Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - ÍBV 26-29 | Vandræði ÍR halda áfram Elvar Geir Magnússon í Austurbergi skrifar 27. mars 2014 21:30 Róbert Aron Hostert sækir að marki ÍR í kvöld. Vísir/Valli Eyjamenn sóttu bæði stigin í Breiðholtið í kvöld. ÍBV festi sig í sessi í öðri sæti Olís-deildarinnar með sigrinum og ÍR á ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina að þessu sinni. Reyndar eiga ÍR-ingar á hættu að enda í sjöunda sæti og fara þar með í umspil fyrir lífi sínu í efstu deild en 26-29 urðu lokatölurnar eftir að ÍBV hafði leitt með tveimur mörkum í hálfleik. ÍR hefur heldur betur gefið eftir síðustu vikur og ráðið illa við að missa sterka menn í meiðsli. Liðið átti þó mjög flottan kafla í seinni hálfleiknum og náði að komast yfir en þá virtust menn ætla að fara að skora tvö mörk í hverri sókn, voru of ákafir og gestirnir refsuðu. Eyjamenn voru mun öflugri á lokasprettinum meðan heimamenn gerðu kjánaleg mistök og sanngjarn útisigur staðreynd.Róbert Aron Hostert: Heyrðist mest í okkar fólki„Þetta var ekkert stórkostlegur handbolti. Varnarleikurinn var ekki nægilega öflugur," sagði Róbert Aron Hostert, leikmaður ÍBV. „Það var meðbyr með ÍR þarna í seinni hálfleik og þeir sýndu seiglu enda að berjast fyrir lífi sínu en svo gáfum við aftur í. Við vorum ákveðnir í að tryggja okkur þetta annað sætið. Við förum í alla leiki til að vinna og það gekk eftir í dag." „Það var vont að missa Magga (Magnús Stefánsson) í meiðsli. Hann er algjört akkeri. Það var erfitt að missa fyrirliðann en þá komu aðrir og stigu upp." Róbert var afskaplega ánægður með stuðningsmenn ÍBV í stúkunni. „Klassa stemning. Það heyrðist mest í okkar áhorfendum. Það er góður mórall í liðinu og það er gaman þegar vel gengur," sagði Róbert.Bjarki: Sýndum ekki skynsemi„Við fórum að flýta okkur of mikið. Það fór náttúrulega mikil orka í að vinna þetta forskot ÍBV upp," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR eftir leikinn. „Ég veit ekki hvað maður á að segja þegar staðan er orðin þessi... þegar við náðum að komast yfir með einu marki þá fórum við að flýta okkur of mikið í stað þess að róa tempóið og vera skynsamir." „Ég er með verulega laskað lið. Hver á fætur öðrum er að detta út úr þessu. Við börðumst en uppskárum ekki eins og við ætluðum okkur. Við verðum að halda áfram." Það stefnir í þriggja liða baráttu milli ÍR, FH og Akureyrar að forðast sjöunda sætið. „Nákvæmlega, það gerir það. Við ætlum okkur að forðast það sætið. Það kemur núna kærkomin pása og vonandi náum við að safna kröftum fyrir síðustu leikina." Hér að neðan má lesa leiklýsingu leiksins og tölfræði. Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Eyjamenn sóttu bæði stigin í Breiðholtið í kvöld. ÍBV festi sig í sessi í öðri sæti Olís-deildarinnar með sigrinum og ÍR á ekki lengur möguleika á því að komast í úrslitakeppnina að þessu sinni. Reyndar eiga ÍR-ingar á hættu að enda í sjöunda sæti og fara þar með í umspil fyrir lífi sínu í efstu deild en 26-29 urðu lokatölurnar eftir að ÍBV hafði leitt með tveimur mörkum í hálfleik. ÍR hefur heldur betur gefið eftir síðustu vikur og ráðið illa við að missa sterka menn í meiðsli. Liðið átti þó mjög flottan kafla í seinni hálfleiknum og náði að komast yfir en þá virtust menn ætla að fara að skora tvö mörk í hverri sókn, voru of ákafir og gestirnir refsuðu. Eyjamenn voru mun öflugri á lokasprettinum meðan heimamenn gerðu kjánaleg mistök og sanngjarn útisigur staðreynd.Róbert Aron Hostert: Heyrðist mest í okkar fólki„Þetta var ekkert stórkostlegur handbolti. Varnarleikurinn var ekki nægilega öflugur," sagði Róbert Aron Hostert, leikmaður ÍBV. „Það var meðbyr með ÍR þarna í seinni hálfleik og þeir sýndu seiglu enda að berjast fyrir lífi sínu en svo gáfum við aftur í. Við vorum ákveðnir í að tryggja okkur þetta annað sætið. Við förum í alla leiki til að vinna og það gekk eftir í dag." „Það var vont að missa Magga (Magnús Stefánsson) í meiðsli. Hann er algjört akkeri. Það var erfitt að missa fyrirliðann en þá komu aðrir og stigu upp." Róbert var afskaplega ánægður með stuðningsmenn ÍBV í stúkunni. „Klassa stemning. Það heyrðist mest í okkar áhorfendum. Það er góður mórall í liðinu og það er gaman þegar vel gengur," sagði Róbert.Bjarki: Sýndum ekki skynsemi„Við fórum að flýta okkur of mikið. Það fór náttúrulega mikil orka í að vinna þetta forskot ÍBV upp," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR eftir leikinn. „Ég veit ekki hvað maður á að segja þegar staðan er orðin þessi... þegar við náðum að komast yfir með einu marki þá fórum við að flýta okkur of mikið í stað þess að róa tempóið og vera skynsamir." „Ég er með verulega laskað lið. Hver á fætur öðrum er að detta út úr þessu. Við börðumst en uppskárum ekki eins og við ætluðum okkur. Við verðum að halda áfram." Það stefnir í þriggja liða baráttu milli ÍR, FH og Akureyrar að forðast sjöunda sætið. „Nákvæmlega, það gerir það. Við ætlum okkur að forðast það sætið. Það kemur núna kærkomin pása og vonandi náum við að safna kröftum fyrir síðustu leikina." Hér að neðan má lesa leiklýsingu leiksins og tölfræði.
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira