Pútín segir aðgerðir Rússa á Krímskaga mannúðlegar Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. mars 2014 11:09 VISIR/AFP Vladímír Pútín Rússlandsforseti sagði að hagsmunir rússneskumælandi Úkraínumanna yrðu varðir með öllum tiltækum ráðum. Þetta kom fram í máli hans á fréttamannafundi sem lauk nú rétt í þessu. Pútín sagði að uppreisnin í Úkraínu stríddi gegn stjórnarskrá landsins og bæri öll merki vopnaðs valdaráns. Forsetinn sagði að fyrrum forseti Úkraínu, Viktor Janúkóvitsj, hafi samþykkt allar kröfur stjórnarandstöðunnar og að hann skildi kröfur Úkraínumanna um rótttækar breytingar í landinu en að standa þyrfti að þeim löglega. Rússlandsforseti sagði enga þörf á því að senda hermenn inn í Úkraínu þó möguleikinn á því væri enn til staðar. Innrás væri síðasta úrræðið sem stjórnvöld hans myndu grípa til. Pútín sagði einungis hluta úkraínska þingsins starfa í löglegu umboði þjóðarinnar en aðrir angar stjórnkerfsins gerðu það ekki, hvað þá Túrkínov, bráðabirgðaforseti landsins. Pútín lýsti yfir fullum stuðningi við Viktor Janúkóvitsj sem að hans mati er enn forseti landsins í ljósi þess að hann hafi ekki enn sagt af sér eða látist í embætti. Pútín: „Nasistar og gyðingahatarar leika nú lausum hala í Úkraínu, sérstaklega Kænugarði, og íbúar austari hluta landsins eru uggandi.“ Rússar muni beita sér fyrir því að verja hagsmuni þeirra gegn ofsóknum fyrrgreindra hópa með öllum tiltækum ráðum. Pútín rakti vandaræði á rússneskum mörkuðum til stefnu bandaríska seðlabankans en ekki atburðana í Úkraínu. Forsetinn svaraði alþjóðlegum gagnrýnisröddum um að aðgerðir Rússa væru ólöglegar. „Sjáið hvernig Bandaríkjamenn hafa hagað sér í Afghanistan, Írak og Líbýu. Íhlutun okkar er réttmæt því forseti Úkraínu falaðist eftir þessum aðgerðum. Við viljum standa vörð um hagsmuni fólksins á Krímsskaga, það er mannúðlegt. Við viljum ekki hneppa neinn í þrældóm.“ „Þeir sem tala fyrir viðskiptaþvingunum ættu að hugsa um afleiðingarnar því skaðinn af þeim yrði gagnkvæmur,“ sagði Pútín og beindi orðum sínum til Johns Kerry sem mælti fyrir slíkum aðgerðum í gær. Pútín neitaði því að hermennirnir sem gengu nú um Krímskaga og hertækju flugvelli væru á hans vegum. Þar væru á ferðinni innfæddir hermenn sem hygðust verja sig gegn öfgahópum í landinu. „Búningarnir eru þó mjög svipaðir rússneskum herbúningum,“ bætti Pútín við. Rússlandsforseti að hann hefði ekki í hyggju að innlima Úkraínu en að hann hvetti „íbúa Krímskagans til að nýta sér sjálfsákvörðunarréttinn.“ Vladímír Pútín áréttaði að samskiptum við stjórnvöld í Úkraínu verði einungis komið á þegar löglega kjörnir fulltrúar sitja þar við völd. Hann útilokaði ekki að Gazprom myndi stöðva flutninga á gasi til Úkraínu því þarlend stjórnvöld hefðu ekki staðið í skilum. Úkraína Tengdar fréttir ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. 3. mars 2014 07:00 Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19 Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir. 2. mars 2014 15:11 Vítisenglar Pútíns komnir til Úkraínu Náttúlfarnir eru þjóðernissinnuð bifhjólasamtök og ganga erinda forsetans í Austur-Evrópu. 3. mars 2014 15:19 Hvað gerist í Úkraínu: Þrír líklegustu möguleikarnir Þýska tímaritið Der Spiegel veltir fyrir sér út í hvað spennan í Úkraínu geti þróast á næstunni. 3. mars 2014 11:30 Janúkovítsj bað Pútín að senda hermenn til Úkraínu Óskaði eftir því bréfleiðis á laugardag. 3. mars 2014 22:29 Rússar gefa Úkraínu frest til klukkan 03:00 í nótt Rússneski flotinn á Svartahafi mun ráðast á Krímskaga ef úkraínskir hermenn þar gefast ekki upp. Þetta staðfesti úkraínska varnarmálaráðuneytið nú rétt í þessu. 3. mars 2014 16:05 Þræta fyrir að hafa sett úkraínska hernum úrslitakosti "Helber þvættingur,“ segir í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Rússlands. 3. mars 2014 18:12 Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48 Algjört óvissuástand á Krímskaga Allt er á suðupunkti á Krímskaga en úkraínski herinn er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra átaka við Rússa. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu og hótar að beita rússnesk stjórnvöld viðskiptaþvingunum. 2. mars 2014 19:29 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti sagði að hagsmunir rússneskumælandi Úkraínumanna yrðu varðir með öllum tiltækum ráðum. Þetta kom fram í máli hans á fréttamannafundi sem lauk nú rétt í þessu. Pútín sagði að uppreisnin í Úkraínu stríddi gegn stjórnarskrá landsins og bæri öll merki vopnaðs valdaráns. Forsetinn sagði að fyrrum forseti Úkraínu, Viktor Janúkóvitsj, hafi samþykkt allar kröfur stjórnarandstöðunnar og að hann skildi kröfur Úkraínumanna um rótttækar breytingar í landinu en að standa þyrfti að þeim löglega. Rússlandsforseti sagði enga þörf á því að senda hermenn inn í Úkraínu þó möguleikinn á því væri enn til staðar. Innrás væri síðasta úrræðið sem stjórnvöld hans myndu grípa til. Pútín sagði einungis hluta úkraínska þingsins starfa í löglegu umboði þjóðarinnar en aðrir angar stjórnkerfsins gerðu það ekki, hvað þá Túrkínov, bráðabirgðaforseti landsins. Pútín lýsti yfir fullum stuðningi við Viktor Janúkóvitsj sem að hans mati er enn forseti landsins í ljósi þess að hann hafi ekki enn sagt af sér eða látist í embætti. Pútín: „Nasistar og gyðingahatarar leika nú lausum hala í Úkraínu, sérstaklega Kænugarði, og íbúar austari hluta landsins eru uggandi.“ Rússar muni beita sér fyrir því að verja hagsmuni þeirra gegn ofsóknum fyrrgreindra hópa með öllum tiltækum ráðum. Pútín rakti vandaræði á rússneskum mörkuðum til stefnu bandaríska seðlabankans en ekki atburðana í Úkraínu. Forsetinn svaraði alþjóðlegum gagnrýnisröddum um að aðgerðir Rússa væru ólöglegar. „Sjáið hvernig Bandaríkjamenn hafa hagað sér í Afghanistan, Írak og Líbýu. Íhlutun okkar er réttmæt því forseti Úkraínu falaðist eftir þessum aðgerðum. Við viljum standa vörð um hagsmuni fólksins á Krímsskaga, það er mannúðlegt. Við viljum ekki hneppa neinn í þrældóm.“ „Þeir sem tala fyrir viðskiptaþvingunum ættu að hugsa um afleiðingarnar því skaðinn af þeim yrði gagnkvæmur,“ sagði Pútín og beindi orðum sínum til Johns Kerry sem mælti fyrir slíkum aðgerðum í gær. Pútín neitaði því að hermennirnir sem gengu nú um Krímskaga og hertækju flugvelli væru á hans vegum. Þar væru á ferðinni innfæddir hermenn sem hygðust verja sig gegn öfgahópum í landinu. „Búningarnir eru þó mjög svipaðir rússneskum herbúningum,“ bætti Pútín við. Rússlandsforseti að hann hefði ekki í hyggju að innlima Úkraínu en að hann hvetti „íbúa Krímskagans til að nýta sér sjálfsákvörðunarréttinn.“ Vladímír Pútín áréttaði að samskiptum við stjórnvöld í Úkraínu verði einungis komið á þegar löglega kjörnir fulltrúar sitja þar við völd. Hann útilokaði ekki að Gazprom myndi stöðva flutninga á gasi til Úkraínu því þarlend stjórnvöld hefðu ekki staðið í skilum.
Úkraína Tengdar fréttir ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. 3. mars 2014 07:00 Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19 Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir. 2. mars 2014 15:11 Vítisenglar Pútíns komnir til Úkraínu Náttúlfarnir eru þjóðernissinnuð bifhjólasamtök og ganga erinda forsetans í Austur-Evrópu. 3. mars 2014 15:19 Hvað gerist í Úkraínu: Þrír líklegustu möguleikarnir Þýska tímaritið Der Spiegel veltir fyrir sér út í hvað spennan í Úkraínu geti þróast á næstunni. 3. mars 2014 11:30 Janúkovítsj bað Pútín að senda hermenn til Úkraínu Óskaði eftir því bréfleiðis á laugardag. 3. mars 2014 22:29 Rússar gefa Úkraínu frest til klukkan 03:00 í nótt Rússneski flotinn á Svartahafi mun ráðast á Krímskaga ef úkraínskir hermenn þar gefast ekki upp. Þetta staðfesti úkraínska varnarmálaráðuneytið nú rétt í þessu. 3. mars 2014 16:05 Þræta fyrir að hafa sett úkraínska hernum úrslitakosti "Helber þvættingur,“ segir í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Rússlands. 3. mars 2014 18:12 Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48 Algjört óvissuástand á Krímskaga Allt er á suðupunkti á Krímskaga en úkraínski herinn er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra átaka við Rússa. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu og hótar að beita rússnesk stjórnvöld viðskiptaþvingunum. 2. mars 2014 19:29 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Sjá meira
ÖSE miðlar málum milli Úkraínu og Rússlands Vladímír Pútín Rússlandsforseti gekk að tillögu Angelu Merkel Þýskalandsforseta um að koma á starfshópi sem safnaði saman staðreyndum og héldi utan um samskipti vegna málefna Úkraínu. Hópinn leiði Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE. 3. mars 2014 07:00
Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19
Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir. 2. mars 2014 15:11
Vítisenglar Pútíns komnir til Úkraínu Náttúlfarnir eru þjóðernissinnuð bifhjólasamtök og ganga erinda forsetans í Austur-Evrópu. 3. mars 2014 15:19
Hvað gerist í Úkraínu: Þrír líklegustu möguleikarnir Þýska tímaritið Der Spiegel veltir fyrir sér út í hvað spennan í Úkraínu geti þróast á næstunni. 3. mars 2014 11:30
Janúkovítsj bað Pútín að senda hermenn til Úkraínu Óskaði eftir því bréfleiðis á laugardag. 3. mars 2014 22:29
Rússar gefa Úkraínu frest til klukkan 03:00 í nótt Rússneski flotinn á Svartahafi mun ráðast á Krímskaga ef úkraínskir hermenn þar gefast ekki upp. Þetta staðfesti úkraínska varnarmálaráðuneytið nú rétt í þessu. 3. mars 2014 16:05
Þræta fyrir að hafa sett úkraínska hernum úrslitakosti "Helber þvættingur,“ segir í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Rússlands. 3. mars 2014 18:12
Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48
Algjört óvissuástand á Krímskaga Allt er á suðupunkti á Krímskaga en úkraínski herinn er í viðbragðsstöðu vegna hugsanlegra átaka við Rússa. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna fordæmir hernaðaríhlutun Rússa í Úkraínu og hótar að beita rússnesk stjórnvöld viðskiptaþvingunum. 2. mars 2014 19:29