Bolur Gunnars sendur víða um heim Pétur Marinó Jónsson skrifar 19. mars 2014 23:30 Vísir/Getty Bolurinn sem Gunnar Nelson klæddist er hann gekk í búrið fyrir bardaga sinn gegn Omari Akhmedov hefur verið sendur víða um heim. Gunnar er orðið þekkt nafn í UFC og á aðdáendur víða. Bolurinn var hannaður af Finnboga Þór Erlendssyni í samstarfi við Mjölni. Framan á bolnum er galdrastafurinn Veldismagn en sá stafur hefur fylgt Gunnari í síðustu tveimur bardögum og einnig verið á sérsökum stuðningmannabol Gunnars. Táknið er því orðið nokkurs konar einkennistákn fyrir kappann og komin hefð fyrir því að nota stafinn á boli Gunnars. Þess má geta að hönnuðurinn, Sigurður Eggertsson, útfærði stafinn fyrstur fyrir Gunnar fyrir fyrsta UFC bardaga Gunnars. „Galdrastafinn má finna í Galdraskræðu Skugga sem hefur að geyma marga skemmtilega galdrastafi. Þar er galdrinum lýst svona: Galdrastafinn skal rista á surtarbrand og bera blóð í skurðinn, og láta liggja milli brjósta þinna og mun þig ekki illt saka og heill og ósjúkur aftur heim koma hvort sem þú ferðast á sjó eða landi,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis. Mjölnismenn hafa lengi notað gömul íslensk og norræn tákn, galdrastafi og rúnir á boli og í merki hjá sér. Sem dæmi ber bardagakappinn Árni Ísaksson ávalt Ægisskjöldinn á bol sínum. Ægisskjöldurinn er íslenskur galdrastafur úr Galdraskræðu Skugga. Umhverfis galdrastafinn Veldismagn er síðan nafnið hans Gunnars skrifað í miðaldarúnum sem voru notaðar á Norðurlöndunum frá árinu 1000. Á vinstri hlið bolsins er svo galdrastafurinn Gapaldur sem stendur fyrir heppni í bardaga. Bolurinn hefur verið mjög vinsæll og hefur Óðinsbúð sent yfir 100 eintök út í heim. „Gunnar Nelson er orðið stórt nafn í bardagaheiminum og eðlilega vilja aðdáendur hans eiga bol merktan honum. Við höfum því verið að fá pantanir frá Norðurlöndunum, Frakklandi, Ástralíu, Bandaríkjunum og fleiri löndum“ segir Jón Viðar.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson segir bardagaíþróttir ekki vera hættulegri en aðrar íþróttir Gunnar Nelson segir bardagaíþróttir ekki vera hættulegri en margar aðrar íþróttir og er vongóður um að berjast næst í Dublin í júlí. Arnar Björnsson ræddi við hann í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13. mars 2014 23:20 Hendricks nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars | Myndband Drottnun Georges St-Pierre í veltivigtinni í UFC er lokið og nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars Nelson er Bandaríkjamaðurinn Johnny Hendricks. 17. mars 2014 19:30 Gunnar Nelson kominn á topp 15 listann í UFC Sigurinn á Omari Akhmedov kom Gunnari á kortið sem einn af bestu veltivigtarbardagamönnum heims. 18. mars 2014 10:30 Í fínu lagi með hnéð á Gunnari Þó svo Gunnar Nelson hafi unnið frekar léttan sigur á Omari Akhmedov um síðustu helgi í UFC þá slapp hann ekki alveg óskaddaður frá bardaganum. 15. mars 2014 20:33 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Bolurinn sem Gunnar Nelson klæddist er hann gekk í búrið fyrir bardaga sinn gegn Omari Akhmedov hefur verið sendur víða um heim. Gunnar er orðið þekkt nafn í UFC og á aðdáendur víða. Bolurinn var hannaður af Finnboga Þór Erlendssyni í samstarfi við Mjölni. Framan á bolnum er galdrastafurinn Veldismagn en sá stafur hefur fylgt Gunnari í síðustu tveimur bardögum og einnig verið á sérsökum stuðningmannabol Gunnars. Táknið er því orðið nokkurs konar einkennistákn fyrir kappann og komin hefð fyrir því að nota stafinn á boli Gunnars. Þess má geta að hönnuðurinn, Sigurður Eggertsson, útfærði stafinn fyrstur fyrir Gunnar fyrir fyrsta UFC bardaga Gunnars. „Galdrastafinn má finna í Galdraskræðu Skugga sem hefur að geyma marga skemmtilega galdrastafi. Þar er galdrinum lýst svona: Galdrastafinn skal rista á surtarbrand og bera blóð í skurðinn, og láta liggja milli brjósta þinna og mun þig ekki illt saka og heill og ósjúkur aftur heim koma hvort sem þú ferðast á sjó eða landi,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis. Mjölnismenn hafa lengi notað gömul íslensk og norræn tákn, galdrastafi og rúnir á boli og í merki hjá sér. Sem dæmi ber bardagakappinn Árni Ísaksson ávalt Ægisskjöldinn á bol sínum. Ægisskjöldurinn er íslenskur galdrastafur úr Galdraskræðu Skugga. Umhverfis galdrastafinn Veldismagn er síðan nafnið hans Gunnars skrifað í miðaldarúnum sem voru notaðar á Norðurlöndunum frá árinu 1000. Á vinstri hlið bolsins er svo galdrastafurinn Gapaldur sem stendur fyrir heppni í bardaga. Bolurinn hefur verið mjög vinsæll og hefur Óðinsbúð sent yfir 100 eintök út í heim. „Gunnar Nelson er orðið stórt nafn í bardagaheiminum og eðlilega vilja aðdáendur hans eiga bol merktan honum. Við höfum því verið að fá pantanir frá Norðurlöndunum, Frakklandi, Ástralíu, Bandaríkjunum og fleiri löndum“ segir Jón Viðar.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson segir bardagaíþróttir ekki vera hættulegri en aðrar íþróttir Gunnar Nelson segir bardagaíþróttir ekki vera hættulegri en margar aðrar íþróttir og er vongóður um að berjast næst í Dublin í júlí. Arnar Björnsson ræddi við hann í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13. mars 2014 23:20 Hendricks nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars | Myndband Drottnun Georges St-Pierre í veltivigtinni í UFC er lokið og nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars Nelson er Bandaríkjamaðurinn Johnny Hendricks. 17. mars 2014 19:30 Gunnar Nelson kominn á topp 15 listann í UFC Sigurinn á Omari Akhmedov kom Gunnari á kortið sem einn af bestu veltivigtarbardagamönnum heims. 18. mars 2014 10:30 Í fínu lagi með hnéð á Gunnari Þó svo Gunnar Nelson hafi unnið frekar léttan sigur á Omari Akhmedov um síðustu helgi í UFC þá slapp hann ekki alveg óskaddaður frá bardaganum. 15. mars 2014 20:33 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Gunnar Nelson segir bardagaíþróttir ekki vera hættulegri en aðrar íþróttir Gunnar Nelson segir bardagaíþróttir ekki vera hættulegri en margar aðrar íþróttir og er vongóður um að berjast næst í Dublin í júlí. Arnar Björnsson ræddi við hann í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13. mars 2014 23:20
Hendricks nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars | Myndband Drottnun Georges St-Pierre í veltivigtinni í UFC er lokið og nýr meistari í þyngdarflokki Gunnars Nelson er Bandaríkjamaðurinn Johnny Hendricks. 17. mars 2014 19:30
Gunnar Nelson kominn á topp 15 listann í UFC Sigurinn á Omari Akhmedov kom Gunnari á kortið sem einn af bestu veltivigtarbardagamönnum heims. 18. mars 2014 10:30
Í fínu lagi með hnéð á Gunnari Þó svo Gunnar Nelson hafi unnið frekar léttan sigur á Omari Akhmedov um síðustu helgi í UFC þá slapp hann ekki alveg óskaddaður frá bardaganum. 15. mars 2014 20:33