Þyngdarbylgjur á mannamáli Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2014 12:12 Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og stjörnuáhugamaður, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann ræddi um uppgötvun gærdagsins í stjörnufræðinni og kom henni yfir á mannamál. „Þetta er ein stærsta uppgötvun í sögu stjarnvísindanna vegna þess að hún færir okkur nær upphafinu sjálfu heldur en nokkru sinni fyrr. Það er að segja við erum að kanna tíma sem gerðist 10^-36 sekúndum eftir að alheimurinn var til. Í myndið ykkur töluna einn og 36 núll á undan því. Það er þetta augnablik sem alheimurinn þenst frá því að vera á stærð við punkt upp í það að vera á stærð við þennan sýnilega alheim í dag.“ Sú þennsla hafi lagt grundvöllinn að því sem við sjáum í dag. Öllum stjörnunum og vetrarbrautunum og að við séum hér í dag. „Í 34 ár hefur þessi óðaþensla verið frábær hugmynd. Þar til í gær var hún hugmynd en núna eru fyrst að koma sönnunargögn fyrir henni. Það hefur verið heilagur kaleikur fyrir marga stjörnufræðinga í gegnum tíðina. Að finna fingraför miklahvells. Það virðist hafa tekist, en það er rétt að hafa í huga að þetta er bara ein mæling og það á eftir að staðfesta þetta.“ Sævar segir að með þenslunni hafi fylgt svokallaðar þyngdarbylgjur, sem sé fyrirbæri sem Einstein hafi spáð fyrir um en hefur aldrei verið mælt. Fyrr en kannski núna. Í raun og veru sé búið að ná utan um þessar þyngdarbylgjur. „Þetta er eins og að hafa krumpað lak. Við togum í það og sléttum úr því og við sjáum ennþá bylgjurnar sem eru í því,“ segir Sævar. Sævar var beðinn um að fara aftur að því þegar alheimurinn var einungis á stærð við punkt. „Þá var alheimurinn einn lítill punktur. Svo gerðist eitthvað og við vitum ekki hvað gerðist eða hvað varð til að það gerðist, sem varð til þess að alheimurinn þandist út. Hann þandist út alveg gríðarlega hratt og gríðarlega mikið, svo mikið að það fóru um hann bylgjur. Sem eru þyngdarbylgjur, eins og gárur á vatni.“ „Við sjáum þessar gárur í því sem kallast örbylgjukliðurinn. Það er það sem menn eru að mæla. 13,8 milljörðum árum síðar sjáum við þær ennþá. Örbylgjukliðurinn er elsta ljósið í alheiminum og þar eru þessi merki um árdaga alheimsins.“ „Þetta er mjög flókið því þetta eru svo rosalega framandi aðstæður,“ sagði Sævar. Hann sagði einnig að flestar hugmyndir og kenningar um óðaþenslu segi að okkar þensla sé einungis ein af mörgum. Semsagt margir alheimar. „Þetta gæti verið sönnun fyrir því.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og stjörnuáhugamaður, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann ræddi um uppgötvun gærdagsins í stjörnufræðinni og kom henni yfir á mannamál. „Þetta er ein stærsta uppgötvun í sögu stjarnvísindanna vegna þess að hún færir okkur nær upphafinu sjálfu heldur en nokkru sinni fyrr. Það er að segja við erum að kanna tíma sem gerðist 10^-36 sekúndum eftir að alheimurinn var til. Í myndið ykkur töluna einn og 36 núll á undan því. Það er þetta augnablik sem alheimurinn þenst frá því að vera á stærð við punkt upp í það að vera á stærð við þennan sýnilega alheim í dag.“ Sú þennsla hafi lagt grundvöllinn að því sem við sjáum í dag. Öllum stjörnunum og vetrarbrautunum og að við séum hér í dag. „Í 34 ár hefur þessi óðaþensla verið frábær hugmynd. Þar til í gær var hún hugmynd en núna eru fyrst að koma sönnunargögn fyrir henni. Það hefur verið heilagur kaleikur fyrir marga stjörnufræðinga í gegnum tíðina. Að finna fingraför miklahvells. Það virðist hafa tekist, en það er rétt að hafa í huga að þetta er bara ein mæling og það á eftir að staðfesta þetta.“ Sævar segir að með þenslunni hafi fylgt svokallaðar þyngdarbylgjur, sem sé fyrirbæri sem Einstein hafi spáð fyrir um en hefur aldrei verið mælt. Fyrr en kannski núna. Í raun og veru sé búið að ná utan um þessar þyngdarbylgjur. „Þetta er eins og að hafa krumpað lak. Við togum í það og sléttum úr því og við sjáum ennþá bylgjurnar sem eru í því,“ segir Sævar. Sævar var beðinn um að fara aftur að því þegar alheimurinn var einungis á stærð við punkt. „Þá var alheimurinn einn lítill punktur. Svo gerðist eitthvað og við vitum ekki hvað gerðist eða hvað varð til að það gerðist, sem varð til þess að alheimurinn þandist út. Hann þandist út alveg gríðarlega hratt og gríðarlega mikið, svo mikið að það fóru um hann bylgjur. Sem eru þyngdarbylgjur, eins og gárur á vatni.“ „Við sjáum þessar gárur í því sem kallast örbylgjukliðurinn. Það er það sem menn eru að mæla. 13,8 milljörðum árum síðar sjáum við þær ennþá. Örbylgjukliðurinn er elsta ljósið í alheiminum og þar eru þessi merki um árdaga alheimsins.“ „Þetta er mjög flókið því þetta eru svo rosalega framandi aðstæður,“ sagði Sævar. Hann sagði einnig að flestar hugmyndir og kenningar um óðaþenslu segi að okkar þensla sé einungis ein af mörgum. Semsagt margir alheimar. „Þetta gæti verið sönnun fyrir því.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira