"Eldflaugin“ með fullkominn ramma í úrslitum | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. mars 2014 23:00 Ronnie O'Sullivan er fimmfaldur heimsmeistari. Englendingurinn Ronnie „The Rocket“ O'Sullivan, fimmfaldur heimsmeistari í snóker, átti ekki í teljandi vandræðum með að vinna Kínverjann Ding Junhui, 9-3, í úrslitaviðureign opna velska meistaramótsins í snóker sem lauk í gærkvöldi. O'Sullivan, sem er af flestum talinn sá hæfileikaríkasti í sögu íþróttarinnar, komst snemma í 3-0 og tók öll völd í úrslitaleiknum þegar hann breytti stöðunni í 7-1. Þá átti Kínverjinn ekki möguleika lengur og vann O'Sullivann 26. stórmótið á ferlinum. O'Sulliven kláraði síðasta rammann með stæl en þar náði hann 147 stigum sem er það mesta sem hægt er að fá. Því ná menn með því að setja svörtu kúluna ofan í eftir hverja einustu rauðu kúlu og negla svo lituðu kúlunum niður í réttri röð. Þetta dreymir flesta snókerspilara um að ná að gera allavega einu sinni á ferlinum en „Eldflaugin“ náði þarna fullkomnum ramma í 12. sinn á ferlinum. Síðustu kúluna setti hann niður með vinstri hendi eftir að nota þá hægri í flestar aðrar aðgerðir í rammanum. Hann er jafnvígur hvort sem er með hægri eða vinstri. „Ég náði fyrstu ellefu með hægri hendi þannig þessi telur sem vinstri handar 147. Ég hefði ekki getað lagt lokaskotið betur upp,“ sagði Ronnie O'Sullivan eftir sigurinn. Hér að neðan má sjá „Eldflaugina“ ná 12. fullkomna rammanum á sínum ótrúlega ferli. Það tekur hann ríflega átta mínútur en gefið ykkur smá tíma. Svona gera bara snillingar. Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Sjá meira
Englendingurinn Ronnie „The Rocket“ O'Sullivan, fimmfaldur heimsmeistari í snóker, átti ekki í teljandi vandræðum með að vinna Kínverjann Ding Junhui, 9-3, í úrslitaviðureign opna velska meistaramótsins í snóker sem lauk í gærkvöldi. O'Sullivan, sem er af flestum talinn sá hæfileikaríkasti í sögu íþróttarinnar, komst snemma í 3-0 og tók öll völd í úrslitaleiknum þegar hann breytti stöðunni í 7-1. Þá átti Kínverjinn ekki möguleika lengur og vann O'Sullivann 26. stórmótið á ferlinum. O'Sulliven kláraði síðasta rammann með stæl en þar náði hann 147 stigum sem er það mesta sem hægt er að fá. Því ná menn með því að setja svörtu kúluna ofan í eftir hverja einustu rauðu kúlu og negla svo lituðu kúlunum niður í réttri röð. Þetta dreymir flesta snókerspilara um að ná að gera allavega einu sinni á ferlinum en „Eldflaugin“ náði þarna fullkomnum ramma í 12. sinn á ferlinum. Síðustu kúluna setti hann niður með vinstri hendi eftir að nota þá hægri í flestar aðrar aðgerðir í rammanum. Hann er jafnvígur hvort sem er með hægri eða vinstri. „Ég náði fyrstu ellefu með hægri hendi þannig þessi telur sem vinstri handar 147. Ég hefði ekki getað lagt lokaskotið betur upp,“ sagði Ronnie O'Sullivan eftir sigurinn. Hér að neðan má sjá „Eldflaugina“ ná 12. fullkomna rammanum á sínum ótrúlega ferli. Það tekur hann ríflega átta mínútur en gefið ykkur smá tíma. Svona gera bara snillingar.
Íþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Sjá meira