Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 17. mars 2014 14:00 Iðunn Valgerður Péturssdóttir og Matthías Baldursson Harksen voru upptekin að reikna þegar fréttastofa hitti á þau fyrir hádegið í dag. VÍSIR/STEFÁN Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. Nemendur sem blaðamaður og ljósmyndari fréttastofu hittu fyrir í Menntaskólanum í Reykjavík voru öll mætt þar snemma til þess að læra.Vinkonurnar María og Melkorka voru mættar til að læra.VÍSIR/STEFÁNÞær Melkorka Davíðsdóttir Pitt og María Cristína Kristmanns eru báðar 16 ára og eru nemendur á fyrsta ári í MR. Þær voru mættar til þess að læra. „Það er líka stemning að hitta vinkonur sínar. Við fórum á kaffihús og erum núna aðeins að læra,“ segir Melkorka. Þær voru sammála um að það væri ágætt að fá smá frí en þær vildu þó alls ekki að verkfallið yrði of langt. „Ég styð að sjálfsögðu að kennararnir fái launahækkun,“ segir María.Fjóla og Árný stefna á stúdentspróf í vor.VÍSIR/STEFÁNFjóla Ósk Þórarinsdóttir og Árný Jóhannesdóttir eru 18 og 19 ára og á síðasta árinu í MR. Þær stefna á að læra á hverjum degi enda vonast þær til þess að taka stúdentspróf í vor. Auk þess stefna þær báðar á læknisfræði og inngöngupróf til að komast inn í læknadeild verður haldið í byrjun júní. „Við erum búnar að kvíða svolítið fyrir þessu,“ segir Fjóla. Þetta gæti þýtt að stúdentsprófinu seinki. Óvissan með stúdentsprófið sé nokkur og þær óttast að verkfallið hafi áhrif á inntökuprófið í læknisfræðina komi til þess að stúdentsprófunum seinki vegna verkfallsins. „Ég skil kennarana mjög vel, ég er meira óánægð með ríkisstjórnina en kennarana því þetta eru ekki ásættanleg laun,“ segir Árný.Matthías nýtur frísins með því að mæta klukkan 10.VÍSIR/STEFÁNMatthías Baldursson Harksen og Hafsteinn Atli Stefánsson eru 17 ára strákar á öðru ári í MR. Matthías var mættur til að læra klukkan 10 í morgun og stefnir á að mæta sem oftast. Um laun kennara hafði hann þetta að segja: „Mér finnst að kennarar ættu að hafa hærri laun.“ Þó hann fagni verkfallinu ekki segir hann það ágætt að fá smá tíma til að læra sjálfur. Aðspurður hvort hann ætli ekki að njóta frísins nokkuð svarar hann brosandi: „Jú ég ætla að mæta klukkan 10 í skólann.“Hafsteinn Atli var að reikna þegar ljósmyndari hitti á hann.vÍSIR/STEFÁNHafsteinn Atli var að reikna þegar blaðamaður hitti á hann. Hann stefnir á að mæta á hverjum degi. „Verkfallið er ekki gott fyrir nemendurna en það er slæmt að kennarar séu ekki með nógu há laun,“ segir hann. Kennaraverkfall Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira
Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. Nemendur sem blaðamaður og ljósmyndari fréttastofu hittu fyrir í Menntaskólanum í Reykjavík voru öll mætt þar snemma til þess að læra.Vinkonurnar María og Melkorka voru mættar til að læra.VÍSIR/STEFÁNÞær Melkorka Davíðsdóttir Pitt og María Cristína Kristmanns eru báðar 16 ára og eru nemendur á fyrsta ári í MR. Þær voru mættar til þess að læra. „Það er líka stemning að hitta vinkonur sínar. Við fórum á kaffihús og erum núna aðeins að læra,“ segir Melkorka. Þær voru sammála um að það væri ágætt að fá smá frí en þær vildu þó alls ekki að verkfallið yrði of langt. „Ég styð að sjálfsögðu að kennararnir fái launahækkun,“ segir María.Fjóla og Árný stefna á stúdentspróf í vor.VÍSIR/STEFÁNFjóla Ósk Þórarinsdóttir og Árný Jóhannesdóttir eru 18 og 19 ára og á síðasta árinu í MR. Þær stefna á að læra á hverjum degi enda vonast þær til þess að taka stúdentspróf í vor. Auk þess stefna þær báðar á læknisfræði og inngöngupróf til að komast inn í læknadeild verður haldið í byrjun júní. „Við erum búnar að kvíða svolítið fyrir þessu,“ segir Fjóla. Þetta gæti þýtt að stúdentsprófinu seinki. Óvissan með stúdentsprófið sé nokkur og þær óttast að verkfallið hafi áhrif á inntökuprófið í læknisfræðina komi til þess að stúdentsprófunum seinki vegna verkfallsins. „Ég skil kennarana mjög vel, ég er meira óánægð með ríkisstjórnina en kennarana því þetta eru ekki ásættanleg laun,“ segir Árný.Matthías nýtur frísins með því að mæta klukkan 10.VÍSIR/STEFÁNMatthías Baldursson Harksen og Hafsteinn Atli Stefánsson eru 17 ára strákar á öðru ári í MR. Matthías var mættur til að læra klukkan 10 í morgun og stefnir á að mæta sem oftast. Um laun kennara hafði hann þetta að segja: „Mér finnst að kennarar ættu að hafa hærri laun.“ Þó hann fagni verkfallinu ekki segir hann það ágætt að fá smá tíma til að læra sjálfur. Aðspurður hvort hann ætli ekki að njóta frísins nokkuð svarar hann brosandi: „Jú ég ætla að mæta klukkan 10 í skólann.“Hafsteinn Atli var að reikna þegar ljósmyndari hitti á hann.vÍSIR/STEFÁNHafsteinn Atli var að reikna þegar blaðamaður hitti á hann. Hann stefnir á að mæta á hverjum degi. „Verkfallið er ekki gott fyrir nemendurna en það er slæmt að kennarar séu ekki með nógu há laun,“ segir hann.
Kennaraverkfall Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Sjá meira