Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Ægi, tryggði sér í dag sæti í úrslitasundi í 200 jarda bringusundi á lokamótinu í bandaríska háskólasundinu en úrslitamót NCAA fer fram um helgina í Austin í Texas.
Anton Sveinn náði þriðja besta tímanum í undanúrslitunum en hann kom í mark á 1.52.43 mínútum. 200 jarda bringusundið er hans aðalgrein en Anton Sveinn á best tíma upp á 1.51,59 mínútur.
Hann syndir úrslitasundið á miðnætti í kvöld að íslenskum tíma. Mótið er mjög sterkt og meðal annars fell bandaríska metið í 100 jarda bringu (50,04 sekúndur) en Anton Sveinn endaði þar í 14 sæti og var rétt við sinn besta tíma.
Anton Sveinn í úrslit á lokamóti NCAA
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn


Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn



„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn