Baumruk-feðgar nú báðir bikarmeistarar Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. mars 2014 08:00 Petr Baumruk og Adam Haukur Baumruk með bikarmeistaratitilinn í Höllinni um síðustu helgi. Vísir/Daníel „Það var ofsalega gaman að sjá strákinn vinna bikarinn. Sjálfur vann ég hann tvisvar og veit hversu gaman það er að vinna svona stóra titla,“ segir Petr Baumruk, fyrrverandi stórskytta Hauka, sem horfði á son sinn, Adam Hauk Baumruk, vinna bikarmeistaratitilinn með Haukum um síðustu helgi. Petr skoraði tvö mörk fyrir Hauka þegar það vann KA í úrslitum bikarsins 1997 en það var jafnframt fyrsti stóri bikar félagsins. Hann bætti svo öðrum bikarmeistaratitli í safnið fjórum árum síðar og tveimur Íslandsmeistaratitlum áður en tólf ára ferli hans með Haukaliðinu lauk. Sautján árum eftir að stóri-Baumruk vann sinn fyrsta bikar er litli-Baumruk kominn á bragðið og eiga þeir eflaust eftir að verða fleiri. „Ég er rosalega ánægður með strákinn. Hann fær að spila meira núna og er að koma meira inn í varnarleikinn. Hann vantar smá reynslu í sókninni en þetta tekur allt sinn tíma. Adam er góður strákur sem veit hvað hann vill. Hann hefur tekið stórt skref fram á við í varnarleiknum og er líkamlega sterkari. Eldri strákarnir í liðinu og Patrekur hjálpa honum líka mikið,“ segir Petr sem var sjálfur þekktur fyrir frábæran varnarleik. Haukahjartað er stórt í Petr enda var það aðeins annað af tveimur félögum sem hann spilaði með á ferlinum. Hann lék með tékkneska stórveldinu Dukla Prag í heimalandinu í tíu ár og vann með því ótal titla, þar á meðal Evrópubikarinn 1984. Hann kom til Íslands árið 1990. „Ég spilaði þrjá vináttulandsleiki gegn íslandi eftir HM 1990. Viggó Sigurðsson var ánægður með mig og spurði hvort ég vildi ekki koma til Íslands. Hann hringdi svo svona 100 sinnum í mig til Tékklands og ég sló til. Sagðist ætla prófa og skrifaði undir þriggja ára samning. En nú er ég hér enn,“ segir Petr en ást hans á Haukum er svo mikil að sonurinn heitir eftir félaginu sem hann ann. Hann hefur undanfarin ár starfað í íþróttahúsinu og vinnur þar vaktavinnu en Petr hefur dregið sig aðeins út úr handboltanum undanfarin misseri. „Ég spilaði í mörg ár en nú er ég bara ánægður að vinna í húsinu og horfa á allar þessar íþróttir. Ég hjálpa stundum með varnaræfingar en er ekkert fastur. Þetta er líf mitt í dag og ég nýt þess,“ segir Petr Baumruk. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Haukarnir sigursælir í Höllinni á þessari öld Haukar eignuðust í gær sína aðra bikarmeistara á einni viku þegar karlalið félagsins varð bikarmeistari í handbolta en viku áður hafði kvennalið félagsins unnið bikarinn í körfubolta. 2. mars 2014 10:00 Haukarnir vinna bikarinn á tveggja ára fresti Haukar urðu í gær bikarmeistarar karla í handbolta eftir 22-21 sigur á ÍR í æsispennandi úrslitaleik í Laugardalshöll í gær. Þetta var þriðji bikarmeistaratitilinn hjá karlaliði Hauka á síðustu fimm árum. 2. mars 2014 08:00 Haukar bikarmeistarar í sjöunda sinn - viðtöl og myndir Haukar eru bikarmeistarar karla 2014 eftir 22-21 sigur á ÍR í rosalegum úrslitaleik í Laugardalshöll í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tíman en ÍR fékk síðustu sókn leiksins til að jafna metin. 1. mars 2014 00:01 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
„Það var ofsalega gaman að sjá strákinn vinna bikarinn. Sjálfur vann ég hann tvisvar og veit hversu gaman það er að vinna svona stóra titla,“ segir Petr Baumruk, fyrrverandi stórskytta Hauka, sem horfði á son sinn, Adam Hauk Baumruk, vinna bikarmeistaratitilinn með Haukum um síðustu helgi. Petr skoraði tvö mörk fyrir Hauka þegar það vann KA í úrslitum bikarsins 1997 en það var jafnframt fyrsti stóri bikar félagsins. Hann bætti svo öðrum bikarmeistaratitli í safnið fjórum árum síðar og tveimur Íslandsmeistaratitlum áður en tólf ára ferli hans með Haukaliðinu lauk. Sautján árum eftir að stóri-Baumruk vann sinn fyrsta bikar er litli-Baumruk kominn á bragðið og eiga þeir eflaust eftir að verða fleiri. „Ég er rosalega ánægður með strákinn. Hann fær að spila meira núna og er að koma meira inn í varnarleikinn. Hann vantar smá reynslu í sókninni en þetta tekur allt sinn tíma. Adam er góður strákur sem veit hvað hann vill. Hann hefur tekið stórt skref fram á við í varnarleiknum og er líkamlega sterkari. Eldri strákarnir í liðinu og Patrekur hjálpa honum líka mikið,“ segir Petr sem var sjálfur þekktur fyrir frábæran varnarleik. Haukahjartað er stórt í Petr enda var það aðeins annað af tveimur félögum sem hann spilaði með á ferlinum. Hann lék með tékkneska stórveldinu Dukla Prag í heimalandinu í tíu ár og vann með því ótal titla, þar á meðal Evrópubikarinn 1984. Hann kom til Íslands árið 1990. „Ég spilaði þrjá vináttulandsleiki gegn íslandi eftir HM 1990. Viggó Sigurðsson var ánægður með mig og spurði hvort ég vildi ekki koma til Íslands. Hann hringdi svo svona 100 sinnum í mig til Tékklands og ég sló til. Sagðist ætla prófa og skrifaði undir þriggja ára samning. En nú er ég hér enn,“ segir Petr en ást hans á Haukum er svo mikil að sonurinn heitir eftir félaginu sem hann ann. Hann hefur undanfarin ár starfað í íþróttahúsinu og vinnur þar vaktavinnu en Petr hefur dregið sig aðeins út úr handboltanum undanfarin misseri. „Ég spilaði í mörg ár en nú er ég bara ánægður að vinna í húsinu og horfa á allar þessar íþróttir. Ég hjálpa stundum með varnaræfingar en er ekkert fastur. Þetta er líf mitt í dag og ég nýt þess,“ segir Petr Baumruk.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Haukarnir sigursælir í Höllinni á þessari öld Haukar eignuðust í gær sína aðra bikarmeistara á einni viku þegar karlalið félagsins varð bikarmeistari í handbolta en viku áður hafði kvennalið félagsins unnið bikarinn í körfubolta. 2. mars 2014 10:00 Haukarnir vinna bikarinn á tveggja ára fresti Haukar urðu í gær bikarmeistarar karla í handbolta eftir 22-21 sigur á ÍR í æsispennandi úrslitaleik í Laugardalshöll í gær. Þetta var þriðji bikarmeistaratitilinn hjá karlaliði Hauka á síðustu fimm árum. 2. mars 2014 08:00 Haukar bikarmeistarar í sjöunda sinn - viðtöl og myndir Haukar eru bikarmeistarar karla 2014 eftir 22-21 sigur á ÍR í rosalegum úrslitaleik í Laugardalshöll í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tíman en ÍR fékk síðustu sókn leiksins til að jafna metin. 1. mars 2014 00:01 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Haukarnir sigursælir í Höllinni á þessari öld Haukar eignuðust í gær sína aðra bikarmeistara á einni viku þegar karlalið félagsins varð bikarmeistari í handbolta en viku áður hafði kvennalið félagsins unnið bikarinn í körfubolta. 2. mars 2014 10:00
Haukarnir vinna bikarinn á tveggja ára fresti Haukar urðu í gær bikarmeistarar karla í handbolta eftir 22-21 sigur á ÍR í æsispennandi úrslitaleik í Laugardalshöll í gær. Þetta var þriðji bikarmeistaratitilinn hjá karlaliði Hauka á síðustu fimm árum. 2. mars 2014 08:00
Haukar bikarmeistarar í sjöunda sinn - viðtöl og myndir Haukar eru bikarmeistarar karla 2014 eftir 22-21 sigur á ÍR í rosalegum úrslitaleik í Laugardalshöll í dag. Leikurinn var æsispennandi allan tíman en ÍR fékk síðustu sókn leiksins til að jafna metin. 1. mars 2014 00:01