Vettel komst ekki nema hálfan hring – Massa fljótastur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. mars 2014 15:45 Sebastian Vettel. Vísir/Getty Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel ók aðeins hálfan hring á æfingu dagsins í dag en nú styttist óðum í að keppnistímabilið í formúlu eitt hefjist. Red Bull bíll hans Sebastian Vettel fór ekki langt því hann nam staðar á brautinni og í annarri tilraun tókst honum ekki að komast af þjónustusvæðinu. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Red Bull sem átti sinn besta dag til þessa í gær. Sömu sögu er að segja af Sauber liðinu. Því tókst ekki að ljúka hring í dag. Ástæðan fyrir skyndilegum erfiðleikum er líklega sú að liðin reyna nú á þolmörk vélanna. Einnig eru liðin að prófa ýmsar viðbætur í átt að auknum hraða. Sumar þeirra virðast hreinlega geta kyrrsett bíla sem virkuðu vel áður. Felipe Massa á Williams átti besta tíma dagsins 1:33.258, hann ók samtals 94 hringi. Nico Rosberg á Mercedes setti annan besta tíma dagsins, 1:33.484 en hann ók 100 hringi. Rosberg var sá eini sem komst nálægt tíma Massa. Þriðji varð Kimi Raikkonen á Ferrari en hans besti tími var 1:35.487. Raikkonen ók 79 hringi. Lotus liðið virðist enn eiga í basli með áreiðanleika bílsins, hann fór aðeins 33 hringi í dag. Roman Grosjean var undir stýri og setti níunda besta tímann. Liðið vann Ástralska kappaksturinn í fyrra og varð í 4. sæti í keppni bílasmiða á tímabilinu. Mikið þarf að lagast ef Lotus ætlar að endurtaka þann leik í Ástralíu 16. mars. Caterham bíllinn fór 106 hringi undir stjórn Marcus Ericsson. Einungis Nico Hulkenberg á Force India fór lengra, hann ók 108 hringi. Hulkenberg átti sjötta besta tíma dagsins. Morgundagurinn er síðasti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil. Mörg lið munu þá reyna að herma eftir aðstæðum í tímatöku. Þá verður spennandi að sjá hver endar efstur á blaði.Vísir/Getty Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel ók aðeins hálfan hring á æfingu dagsins í dag en nú styttist óðum í að keppnistímabilið í formúlu eitt hefjist. Red Bull bíll hans Sebastian Vettel fór ekki langt því hann nam staðar á brautinni og í annarri tilraun tókst honum ekki að komast af þjónustusvæðinu. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Red Bull sem átti sinn besta dag til þessa í gær. Sömu sögu er að segja af Sauber liðinu. Því tókst ekki að ljúka hring í dag. Ástæðan fyrir skyndilegum erfiðleikum er líklega sú að liðin reyna nú á þolmörk vélanna. Einnig eru liðin að prófa ýmsar viðbætur í átt að auknum hraða. Sumar þeirra virðast hreinlega geta kyrrsett bíla sem virkuðu vel áður. Felipe Massa á Williams átti besta tíma dagsins 1:33.258, hann ók samtals 94 hringi. Nico Rosberg á Mercedes setti annan besta tíma dagsins, 1:33.484 en hann ók 100 hringi. Rosberg var sá eini sem komst nálægt tíma Massa. Þriðji varð Kimi Raikkonen á Ferrari en hans besti tími var 1:35.487. Raikkonen ók 79 hringi. Lotus liðið virðist enn eiga í basli með áreiðanleika bílsins, hann fór aðeins 33 hringi í dag. Roman Grosjean var undir stýri og setti níunda besta tímann. Liðið vann Ástralska kappaksturinn í fyrra og varð í 4. sæti í keppni bílasmiða á tímabilinu. Mikið þarf að lagast ef Lotus ætlar að endurtaka þann leik í Ástralíu 16. mars. Caterham bíllinn fór 106 hringi undir stjórn Marcus Ericsson. Einungis Nico Hulkenberg á Force India fór lengra, hann ók 108 hringi. Hulkenberg átti sjötta besta tíma dagsins. Morgundagurinn er síðasti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil. Mörg lið munu þá reyna að herma eftir aðstæðum í tímatöku. Þá verður spennandi að sjá hver endar efstur á blaði.Vísir/Getty
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira