Lúxusmerkin horfa til ungra karla Finnur Thorlacius skrifar 27. mars 2014 13:12 Vel klæddur ungur maður. Framleiðendur lúxusvara eru í sífellt meira mæli farnir að horfa til ungra karlmanna og framleiða vörur sem til þeirra höfða. Flestir tengja lúxusmerkin við þarfir kvenna en sérfræðingar hjá HSBC segja að þessi þróun í átt til karlmanna sé nú afar áberandi. Hinn dæmigerði karlmaður sem tískuhúsin og aðrir framleiðendur lúxusvarnings horfa nú til er á þrítugs- eða fertugsaldri, borgarbúar sem hrifnir eru af farsímum og hugsi afar mikið um ímynd sína. Þessir karlmenn hafi innri þörf fyrir að sanna fyrir umheiminum að þeir séu flottir og eyða því miklu í sínar gerviþarfir um leið og þeir hafi efni á því. Öðru gildi um enn efnaðri og eldri karlmenn sem hafi ekki eins mikið að sanna og hafi í reynd engan áhuga á því.Eitt af því sem þeir hjá HSBC segja mikinn áhrifamátt þessarar þróunar er að karlmenn gifti sig nú seinna en áður og því eigi þeir pening til eyðslu í lúxusvarning, sem áður hefði farið í að haldu upp fjölskyldu sinni. Því fari það fé sem áður var eytt í bleyjur í flott armbandsúr, handunna leðurskó, dýrar töskur og sérsaumuð jakkaföt. Tískuvöruframleiðandinn Coach hefur á síðustu árum lagt mikla áherslu á unga karlmenn á framabraut og hefur sala á karlmannsvarningi sjöfaldast frá árinu 2010. Ekki er ósvipaða sögu að segja frá Burberry og framleiðandanum Michael Kors, sem ætlar að sjöfalda tekjur sínar líka í sölu varnings fyrir karlmenn. Eini markaðurinn þar sem ekki tekur því að höfða til karlmanna er í Kína, en þar er gósentími lúxusvarnings fyrir konur. Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Framleiðendur lúxusvara eru í sífellt meira mæli farnir að horfa til ungra karlmanna og framleiða vörur sem til þeirra höfða. Flestir tengja lúxusmerkin við þarfir kvenna en sérfræðingar hjá HSBC segja að þessi þróun í átt til karlmanna sé nú afar áberandi. Hinn dæmigerði karlmaður sem tískuhúsin og aðrir framleiðendur lúxusvarnings horfa nú til er á þrítugs- eða fertugsaldri, borgarbúar sem hrifnir eru af farsímum og hugsi afar mikið um ímynd sína. Þessir karlmenn hafi innri þörf fyrir að sanna fyrir umheiminum að þeir séu flottir og eyða því miklu í sínar gerviþarfir um leið og þeir hafi efni á því. Öðru gildi um enn efnaðri og eldri karlmenn sem hafi ekki eins mikið að sanna og hafi í reynd engan áhuga á því.Eitt af því sem þeir hjá HSBC segja mikinn áhrifamátt þessarar þróunar er að karlmenn gifti sig nú seinna en áður og því eigi þeir pening til eyðslu í lúxusvarning, sem áður hefði farið í að haldu upp fjölskyldu sinni. Því fari það fé sem áður var eytt í bleyjur í flott armbandsúr, handunna leðurskó, dýrar töskur og sérsaumuð jakkaföt. Tískuvöruframleiðandinn Coach hefur á síðustu árum lagt mikla áherslu á unga karlmenn á framabraut og hefur sala á karlmannsvarningi sjöfaldast frá árinu 2010. Ekki er ósvipaða sögu að segja frá Burberry og framleiðandanum Michael Kors, sem ætlar að sjöfalda tekjur sínar líka í sölu varnings fyrir karlmenn. Eini markaðurinn þar sem ekki tekur því að höfða til karlmanna er í Kína, en þar er gósentími lúxusvarnings fyrir konur.
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira