Löngu búið að ákveða þessa leiki Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. mars 2014 12:15 Vísir/AFP/Stefán Patrekur Jóhannesson segir að vináttulandsleikir Íslands og Austurríkis hafi verið ákveðnir löngu áður en Björn Bragi Arnarsson lét óheppileg ummæli falla í EM-stofu Rúv. Björn Bragi, umsjónarmaður þáttarins, líkti yfirburðum íslenska landsliðsins gegn því austurríska í leik liðanna á EM í Danmörku við yfirgang þýskra nasista í Austurríki árið 1938. Ummælin vöktu afar mikla athygli, bæði hér á landi og í Austurríki. Bæði Björn Bragi og Rúv báðust afsökunar og fundaði HSÍ með forráðamönnum austurríska sambandsins vegna málsins. „Þetta er augljóslega mjög óviðeigandi ummæli fyrir íþróttina og mótið í heild sinni en við gerum okkur grein fyrir því að þetta endurspeglar ekki skoðun íslensku þjóðarinnar," sagði Gerhard Hofbauer, forseti austurríska sambandsins, í sameiginlegri yfirlýsingu sem samböndin ásamt EHF, Handknattleikssambandi Evrópu, sendu frá sér. „Samböndin hafa komist að samkomulagi um að spila tvo vináttulandsleiki í apríl á þessu ári,“ sagði enn fremur. Patrekur er þjálfari austurríska landsliðsins og segir að vináttulandsleikinir tveir, sem fara fram 4. og 5. apríl hér á landi, hafi ekkert með þetta að gera. „Það var sagt frá því í fjölmiðlum að þetta hafi verið ákveðið á EM. Það er bara bull. Ég held að það sé ár frá því að þetta var ákveðið,“ sagði Patrekur í samtali við Vísi. Patrekur náði góðum árangri með landslið Austurríkis á EM í Danmörku og vonast til að geta náð góðum úrslitum hér á landi, þó svo að nokkrir mikilvægir leikmenn séu frá. „Ég hlakka bara til að fá strákana hingað heim. Ég verð með nokkra áhugaverða unga leikmenn og ég vona að við náum að standa í mínum landsmönnum.“ Patrekur er einnig þjálfari Hauka hér á landi en liðið trónir á toppi Olísdeildar karla.Uppfært kl 16.45: Rétt er að komi fram að til greina hafi komið hjá austurríska handboltasambandinu að hætta við Íslandsförina samkvæmt heimildum Vísis. Hins vegar hafi, eftir viðræður við HSÍ á sínum tíma, verið ákveðið að standa við hana. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hefur ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. Austurríska sambandið er með málið í skoðun og áskilur sér rétt til að grípa til lagalegra úrræða. 19. janúar 2014 18:43 Sameiginleg yfirlýsing frá samböndunum Handknattleikssamband Íslands, austurríska handknattleikssambandið og evrópska handknattleikssambandið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu varðandi ummæli Björns Braga Arnarsonar í EM-stofunni á RÚV. 20. janúar 2014 16:29 „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04 HSÍ fundar með Austurríkismönnum Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Davíð B. Gíslason, varaformaður HSÍ, ætla að funda með Gerhard Hofbauer, framkvæmdastjóra austurríska handknattleikssambandsins, síðdegis í dag vegna ummæla Björns Braga. 20. janúar 2014 11:52 Björn Bragi baðst aftur afsökunar Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson baðst aftur afsökunar á ummælum sínum í EM-stofunni á RÚV í kvöld. Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í gær. 19. janúar 2014 20:38 RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45 Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Patrekur Jóhannesson segir að vináttulandsleikir Íslands og Austurríkis hafi verið ákveðnir löngu áður en Björn Bragi Arnarsson lét óheppileg ummæli falla í EM-stofu Rúv. Björn Bragi, umsjónarmaður þáttarins, líkti yfirburðum íslenska landsliðsins gegn því austurríska í leik liðanna á EM í Danmörku við yfirgang þýskra nasista í Austurríki árið 1938. Ummælin vöktu afar mikla athygli, bæði hér á landi og í Austurríki. Bæði Björn Bragi og Rúv báðust afsökunar og fundaði HSÍ með forráðamönnum austurríska sambandsins vegna málsins. „Þetta er augljóslega mjög óviðeigandi ummæli fyrir íþróttina og mótið í heild sinni en við gerum okkur grein fyrir því að þetta endurspeglar ekki skoðun íslensku þjóðarinnar," sagði Gerhard Hofbauer, forseti austurríska sambandsins, í sameiginlegri yfirlýsingu sem samböndin ásamt EHF, Handknattleikssambandi Evrópu, sendu frá sér. „Samböndin hafa komist að samkomulagi um að spila tvo vináttulandsleiki í apríl á þessu ári,“ sagði enn fremur. Patrekur er þjálfari austurríska landsliðsins og segir að vináttulandsleikinir tveir, sem fara fram 4. og 5. apríl hér á landi, hafi ekkert með þetta að gera. „Það var sagt frá því í fjölmiðlum að þetta hafi verið ákveðið á EM. Það er bara bull. Ég held að það sé ár frá því að þetta var ákveðið,“ sagði Patrekur í samtali við Vísi. Patrekur náði góðum árangri með landslið Austurríkis á EM í Danmörku og vonast til að geta náð góðum úrslitum hér á landi, þó svo að nokkrir mikilvægir leikmenn séu frá. „Ég hlakka bara til að fá strákana hingað heim. Ég verð með nokkra áhugaverða unga leikmenn og ég vona að við náum að standa í mínum landsmönnum.“ Patrekur er einnig þjálfari Hauka hér á landi en liðið trónir á toppi Olísdeildar karla.Uppfært kl 16.45: Rétt er að komi fram að til greina hafi komið hjá austurríska handboltasambandinu að hætta við Íslandsförina samkvæmt heimildum Vísis. Hins vegar hafi, eftir viðræður við HSÍ á sínum tíma, verið ákveðið að standa við hana.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Tengdar fréttir Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hefur ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. Austurríska sambandið er með málið í skoðun og áskilur sér rétt til að grípa til lagalegra úrræða. 19. janúar 2014 18:43 Sameiginleg yfirlýsing frá samböndunum Handknattleikssamband Íslands, austurríska handknattleikssambandið og evrópska handknattleikssambandið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu varðandi ummæli Björns Braga Arnarsonar í EM-stofunni á RÚV. 20. janúar 2014 16:29 „Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04 HSÍ fundar með Austurríkismönnum Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Davíð B. Gíslason, varaformaður HSÍ, ætla að funda með Gerhard Hofbauer, framkvæmdastjóra austurríska handknattleikssambandsins, síðdegis í dag vegna ummæla Björns Braga. 20. janúar 2014 11:52 Björn Bragi baðst aftur afsökunar Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson baðst aftur afsökunar á ummælum sínum í EM-stofunni á RÚV í kvöld. Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í gær. 19. janúar 2014 20:38 RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45 Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Ummæli Björns Braga rata í austurríska og þýska miðla Ummæli Björns Braga Arnarssonar í tengslum við leik Íslands og Austurríkis hefur ratað í þýska og austurríska miðla en hann líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska. Austurríska sambandið er með málið í skoðun og áskilur sér rétt til að grípa til lagalegra úrræða. 19. janúar 2014 18:43
Sameiginleg yfirlýsing frá samböndunum Handknattleikssamband Íslands, austurríska handknattleikssambandið og evrópska handknattleikssambandið hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu varðandi ummæli Björns Braga Arnarsonar í EM-stofunni á RÚV. 20. janúar 2014 16:29
„Ég biðst að sjálfsögðu afsökunar á þessu" Björn Bragi Arnarson segir ummæli sín ekki hafa átt neinn rétt á sér og sér eftir þeim. 18. janúar 2014 19:04
HSÍ fundar með Austurríkismönnum Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, og Davíð B. Gíslason, varaformaður HSÍ, ætla að funda með Gerhard Hofbauer, framkvæmdastjóra austurríska handknattleikssambandsins, síðdegis í dag vegna ummæla Björns Braga. 20. janúar 2014 11:52
Björn Bragi baðst aftur afsökunar Sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi Arnarsson baðst aftur afsökunar á ummælum sínum í EM-stofunni á RÚV í kvöld. Björn Bragi líkti íslenska landsliðinu við nasista sem væru að slátra því austurríska í hálfleik í leik Íslands og Austurríkis í gær. 19. janúar 2014 20:38
RÚV harmar ummæli Björns Braga Kristín H. Hálfdánardóttir segir íþróttadeild RÚV harma ummæli Björns Braga um íslenska landsliðið. 18. janúar 2014 20:45
Líkti landsliðinu við nasista "Íslenska landsliðið er eins og þýskir nasistar árið 1939 - að slátra Austurríkismönnum," sagði Björn Bragi Arnarsson um íslenska karlaliðið í handbolta rétt í þessu. 18. janúar 2014 18:27