Viðskipti erlent

Forrit sem margfaldar lestrarhraða

Stefán Ó. Jónsson skrifar
MYND/SKJÁSKOT AF VEFSÍÐU
Hraðlestrarnámskeið heyra nú sögunni til, það er ef Spritz fær einhverju ráðið.

Bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið hefur nú hleypt af stokkunum hraðlestrarforriti sem það hefur unnið að undanfarin þrjú ár.

Forritið, sem ber nafn fyrirtækisins, kemur út samhliða nýrri línu raftækja frá Samsung sem hægt er að ganga með, til að mynda stafræn gleraugu.



Spritz vill gjörbylta lestrarvenjum fólks en galdurinn er tiltölulega einfaldur; mestur tími fer í það að lesa á milli orða en í forritinu gerist þess ekki þörf heldur blikka orðin, öll á sama stað.

Önnur forrit hafa nýtt sér tæknina en það sem er frábrugðið við Spritz er hvernig það kemur fyrir orðinu í lestrarviðmóti þess.

Við lestur nemur augað orð eilítið vinstra megin við miðju þeirra og raðar Spritz orðunum upp þannig að þessi punktur helst á sama stað um leið og textinn birtist.

Fyrirtækið sér fyrir sér að Spritz-hnappi verði komið fyrir í vöfrum og öðrum forritum svo að hægt verði að lesa allan texta á tölvutækuformi í lestrarviðmótinu.

Hér að neðan má sjá hvernig Spritz virkar en frekar upplýsingar má nálgast á vefsíðu fyrirtækisins.

Hér er lesið á 250 orða hraða en það er rétt rúmlega meðallestrarhraði sem er um 220 orð á mínútu. 250
350 orða hraði á mínútu: 350
500 orða hraði: 500





Fleiri fréttir

Sjá meira


×