Þyngdarbylgjur á mannamáli Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2014 12:12 Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og stjörnuáhugamaður, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann ræddi um uppgötvun gærdagsins í stjörnufræðinni og kom henni yfir á mannamál. „Þetta er ein stærsta uppgötvun í sögu stjarnvísindanna vegna þess að hún færir okkur nær upphafinu sjálfu heldur en nokkru sinni fyrr. Það er að segja við erum að kanna tíma sem gerðist 10^-36 sekúndum eftir að alheimurinn var til. Í myndið ykkur töluna einn og 36 núll á undan því. Það er þetta augnablik sem alheimurinn þenst frá því að vera á stærð við punkt upp í það að vera á stærð við þennan sýnilega alheim í dag.“ Sú þennsla hafi lagt grundvöllinn að því sem við sjáum í dag. Öllum stjörnunum og vetrarbrautunum og að við séum hér í dag. „Í 34 ár hefur þessi óðaþensla verið frábær hugmynd. Þar til í gær var hún hugmynd en núna eru fyrst að koma sönnunargögn fyrir henni. Það hefur verið heilagur kaleikur fyrir marga stjörnufræðinga í gegnum tíðina. Að finna fingraför miklahvells. Það virðist hafa tekist, en það er rétt að hafa í huga að þetta er bara ein mæling og það á eftir að staðfesta þetta.“ Sævar segir að með þenslunni hafi fylgt svokallaðar þyngdarbylgjur, sem sé fyrirbæri sem Einstein hafi spáð fyrir um en hefur aldrei verið mælt. Fyrr en kannski núna. Í raun og veru sé búið að ná utan um þessar þyngdarbylgjur. „Þetta er eins og að hafa krumpað lak. Við togum í það og sléttum úr því og við sjáum ennþá bylgjurnar sem eru í því,“ segir Sævar. Sævar var beðinn um að fara aftur að því þegar alheimurinn var einungis á stærð við punkt. „Þá var alheimurinn einn lítill punktur. Svo gerðist eitthvað og við vitum ekki hvað gerðist eða hvað varð til að það gerðist, sem varð til þess að alheimurinn þandist út. Hann þandist út alveg gríðarlega hratt og gríðarlega mikið, svo mikið að það fóru um hann bylgjur. Sem eru þyngdarbylgjur, eins og gárur á vatni.“ „Við sjáum þessar gárur í því sem kallast örbylgjukliðurinn. Það er það sem menn eru að mæla. 13,8 milljörðum árum síðar sjáum við þær ennþá. Örbylgjukliðurinn er elsta ljósið í alheiminum og þar eru þessi merki um árdaga alheimsins.“ „Þetta er mjög flókið því þetta eru svo rosalega framandi aðstæður,“ sagði Sævar. Hann sagði einnig að flestar hugmyndir og kenningar um óðaþenslu segi að okkar þensla sé einungis ein af mörgum. Semsagt margir alheimar. „Þetta gæti verið sönnun fyrir því.“ Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og stjörnuáhugamaður, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann ræddi um uppgötvun gærdagsins í stjörnufræðinni og kom henni yfir á mannamál. „Þetta er ein stærsta uppgötvun í sögu stjarnvísindanna vegna þess að hún færir okkur nær upphafinu sjálfu heldur en nokkru sinni fyrr. Það er að segja við erum að kanna tíma sem gerðist 10^-36 sekúndum eftir að alheimurinn var til. Í myndið ykkur töluna einn og 36 núll á undan því. Það er þetta augnablik sem alheimurinn þenst frá því að vera á stærð við punkt upp í það að vera á stærð við þennan sýnilega alheim í dag.“ Sú þennsla hafi lagt grundvöllinn að því sem við sjáum í dag. Öllum stjörnunum og vetrarbrautunum og að við séum hér í dag. „Í 34 ár hefur þessi óðaþensla verið frábær hugmynd. Þar til í gær var hún hugmynd en núna eru fyrst að koma sönnunargögn fyrir henni. Það hefur verið heilagur kaleikur fyrir marga stjörnufræðinga í gegnum tíðina. Að finna fingraför miklahvells. Það virðist hafa tekist, en það er rétt að hafa í huga að þetta er bara ein mæling og það á eftir að staðfesta þetta.“ Sævar segir að með þenslunni hafi fylgt svokallaðar þyngdarbylgjur, sem sé fyrirbæri sem Einstein hafi spáð fyrir um en hefur aldrei verið mælt. Fyrr en kannski núna. Í raun og veru sé búið að ná utan um þessar þyngdarbylgjur. „Þetta er eins og að hafa krumpað lak. Við togum í það og sléttum úr því og við sjáum ennþá bylgjurnar sem eru í því,“ segir Sævar. Sævar var beðinn um að fara aftur að því þegar alheimurinn var einungis á stærð við punkt. „Þá var alheimurinn einn lítill punktur. Svo gerðist eitthvað og við vitum ekki hvað gerðist eða hvað varð til að það gerðist, sem varð til þess að alheimurinn þandist út. Hann þandist út alveg gríðarlega hratt og gríðarlega mikið, svo mikið að það fóru um hann bylgjur. Sem eru þyngdarbylgjur, eins og gárur á vatni.“ „Við sjáum þessar gárur í því sem kallast örbylgjukliðurinn. Það er það sem menn eru að mæla. 13,8 milljörðum árum síðar sjáum við þær ennþá. Örbylgjukliðurinn er elsta ljósið í alheiminum og þar eru þessi merki um árdaga alheimsins.“ „Þetta er mjög flókið því þetta eru svo rosalega framandi aðstæður,“ sagði Sævar. Hann sagði einnig að flestar hugmyndir og kenningar um óðaþenslu segi að okkar þensla sé einungis ein af mörgum. Semsagt margir alheimar. „Þetta gæti verið sönnun fyrir því.“
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira