Yankees ekki lengur með dýrasta liðið í hafnaboltanum Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. mars 2014 17:30 Zack Greinke fær vel borgað fyrir sín störf. Vísir/getty Hafnaboltastórveldið New York Yankees er í fyrsta skipti í 15 ár ekki með dýrasta liðið í MLB-deildinni en Los Angeles Dodgers undir eignarhaldi körfuboltagoðsins Magic Johnson og fleiri auðjöfra er komið fram úr strákunum í stóra eplinu. Frá þessu greinir AP-fréttastofan en heildar launakostnaður Dodgers-liðsins á tímabilinu, samkvæmt rannsókn AP, er 235 milljónir dollara eða jafnvirði 26,7 milljarða króna. Þetta kemur nokkuð á óvart enda þrátt fyrir gríðarlega eyðslu Dodgers hafa Yankees-menn brotið öll loforð um að haga sér skynsamlega á leikmannamarkaðnum. Liðið komst ekki í úrslitakeppnina á síðasta tímabili og ætlar ekki að láta það gerast aftur. Yankees hefur ekki eytt meiri pening í leikmenn í fjögur ár eða síðan liðið fór síðast hamförum á markaðnum veturinn 2008. Þá hafði Yankees einmitt ekki heldur komist í úrslitakeppnina og keypti sér lið sem vann deildina árið eftir. New York-liðið fékk sér t.a.m. kastara frá Japan sem aldrei hefur spilað í MLB-deildinni og ætlar að borga honum 155 dollara (17 milljarði króna) næstu sjö árin eða 22,2 milljónir dollara á ári. Það er aðeins meira en LionelMessi fær í laun frá Barcelona.Masahiro Tanaka hefur ekki kastað einu sinni í MLB-deildinni en fær meira borgað en Messi.Vísir/GettyJapaninn MasahiroTanaka er ekki eina stjarnan sem Yankees hefur fengið á undirbúningstímabilinu. Það hefur samið við fleiri stórlaxa en aftur á móti misst tvo leikmenn sem voru með risasamninga. Heildar launakostnaður Yankees er langt frá því að ná Dodgers en í heildina borgar Yankees leikmönnum sínum samtals 204 milljónir dollara eða jafnvirði 23,2 milljarða króna á tímabilinu. Launahæsti leikmaðurinn í MLB-deildinni á komandi tímabili verður ZackGreinke, kastari Los Angeles Dodgers, en hann fær 24 milljónir dollara af 147 milljóna dollara samningi sínum í ár plús fjórar milljónir í bónusgreiðslu. Hann samdi til sjö ára í fyrra. Meðallaun leikmanna í bandaríska hafnaboltanum hafna hækkað jafnt og þétt undanfarin ár þrátt fyrir dvínandi vinsældir íþróttarinnar og minni sjónvarpssamninga. Sjónvarpsstöðin NBC hætti m.a. með útsendingar frá hafnaboltanum og snéri sér þess í stað að ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Meðallaunin eru nú rétt tæpar fjórar milljónir dollara eða jafnvirði 455 milljóna íslenskra króna og hækka um 8-10 prósent frá síðasta ári. Íþróttir Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Í beinni: Real Sociedad - Villarreal | Orri og félagar ætla að sökkva Gula kafbátnum Í beinni: Monza - Fiorentina | Albert byrjar í leik sem verður að vinnast Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Sjá meira
Hafnaboltastórveldið New York Yankees er í fyrsta skipti í 15 ár ekki með dýrasta liðið í MLB-deildinni en Los Angeles Dodgers undir eignarhaldi körfuboltagoðsins Magic Johnson og fleiri auðjöfra er komið fram úr strákunum í stóra eplinu. Frá þessu greinir AP-fréttastofan en heildar launakostnaður Dodgers-liðsins á tímabilinu, samkvæmt rannsókn AP, er 235 milljónir dollara eða jafnvirði 26,7 milljarða króna. Þetta kemur nokkuð á óvart enda þrátt fyrir gríðarlega eyðslu Dodgers hafa Yankees-menn brotið öll loforð um að haga sér skynsamlega á leikmannamarkaðnum. Liðið komst ekki í úrslitakeppnina á síðasta tímabili og ætlar ekki að láta það gerast aftur. Yankees hefur ekki eytt meiri pening í leikmenn í fjögur ár eða síðan liðið fór síðast hamförum á markaðnum veturinn 2008. Þá hafði Yankees einmitt ekki heldur komist í úrslitakeppnina og keypti sér lið sem vann deildina árið eftir. New York-liðið fékk sér t.a.m. kastara frá Japan sem aldrei hefur spilað í MLB-deildinni og ætlar að borga honum 155 dollara (17 milljarði króna) næstu sjö árin eða 22,2 milljónir dollara á ári. Það er aðeins meira en LionelMessi fær í laun frá Barcelona.Masahiro Tanaka hefur ekki kastað einu sinni í MLB-deildinni en fær meira borgað en Messi.Vísir/GettyJapaninn MasahiroTanaka er ekki eina stjarnan sem Yankees hefur fengið á undirbúningstímabilinu. Það hefur samið við fleiri stórlaxa en aftur á móti misst tvo leikmenn sem voru með risasamninga. Heildar launakostnaður Yankees er langt frá því að ná Dodgers en í heildina borgar Yankees leikmönnum sínum samtals 204 milljónir dollara eða jafnvirði 23,2 milljarða króna á tímabilinu. Launahæsti leikmaðurinn í MLB-deildinni á komandi tímabili verður ZackGreinke, kastari Los Angeles Dodgers, en hann fær 24 milljónir dollara af 147 milljóna dollara samningi sínum í ár plús fjórar milljónir í bónusgreiðslu. Hann samdi til sjö ára í fyrra. Meðallaun leikmanna í bandaríska hafnaboltanum hafna hækkað jafnt og þétt undanfarin ár þrátt fyrir dvínandi vinsældir íþróttarinnar og minni sjónvarpssamninga. Sjónvarpsstöðin NBC hætti m.a. með útsendingar frá hafnaboltanum og snéri sér þess í stað að ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Meðallaunin eru nú rétt tæpar fjórar milljónir dollara eða jafnvirði 455 milljóna íslenskra króna og hækka um 8-10 prósent frá síðasta ári.
Íþróttir Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Í beinni: Real Sociedad - Villarreal | Orri og félagar ætla að sökkva Gula kafbátnum Í beinni: Monza - Fiorentina | Albert byrjar í leik sem verður að vinnast Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Sjá meira