Umfjöllun og viðtöl: HK - Haukar 22-31 | Haukarnir felldu HK Ingvi Þór Sæmundsson í Digranesi skrifar 13. mars 2014 03:24 Eftir 31-22 tap fyrir toppliði Hauka í Digranesinu er ljóst að HK mun enda tímabilið í áttunda og neðsta sæti Olís deildarinnar. Kópavogsliðið hefur setið á botninum nánast allt tímabilið og því má kannski segja að biðinni eftir hinu óumflýjanlega hafi lokið í kvöld. Í upphafi leiks var þó ekki að sjá að þar mættust liðin í efsta og neðsta sæti deildarinnar. Haukar byrjuðu leikinn reyndar betur, komust í 3-0 og 5-2, en þá tóku HK-ingar við sér og skoruðu sex mörk gegn einu marki Hafnfirðinga. Þessi kafli er með því besta sem HK hefur sýnt í vetur; vörnin stóð sína plikt og HK-ingar voru svo duglegir að keyra í bakið á gestunum. Í stöðunni 7-6 fyrir HK tók Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, leikhlé og eftir það fór að sjást hvort liðið var í efsta sæti deildarinnar og hvort í því neðsta. Haukarnir lokuðu vörninni og Einar Ólafur Vilmundarson fór að verja af krafti. HK skoraði ekki mark síðustu ellefu mínútur fyrri hálfleiks og Haukar breyttu stöðunni úr 9-9 í 17-10 sem voru hálfleikstölur. Það var því ljóst í hvað stefndi. Haukar byrjuðu svo seinni hálfleikinn af krafti og sýndu Kópavogsliðinu enga miskunn. Vörnin hélt uppteknum hætti og neyddi leikmenn HK í léleg skot sem Einar Ólafur varði flest hver. Það stóð ekki steinn yfir steini hjá HK, hvorki í vörn né sókn og Haukar náðu mest tólf marka forystu, 27-15. En HK-ingum til hróss þá gáfust þeir ekki upp og náðu að lágmarka skaðann ekki síst vegna góðrar frammistöðu Valgeirs Tómassonar sem varði vel á lokakafla leiksins. Þegar uppi var staðið munaði níu mörkum á liðunum, 31-22. Haukar voru værukærir í byrjun leiks, en sýndu svo af hverju þeir eru með besta lið landsins um þessar mundir. Um miðbik fyrri hálfleiks settu þeir einfaldlega í annan gír, sem HK réði ekki við. Einar Ólafur varði vel í markinu og Árni Steinn Steinþórsson skoraði átta mörk, mörg hver stórglæsileg. Elías Már Halldórsson átti einnig flottan leik, sem og Þórður Rafn Guðmundsson. HK-ingar áttu við ofurefli að etja lengst af, en áttu þó, eins og áður sagði, fína kafla í leiknum sem þeir geta byggt á. Botnsætið verður hlutskipti HK og í þeim fjórum leikjum sem eftir eru af tímabilinu hefur liðið ekkert annað en stoltið til að spila upp á. Við tekur svo væntanlega erfið bið eftir því sem verða vill, en eins og fram hefur komið gæti það farið svo að HK spili eftir allt í efstu deild að ári.Matthías Árni: Við viljum alltaf gera betur „Við byrjuðum leikinn mjög vel, fyrstu mínúturnar, en svo kom smá slaki. Við vorum ekki nógu snöggir til baka og þeir setja nokkur hraðaupphlaup í röð á okkur og komast yfir,“ sagði Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, um byrjun leiksins. „Svo breyttum við aðeins vörninni, fórum að mæta þeim betur og stoppa þessi hraðaupphlaup hjá þeim. Við fórum líka að skjóta betur á markmennina hjá þeim og nýta færin okkar, þannig að við vorum ekki að fá þessi hraðaupphlaup í bakið.“ Aðspurður hvort það hafi ekki verið erfitt að halda dampi í seinni hálfleiknum þegar munurinn var orðinn mikill sagði Matthías: „Nei, nei. Við viljum auðvitað bæta okkur í hverjum einasta leik og laga það sem við getum gert betur. Við viljum alltaf gera betur og notum leikinn í það, hvort sem við erum yfir eða undir.“ Undir lok leiksins prófuðu Haukar ýmsa hluti og tóku m.a. markmanninn út af og spiluðu sjö gegn sex í sókninni um tíma. „Við gerðum þetta á móti Val í bikarnum og það virkaði mjög vel. Við ætlum að halda áfram að æfa okkur í þessu og vera klárir með þetta sem vopn,“, sagði Matthías, en er þetta eitthvað sem við komum til með að sjá meira af í komandi leikjum? „Það getur vel verið, ef þess gerist þörf. Við þurfum að æfa þetta í leikjum, það er ekki nóg að æfa þetta bara á æfingum. Þetta getur virkað og virkað mjög vel.“Garðar: Klára þetta með sæmd og stolti fyrir klúbbinn „Nei, ég held að menn hafi rosa lítið verið að spá í því“, sagði Garðar Svansson, leikmaður HK, þegar hann var spurður hvort þær fréttir að HK gæti sloppið fall þrátt fyrir að enda í botnsæti Olís deildarinnar hefðu haft einhver áhrif á hann og liðsfélaga hans. „Við vorum ekki að hugsa um það. Það er svolítið langt síðan við ákváðum að taka einn leik fyrir í einu og menn eru ekkert búnir að spá mikið í þessu.“ HK byrjaði leikinn vel og komst tveimur mörkum yfir, 8-6, en eftir það fór að halla undan fæti. „Við vorum gríðarlega flottir fyrstu tuttugu og erum að spila hörku vel, góð vörn og hraðaupphlaup,“ sagði Garðar. „Svo er erfitt að segja hvað gerist. Um leið og hlutirnir klikka förum við í einstaklingsframtök og þá fá þeir hraðaupphlaup. Við missum hausinn, förum að gefa lélegar sendingar og slútta illa og þá keyra þeir yfir okkur.“ HK hefur aðeins stoltið til að spila upp á í þeim leikjum sem eftir eru af tímabilinu. Garðar segir þó að HK-ingar muni mæta af krafti til leiks. „Það skiptir máli fyrir okkur að enda þetta vel og reyna að rífa okkur aðeins upp. Við erum búnir að eiga flotta kafla í síðustu tveimur leikjum og við höldum áfram að reyna að bæta okkur sem handboltamenn og sem lið. Við erum ekkert að hugsa um stöðuna í deildinni og ætlum að reyna að hafa gaman af þessu og klára þetta með sæmd og stolti fyrir klúbbinn.“ Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Eftir 31-22 tap fyrir toppliði Hauka í Digranesinu er ljóst að HK mun enda tímabilið í áttunda og neðsta sæti Olís deildarinnar. Kópavogsliðið hefur setið á botninum nánast allt tímabilið og því má kannski segja að biðinni eftir hinu óumflýjanlega hafi lokið í kvöld. Í upphafi leiks var þó ekki að sjá að þar mættust liðin í efsta og neðsta sæti deildarinnar. Haukar byrjuðu leikinn reyndar betur, komust í 3-0 og 5-2, en þá tóku HK-ingar við sér og skoruðu sex mörk gegn einu marki Hafnfirðinga. Þessi kafli er með því besta sem HK hefur sýnt í vetur; vörnin stóð sína plikt og HK-ingar voru svo duglegir að keyra í bakið á gestunum. Í stöðunni 7-6 fyrir HK tók Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, leikhlé og eftir það fór að sjást hvort liðið var í efsta sæti deildarinnar og hvort í því neðsta. Haukarnir lokuðu vörninni og Einar Ólafur Vilmundarson fór að verja af krafti. HK skoraði ekki mark síðustu ellefu mínútur fyrri hálfleiks og Haukar breyttu stöðunni úr 9-9 í 17-10 sem voru hálfleikstölur. Það var því ljóst í hvað stefndi. Haukar byrjuðu svo seinni hálfleikinn af krafti og sýndu Kópavogsliðinu enga miskunn. Vörnin hélt uppteknum hætti og neyddi leikmenn HK í léleg skot sem Einar Ólafur varði flest hver. Það stóð ekki steinn yfir steini hjá HK, hvorki í vörn né sókn og Haukar náðu mest tólf marka forystu, 27-15. En HK-ingum til hróss þá gáfust þeir ekki upp og náðu að lágmarka skaðann ekki síst vegna góðrar frammistöðu Valgeirs Tómassonar sem varði vel á lokakafla leiksins. Þegar uppi var staðið munaði níu mörkum á liðunum, 31-22. Haukar voru værukærir í byrjun leiks, en sýndu svo af hverju þeir eru með besta lið landsins um þessar mundir. Um miðbik fyrri hálfleiks settu þeir einfaldlega í annan gír, sem HK réði ekki við. Einar Ólafur varði vel í markinu og Árni Steinn Steinþórsson skoraði átta mörk, mörg hver stórglæsileg. Elías Már Halldórsson átti einnig flottan leik, sem og Þórður Rafn Guðmundsson. HK-ingar áttu við ofurefli að etja lengst af, en áttu þó, eins og áður sagði, fína kafla í leiknum sem þeir geta byggt á. Botnsætið verður hlutskipti HK og í þeim fjórum leikjum sem eftir eru af tímabilinu hefur liðið ekkert annað en stoltið til að spila upp á. Við tekur svo væntanlega erfið bið eftir því sem verða vill, en eins og fram hefur komið gæti það farið svo að HK spili eftir allt í efstu deild að ári.Matthías Árni: Við viljum alltaf gera betur „Við byrjuðum leikinn mjög vel, fyrstu mínúturnar, en svo kom smá slaki. Við vorum ekki nógu snöggir til baka og þeir setja nokkur hraðaupphlaup í röð á okkur og komast yfir,“ sagði Matthías Árni Ingimarsson, fyrirliði Hauka, um byrjun leiksins. „Svo breyttum við aðeins vörninni, fórum að mæta þeim betur og stoppa þessi hraðaupphlaup hjá þeim. Við fórum líka að skjóta betur á markmennina hjá þeim og nýta færin okkar, þannig að við vorum ekki að fá þessi hraðaupphlaup í bakið.“ Aðspurður hvort það hafi ekki verið erfitt að halda dampi í seinni hálfleiknum þegar munurinn var orðinn mikill sagði Matthías: „Nei, nei. Við viljum auðvitað bæta okkur í hverjum einasta leik og laga það sem við getum gert betur. Við viljum alltaf gera betur og notum leikinn í það, hvort sem við erum yfir eða undir.“ Undir lok leiksins prófuðu Haukar ýmsa hluti og tóku m.a. markmanninn út af og spiluðu sjö gegn sex í sókninni um tíma. „Við gerðum þetta á móti Val í bikarnum og það virkaði mjög vel. Við ætlum að halda áfram að æfa okkur í þessu og vera klárir með þetta sem vopn,“, sagði Matthías, en er þetta eitthvað sem við komum til með að sjá meira af í komandi leikjum? „Það getur vel verið, ef þess gerist þörf. Við þurfum að æfa þetta í leikjum, það er ekki nóg að æfa þetta bara á æfingum. Þetta getur virkað og virkað mjög vel.“Garðar: Klára þetta með sæmd og stolti fyrir klúbbinn „Nei, ég held að menn hafi rosa lítið verið að spá í því“, sagði Garðar Svansson, leikmaður HK, þegar hann var spurður hvort þær fréttir að HK gæti sloppið fall þrátt fyrir að enda í botnsæti Olís deildarinnar hefðu haft einhver áhrif á hann og liðsfélaga hans. „Við vorum ekki að hugsa um það. Það er svolítið langt síðan við ákváðum að taka einn leik fyrir í einu og menn eru ekkert búnir að spá mikið í þessu.“ HK byrjaði leikinn vel og komst tveimur mörkum yfir, 8-6, en eftir það fór að halla undan fæti. „Við vorum gríðarlega flottir fyrstu tuttugu og erum að spila hörku vel, góð vörn og hraðaupphlaup,“ sagði Garðar. „Svo er erfitt að segja hvað gerist. Um leið og hlutirnir klikka förum við í einstaklingsframtök og þá fá þeir hraðaupphlaup. Við missum hausinn, förum að gefa lélegar sendingar og slútta illa og þá keyra þeir yfir okkur.“ HK hefur aðeins stoltið til að spila upp á í þeim leikjum sem eftir eru af tímabilinu. Garðar segir þó að HK-ingar muni mæta af krafti til leiks. „Það skiptir máli fyrir okkur að enda þetta vel og reyna að rífa okkur aðeins upp. Við erum búnir að eiga flotta kafla í síðustu tveimur leikjum og við höldum áfram að reyna að bæta okkur sem handboltamenn og sem lið. Við erum ekkert að hugsa um stöðuna í deildinni og ætlum að reyna að hafa gaman af þessu og klára þetta með sæmd og stolti fyrir klúbbinn.“
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira