Fingraför upphafs alheimsins fundin Bjarki Ármannsson skrifar 17. mars 2014 18:33 Uppgötvunin staðfestir margt sem við þóttumst vita um heiminn okkar. Tilkynnt var um einhverja mögnuðustu uppgötvun stjörnufræðinnar síðari ár í Bandaríkjunum í dag. Teymi vísindamanna þar í landi telur sig hafa fundið sönnunargögn um svokallaðar þyngdarbylgjur sem renna stoðum undir kenninguna um Miklahvell og gæti útskýrt margt um hvernig alheimurinn varð til.Frétt á Stjörnufræðivefnum um málið segir þyngdarbylgjurnar tengjast kenningunni um óðaþenslu sem segir til um að alheimurinn hafi þanist út gríðarhratt á innan við sekúndu eftir sjálfan Miklahvell, eða 10^26-falt á einu augabragði. Þessi hraða útþensla gæti hafa slétt út allar ójöfnur í alheiminum og útskýrt hvers vegna heimurinn virðist jafn einsleitur og flatur í allar áttir og raun ber vitni.Aldrei komist jafn nálægt upphafinu„Þetta er mjög mikilvægt á margan hátt,“ segir Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og einn aðstandenda Stjörnufræðivefsins, um uppgötvun dagsins. „Þetta staðfestir líkön sem menn hafa haft um alheiminn í mörg ár. Þetta útskýrir líka hvers vegna heimurinn er eins og hann er, að einhverju leyti.“ Vísindamannateymið sem stendur að uppgötvuninni starfar á vegum stjarneðlisfræðistöðvarinnar Harvard-Smythsonian. Það sem teymið sá með sjónauka á Suðurskautslandinu kallast örbylgjuklið, en það hefur verið rannsakað vandlega undanfarið. „Þetta örbylgjuklið er elsta ljósið í alheiminum og í því eru skráð fingraför upphafs alheimsins, ef svo má segja,“ útskýrir Sævar Helgi. „Við höfum aldrei komist jafn nálægt sjálfu upphafi alheimsins.“ Sævar Helgi segir að frekari rannsóknir eigi eftir að eiga sér stað áður en uppgötvunin er endanlega staðfest. Þegar er þó verið að kasta fram þeirri hugmynd að þessi uppgötvun muni skila Nóbelsverðlaunum og það sem meira er, gera okkur kleift að vita meira um heiminn sem við búum í. Því ekki er loku fyrir það skotið að þeir séu fleiri, eða hvað? „Einn angi af óðaþenslukenningu er fjölheimakenningin, kenningin um að það séu til margir heimar,“ segir Sævar Helgi. „Þannig að þetta er mjög skemmtilegt.“Stærri uppgötvun en fundur Higgs-eindarinnar „Verði uppgötvunin staðfest, er þetta tvímælalaust staðfesting á óðaþenslu og að á óðaþensluskeiðinu hafi átt sér stað skammtaflökt,“ útskýrir Einar H. Guðmundsson, prófessor í stjarneðlisfræði við Raunvísindastofnun Háskólans, í frétt Stjörnufræðivefsins. „Það er þetta skammtaflökt sem síðan gerir að verkum að það myndast kekkir í efninu og þessir kekkir þróist seinna yfir í vetrarbrautir og stjörnur.“ „Þetta er meiriháttar uppgötvun sem bendir til þess að leit manna að skammtaþyngdarfræði sé ekki tilgangslaus, að þyngdarsviðið sé líka skammtað. Þetta er stærri uppgötvun en fundur Higgs-eindarinnar,“ segir Einar. Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira
Tilkynnt var um einhverja mögnuðustu uppgötvun stjörnufræðinnar síðari ár í Bandaríkjunum í dag. Teymi vísindamanna þar í landi telur sig hafa fundið sönnunargögn um svokallaðar þyngdarbylgjur sem renna stoðum undir kenninguna um Miklahvell og gæti útskýrt margt um hvernig alheimurinn varð til.Frétt á Stjörnufræðivefnum um málið segir þyngdarbylgjurnar tengjast kenningunni um óðaþenslu sem segir til um að alheimurinn hafi þanist út gríðarhratt á innan við sekúndu eftir sjálfan Miklahvell, eða 10^26-falt á einu augabragði. Þessi hraða útþensla gæti hafa slétt út allar ójöfnur í alheiminum og útskýrt hvers vegna heimurinn virðist jafn einsleitur og flatur í allar áttir og raun ber vitni.Aldrei komist jafn nálægt upphafinu„Þetta er mjög mikilvægt á margan hátt,“ segir Sævar Helgi Bragason, jarðfræðingur og einn aðstandenda Stjörnufræðivefsins, um uppgötvun dagsins. „Þetta staðfestir líkön sem menn hafa haft um alheiminn í mörg ár. Þetta útskýrir líka hvers vegna heimurinn er eins og hann er, að einhverju leyti.“ Vísindamannateymið sem stendur að uppgötvuninni starfar á vegum stjarneðlisfræðistöðvarinnar Harvard-Smythsonian. Það sem teymið sá með sjónauka á Suðurskautslandinu kallast örbylgjuklið, en það hefur verið rannsakað vandlega undanfarið. „Þetta örbylgjuklið er elsta ljósið í alheiminum og í því eru skráð fingraför upphafs alheimsins, ef svo má segja,“ útskýrir Sævar Helgi. „Við höfum aldrei komist jafn nálægt sjálfu upphafi alheimsins.“ Sævar Helgi segir að frekari rannsóknir eigi eftir að eiga sér stað áður en uppgötvunin er endanlega staðfest. Þegar er þó verið að kasta fram þeirri hugmynd að þessi uppgötvun muni skila Nóbelsverðlaunum og það sem meira er, gera okkur kleift að vita meira um heiminn sem við búum í. Því ekki er loku fyrir það skotið að þeir séu fleiri, eða hvað? „Einn angi af óðaþenslukenningu er fjölheimakenningin, kenningin um að það séu til margir heimar,“ segir Sævar Helgi. „Þannig að þetta er mjög skemmtilegt.“Stærri uppgötvun en fundur Higgs-eindarinnar „Verði uppgötvunin staðfest, er þetta tvímælalaust staðfesting á óðaþenslu og að á óðaþensluskeiðinu hafi átt sér stað skammtaflökt,“ útskýrir Einar H. Guðmundsson, prófessor í stjarneðlisfræði við Raunvísindastofnun Háskólans, í frétt Stjörnufræðivefsins. „Það er þetta skammtaflökt sem síðan gerir að verkum að það myndast kekkir í efninu og þessir kekkir þróist seinna yfir í vetrarbrautir og stjörnur.“ „Þetta er meiriháttar uppgötvun sem bendir til þess að leit manna að skammtaþyngdarfræði sé ekki tilgangslaus, að þyngdarsviðið sé líka skammtað. Þetta er stærri uppgötvun en fundur Higgs-eindarinnar,“ segir Einar.
Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Fleiri fréttir Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Sjá meira