Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - ÍR 32-29 | Níu marka sveifla fyrir norðan Birgir H. Stefánsson á Akureyri skrifar 6. mars 2014 13:22 Mikið var í húfi fyrir leik og sérstaklega hjá leikmönnum ÍR sem eru í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en eftir um fjórar mínútur varði Kristófer Fannar Guðmundsson víti sem Bjarni Fritzson tók og við það virtist hann og lið ÍR detta í gang. Eftir um fimmtán mínútna leik var staðan orðin 5-11 en þá hófst nokkuð sérstakur viðsnúningur. Í raun var þetta afar svipað og hjá ÍR-ingum stuttu áður, þetta hófst á því að JovanKukobat varði víti. Heimamenn vöknuðu og fóru að taka þátt í leiknum á meðan botninn datt algjörlega úr leik ÍR. Það var Byrnjar Hólm Grétarsson sem jafnaði svo leikinn fyrir heimamenn á 27. mínútu með þrumuskoti fyrir utan teig, eitthvað sem þessi ungu leikmaður mætti alveg gera meira af ef marka má jöfnunarmarkið. Liðin skiptust á að skora fram að hálfleik en Bjarni Fritzson átti síðasta markið og heimamenn fóru inn í klefa marki yfir eftir hálfleik tveggja hálfleika, eins furðulega og það hljómar. Snemma í seinni hálfleiknum varð það ljóst hvert stefndi, Jovan Kukobat varði fyrstu þrjú skotin og þar á meðal voru tvö skot í röð. DavíðGeorgsson komst þá í ákjósanlegt færi, Jovan varði en boltinn barst aftur á Davíð sem var þá í enn betra færi en Jovan varði aftur og í þetta sinn nánast sitjandi á afturendanum. Þegar seinni hálfleikur var rétt við það að verða hálfnaður komst KristjánOrriJóhannsson inn úr horninu og kom heimamönnum fimm mörkum yfir, viðsnúningurinn á því stigi var því ellefu mörk á innan við þrjátíu mínútum. Leikmenn ÍR náði að bæta sinn leik aðeins undir lokin, fengu nokkur tækifæri til að minnka muninn niður í eitt mark en það gekk ekki og á endanum lönduðu heimamenn þriggja marka sigri og halda enn lífi í von þeirra að komast í úrslitakeppnina.Heimir Örn: Ungi stóri strákurinn var eins og reynslubolti „Nei alls ekki,“ sagði Heimir Örn þjálfari Akureyrar strax eftir leik þegar hann var spurður að því hvort að hann hafi verið nálægt því að gefast upp eftir byrjun leiksins. „Ég hef bara ekki séð svona lélega vörn hér í Höllinni í mörg ár, 5. flokkur hefði staðið sig betur í vörn. Þetta var skammarlegt en ég hafði enga trú á því að við værum ekki að fara að ná þessu í gang, þetta var ekki leikur til að byrja með.“ Jovan datt heldur betur í gírinn í seinni hálfleiknum og það virtist koma mönnum í gírinn. „Já, svo settum við líka Brynjar inn sem auka mann í sókn og ungi stóri strákurinn stóð sig frábærlega, var eins og reynslubolti með tvær stoðsendingar og eitt svakalegt mark.“ Þessi sjö manna sóknarútfærsla, er þetta eitthvað sem þið hafið verið að æfa? „Þetta auðvitað kom fyrir nokkrum árum síðan, held að það hafi verið Dagur Sigurðsson sem var mikið með þetta fyrst. Það eru flest lið að prófa sig áfram, þetta gekk í dag en gæti verið skelfilegt í næsta leik. Þetta er svolítið happdrætti en þetta gekk mjög vel í dag.“ Tölfræðilega er enn von á sæti í úrslitakeppni, er það ennþá stefnan? „Að sjálfsögðu, innbyrðis leikir núna við Val og Fram. Ég er búinn að segja það örugglega í mörgum viðtölum að á góðum degi erum við ekkert langt frá neinum liðum og jafnvel jafn góð. Eins og þú sérð á þessum leikjum við FH um daginn, eitt mark í sitt hvora áttina. ÍR-inga erum við núna búnir að vinna tvisvar en þeir okkur einu sinni en þeir eru samt búnir að ná í mikið fleiri stig en við. Því miður erum við of oft að detta á eitthvað lágt plan sem ég á erfitt með að skilja.“Bjarki Sigurðsson: Fannst liðið halda að þetta væri jafnvel komið „Maður þarf bara aðeins að láta hugann reika og tékka á því,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR aðspurður hvað var valdurinn að þessum mikla viðsnúning í leiknum. „Mér fannst bara liðið halda að þetta væri jafnvel komið. 11-5 og þá einhvernveginn fjarar undan, Akureyri taka leikhlé og fóru að berjast en við bökkuðum út úr því.“ Kom þessi sjö manna sóknarútfærsla Akureyringa ykkur á óvart? „Nei, ekki neitt. Við virtumst tapa öllum einvígum maður á mann, hvort sem það var í vörn eða sókn og það boðar ekkert gott.“ Það vantaði tvo stóra pósta í lið ÍR í dag og aðrir ekki á pari, er þetta frægi bikardraugurinn? „Nei, ég tel ekki svo vera. Þetta er fyrst og fremst hugarar. Allt í lagi, bikar er bikar og menn eru þreyttir eftir það en menn ættu að vera búnir að jafna sig. Við fórum yfir leikskipulagið en mér fannst menn bara mjög staðir. Þegar menn eru ekki að hlaupa í sínar hlaupaleiðir og fara eftir taktík og brjóta sig út jafnvel þá erum við í vondum málum.“ Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Mikið var í húfi fyrir leik og sérstaklega hjá leikmönnum ÍR sem eru í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Leikurinn fór nokkuð rólega af stað en eftir um fjórar mínútur varði Kristófer Fannar Guðmundsson víti sem Bjarni Fritzson tók og við það virtist hann og lið ÍR detta í gang. Eftir um fimmtán mínútna leik var staðan orðin 5-11 en þá hófst nokkuð sérstakur viðsnúningur. Í raun var þetta afar svipað og hjá ÍR-ingum stuttu áður, þetta hófst á því að JovanKukobat varði víti. Heimamenn vöknuðu og fóru að taka þátt í leiknum á meðan botninn datt algjörlega úr leik ÍR. Það var Byrnjar Hólm Grétarsson sem jafnaði svo leikinn fyrir heimamenn á 27. mínútu með þrumuskoti fyrir utan teig, eitthvað sem þessi ungu leikmaður mætti alveg gera meira af ef marka má jöfnunarmarkið. Liðin skiptust á að skora fram að hálfleik en Bjarni Fritzson átti síðasta markið og heimamenn fóru inn í klefa marki yfir eftir hálfleik tveggja hálfleika, eins furðulega og það hljómar. Snemma í seinni hálfleiknum varð það ljóst hvert stefndi, Jovan Kukobat varði fyrstu þrjú skotin og þar á meðal voru tvö skot í röð. DavíðGeorgsson komst þá í ákjósanlegt færi, Jovan varði en boltinn barst aftur á Davíð sem var þá í enn betra færi en Jovan varði aftur og í þetta sinn nánast sitjandi á afturendanum. Þegar seinni hálfleikur var rétt við það að verða hálfnaður komst KristjánOrriJóhannsson inn úr horninu og kom heimamönnum fimm mörkum yfir, viðsnúningurinn á því stigi var því ellefu mörk á innan við þrjátíu mínútum. Leikmenn ÍR náði að bæta sinn leik aðeins undir lokin, fengu nokkur tækifæri til að minnka muninn niður í eitt mark en það gekk ekki og á endanum lönduðu heimamenn þriggja marka sigri og halda enn lífi í von þeirra að komast í úrslitakeppnina.Heimir Örn: Ungi stóri strákurinn var eins og reynslubolti „Nei alls ekki,“ sagði Heimir Örn þjálfari Akureyrar strax eftir leik þegar hann var spurður að því hvort að hann hafi verið nálægt því að gefast upp eftir byrjun leiksins. „Ég hef bara ekki séð svona lélega vörn hér í Höllinni í mörg ár, 5. flokkur hefði staðið sig betur í vörn. Þetta var skammarlegt en ég hafði enga trú á því að við værum ekki að fara að ná þessu í gang, þetta var ekki leikur til að byrja með.“ Jovan datt heldur betur í gírinn í seinni hálfleiknum og það virtist koma mönnum í gírinn. „Já, svo settum við líka Brynjar inn sem auka mann í sókn og ungi stóri strákurinn stóð sig frábærlega, var eins og reynslubolti með tvær stoðsendingar og eitt svakalegt mark.“ Þessi sjö manna sóknarútfærsla, er þetta eitthvað sem þið hafið verið að æfa? „Þetta auðvitað kom fyrir nokkrum árum síðan, held að það hafi verið Dagur Sigurðsson sem var mikið með þetta fyrst. Það eru flest lið að prófa sig áfram, þetta gekk í dag en gæti verið skelfilegt í næsta leik. Þetta er svolítið happdrætti en þetta gekk mjög vel í dag.“ Tölfræðilega er enn von á sæti í úrslitakeppni, er það ennþá stefnan? „Að sjálfsögðu, innbyrðis leikir núna við Val og Fram. Ég er búinn að segja það örugglega í mörgum viðtölum að á góðum degi erum við ekkert langt frá neinum liðum og jafnvel jafn góð. Eins og þú sérð á þessum leikjum við FH um daginn, eitt mark í sitt hvora áttina. ÍR-inga erum við núna búnir að vinna tvisvar en þeir okkur einu sinni en þeir eru samt búnir að ná í mikið fleiri stig en við. Því miður erum við of oft að detta á eitthvað lágt plan sem ég á erfitt með að skilja.“Bjarki Sigurðsson: Fannst liðið halda að þetta væri jafnvel komið „Maður þarf bara aðeins að láta hugann reika og tékka á því,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari ÍR aðspurður hvað var valdurinn að þessum mikla viðsnúning í leiknum. „Mér fannst bara liðið halda að þetta væri jafnvel komið. 11-5 og þá einhvernveginn fjarar undan, Akureyri taka leikhlé og fóru að berjast en við bökkuðum út úr því.“ Kom þessi sjö manna sóknarútfærsla Akureyringa ykkur á óvart? „Nei, ekki neitt. Við virtumst tapa öllum einvígum maður á mann, hvort sem það var í vörn eða sókn og það boðar ekkert gott.“ Það vantaði tvo stóra pósta í lið ÍR í dag og aðrir ekki á pari, er þetta frægi bikardraugurinn? „Nei, ég tel ekki svo vera. Þetta er fyrst og fremst hugarar. Allt í lagi, bikar er bikar og menn eru þreyttir eftir það en menn ættu að vera búnir að jafna sig. Við fórum yfir leikskipulagið en mér fannst menn bara mjög staðir. Þegar menn eru ekki að hlaupa í sínar hlaupaleiðir og fara eftir taktík og brjóta sig út jafnvel þá erum við í vondum málum.“
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira