmedov myndi berjast. „Við vissum að hann myndi sveifla höndunum með gríðarlegum krafti. Högg eins og þau sem hann veitir eru hrikalega þung og öflug. Þau taka talsvert úr manni,“ sagði Gunnar. „En þau eru líka hægari og auðveldara að sjá þau. Ég tók mér því smá tíma til að pressa á hann og fá hann til að slá. Á þeim tíma er ég að lesa hann og næ svo að koma inn með eitt högg sem smellhitti hann og þá hrundi hann í gólfið.“ „Þá tók „mountið“ við og ég fór aðeins að mýkja hann,“ bætti Gunnar við en eftir að glíman tók við í gólfinu lét Gunnar höggin dynja á Akhmedov, bæði með hnefa og olnboga. Rússinn fékk skurð undir vinstra auganu sem blæddi talsvert úr en það sást ekkert á Gunnari.Gunnar lét höggin dynja á Akhmedov.Vísir/GettyEftir bardagann fékk Gunnar mikið lof frá Dana White, forseta UFC, sem veitti honum sérstakan frammistöðubónus upp á 50 þúsund dali - um fimm og hálfa milljón króna. „Hann leit stórkostlega vel út í kvöld. Hugsið um það, hann er búinn að vera meiddur í töluverðan tíma, kemur til baka og berst við grjótharðan mann. Hann leit stórkostlega út og ég var hæstánægður með frammistöðu hans,“ sagði White og Gunnar var ánægður með þessi orð hans. „Þetta er bara flott mál. Það er ekki slæmt að vera á vinalista hjá Dana White,“ sagði Gunnar. Fram kom á blaðamannafundinum að Gunnar hefði áhuga á að taka þátt í UFC-bardagakvöldi sem fer fram í Dublin í Írlandi í júlí. „Það væri gaman en þessir menn eru að skipuleggja þetta allt saman. Ég bíð bara eftir næsta símtali og þá kemur þetta í ljós.“ Gunnar heldur næst til Dublin með þjálfara sínum, John Kavanagh, en kemur svo aftur heim til Íslands síðar í vikunni. MMA Tengdar fréttir Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Dana White, forseti UFC, veitti Gunnari 50 þúsund dali fyrir frammistöðu kvöldsins. 9. mars 2014 00:24 Glæsilegur sigur Gunnars - enn ósigraður Vísir er með beina textalýsingu frá bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov í UFC-deildinni í blönduðum bardagalistum (MMA). 8. mars 2014 19:00 Bardagi Gunnars í heild sinni Myndband af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov má sjá hér á Vísi. 8. mars 2014 22:10 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Gunnar Nelson segir í samtali við Vísi vera ánægður með þau skilaboð sem hann sendi með sigrinum á Omari Akhmedov í gær. „Maður sendir alltaf ákveðin skilaboð út í þetta samfélag eftir hvern sigur - sérstaklega þegar hann er svona sannfærandi,“ sagði Gunnar af sinni alkunnu yfirvegun þegar Vísir sló á þráðinn til hans í morgun. Hann var þá staddur í hótelherbergi sínu í Lundúnum. „Ég er bara helvíti hress með þetta,“ bætti hann við í léttum dúr. „Þetta gekk alveg vonum framar. Bardaginn fór á minn veg frá a til ö og alltaf gaman þegar hlutirnir ganga svona vel upp.“Gunnar tekur andstæðing sinn hálstaki í gær.Vísir/GettyÍ viðtali sem Gunnar veitti í átthyrningnum eftir bardagann í gær sagðist hann aldrei fara inn í bardaga með ákveðna leikáætlun í huga. En hann sagðist hafa ákveðnar hugmyndir um hvernig Akhmedov myndi berjast. „Við vissum að hann myndi sveifla höndunum með gríðarlegum krafti. Högg eins og þau sem hann veitir eru hrikalega þung og öflug. Þau taka talsvert úr manni,“ sagði Gunnar. „En þau eru líka hægari og auðveldara að sjá þau. Ég tók mér því smá tíma til að pressa á hann og fá hann til að slá. Á þeim tíma er ég að lesa hann og næ svo að koma inn með eitt högg sem smellhitti hann og þá hrundi hann í gólfið.“ „Þá tók „mountið“ við og ég fór aðeins að mýkja hann,“ bætti Gunnar við en eftir að glíman tók við í gólfinu lét Gunnar höggin dynja á Akhmedov, bæði með hnefa og olnboga. Rússinn fékk skurð undir vinstra auganu sem blæddi talsvert úr en það sást ekkert á Gunnari.Gunnar lét höggin dynja á Akhmedov.Vísir/GettyEftir bardagann fékk Gunnar mikið lof frá Dana White, forseta UFC, sem veitti honum sérstakan frammistöðubónus upp á 50 þúsund dali - um fimm og hálfa milljón króna. „Hann leit stórkostlega vel út í kvöld. Hugsið um það, hann er búinn að vera meiddur í töluverðan tíma, kemur til baka og berst við grjótharðan mann. Hann leit stórkostlega út og ég var hæstánægður með frammistöðu hans,“ sagði White og Gunnar var ánægður með þessi orð hans. „Þetta er bara flott mál. Það er ekki slæmt að vera á vinalista hjá Dana White,“ sagði Gunnar. Fram kom á blaðamannafundinum að Gunnar hefði áhuga á að taka þátt í UFC-bardagakvöldi sem fer fram í Dublin í Írlandi í júlí. „Það væri gaman en þessir menn eru að skipuleggja þetta allt saman. Ég bíð bara eftir næsta símtali og þá kemur þetta í ljós.“ Gunnar heldur næst til Dublin með þjálfara sínum, John Kavanagh, en kemur svo aftur heim til Íslands síðar í vikunni.
MMA Tengdar fréttir Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Dana White, forseti UFC, veitti Gunnari 50 þúsund dali fyrir frammistöðu kvöldsins. 9. mars 2014 00:24 Glæsilegur sigur Gunnars - enn ósigraður Vísir er með beina textalýsingu frá bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov í UFC-deildinni í blönduðum bardagalistum (MMA). 8. mars 2014 19:00 Bardagi Gunnars í heild sinni Myndband af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov má sjá hér á Vísi. 8. mars 2014 22:10 Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Fleiri fréttir Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Fékk fimm og hálfa milljón króna aukalega Dana White, forseti UFC, veitti Gunnari 50 þúsund dali fyrir frammistöðu kvöldsins. 9. mars 2014 00:24
Glæsilegur sigur Gunnars - enn ósigraður Vísir er með beina textalýsingu frá bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov í UFC-deildinni í blönduðum bardagalistum (MMA). 8. mars 2014 19:00
Bardagi Gunnars í heild sinni Myndband af UFC-bardaga Gunnars Nelson gegn Rússanum Omari Akhmedov má sjá hér á Vísi. 8. mars 2014 22:10